Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 18

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 18
VIÐTAL VIÐ ÞORVALD GUÐMUNDSSON FRAMHALD AF BLS. 171 Fóðriö fer um sérstaka kjama- stöð, sem er tölvustýrð, og dreifist fóðrið þaðan eftir leiðslum út í fóðurstíur dýranna. Kerfið annar því að fóðra um 2000 alidýr. Eins og gefur að skilja er búreksturinn mjög háður rafmagni og þess vegna höfum við komið okkur upp 100 kw vararafstöð. Eftir sem áður handfóðrum við þó allar gyltur á „fæðingadeild- inni“. Sá háttur tryggir að komið er til hverrar einstakrar gyltu reglulega og þannig verður eftirlit- ið með smágrísunum og gyltunum öruggt og gott. Öll þau hús sem hér voru þegar við keyptum jörðina eru nú horfin. Gamla íbúðarhúsið stóð á flötinni rétt hjá þar sem styttan af litla sjó- manningum er. Starfsmannahúsið er 200 m2 að stærð og svo höfum við einnig byggt hér íbúðarhús fyr- ir bústjórann og fjölskyldu hans. Allt fólkið sem hér vinnur býr á staðnum. - Þú ert hér með danskan hú- stjóra, er ekki svo? - Jú, það er rétt. Hann heitir Gunnar Andersen og er búinn að vera hér í 15 ár. Með honum starfa hér að jafnaði fimm piltar. Auk þeirra er svo hér ráðskona og einn- ig aðstoðar kona bústjórans við búskapinn þegar á þarf að halda. Þetta fólk sér um skepnuhirðing- una og slátrunina. Hér er slátrað tvisvar í viku árið um kring. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir fylgist með hverri slátrun, lítur eftir dýrunum og skoðar kjötið. — Hvernig er vinnslu og dreif- ingu háttað? - Héðan er k jötið flutt í Alihús- ið í Hafnarfirði. Þar framleiðum við allar okkar vörur undir nafninu Ali, — svonefndar Ali-vörur, en það eru svo sem eins og pylsur, skenka, bjúgu, bacon og allt mögulegt, sem kemur á markað- inn af svínaafurðum. Svo dreifum við framleiðslunni í verslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu, og lít- ilsháttar út á land, eftir því sem birgðirendast. - Er Ali-bacon í Hafnarfirði til- tölulega nýtt fyrirtæki? - Nei, raunar er þetta 40 ára gamalt fyrirtæki, því þetta er sama og „Síld og fiskur“. En öll okkar matvælaiðja er nú þarna í Hafnar- firði og við erum ekki með neina smásöluverslun lengur. Nú er svo komið að hvorki er um toppa eða lægðir að ræða í framleiðslunni og í því liggur okkar gæfa. Við kapp- kostum að framleiða góða vöru og þar af leiðir að hún er eftirsótt. Það fer aldrei neitt af okkar fram- leiðslu í frystigeymslur. Það er slátrað á mánudögum og þriðju- dögum og kjötið fer ferskt í vinnsl- una. Síðan dreifum við kjötvörun- um unnum til viðskiptavina okkar þegar í sömu vikunni. Við framleiðum nánast ein- göngu úr hráefni okkar frá svína- búinu. Eina undantekningin er framleiðslan á svonefndri ,,mömmukæfu“. Móðir mín lag- aði alltaf þessa kæfutegund hjá okkur í „Síld og fisk“, á meðan hún lifði. Kæfan hefur alltaf líkað svo vel að við höfum haldið áfram að framleiða hana eftir uppskrift móður minnar. Það má líka segja, að við gerum þetta öðrum þræði til minningar um hana. - Eg minnist þess að svínahúin í Keflavík í ,,gamla daga" sóttust eftir að fá matarleifar af flugvellin- urn. Heyrir slíkt fóður fortíðinni til? - Við byrjuðum hér eiginlega eingöngu með matarleifar frá flug- vellinum sem fóður. Nálægðin við flugvöllin réði líka miklu um að við töldum þennan stað hér hagstæð- an undir búreksturinn. Við höfum alltaf haldið okkar matarleifa- samningi við flugvöllinn. Núorðið er það fóður alveg hverfandi lítið Reyknesingar Afgreidslur og útibú Landsbankans á Reykjanesi veita einstaklingum og fyrirtækjum margháttaða bankaþjónustu og fyrirgreiðslu. Leitaðu til starfsfólks Landsbankans. Fjármálaráðgjöf og þjónusta bankans er ávallt til reiðu. UTIBU SANDGERÐI UTIBU GRINDVIK AFGREIDSLUTIMAR: Grindavíkog Sandgeröi kl. 9.15-12.30 og 13.30-16.00. Keflavík kl.9.15-16.00. LANDSBANKINN Banki idlm landsnumm 186-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.