Faxi

Volume

Faxi - 01.09.1983, Page 17

Faxi - 01.09.1983, Page 17
Brekka undir Stapa. Magnús Eyjólfsson við Stapabúð undir Stapa. sér um borö, en einnig var með okkur Ólafur bróðir hans. (Ólafur þessi var faðir Hrefnu konu Ólafs Björnssonar og þeirra systkina). En þegar til kemur koma þeir ekki vélinni í gang. Þá segi ég Eyjólfi að þeir fari ekki rétt að. A þessari vél voru ,,knastar“ sem þurfti að lyfta undir þegar þeir komu í toppinn til þess að vélin gæti rúllað yfir, en þegar hún var komin á ferð mátti slá knöstunum undan og þá gekk hún reglulega og þetta vissi ég. Svo ég fór niður og sagði Eyfa, að hann skyldi snúa og ég skyldi stjóma þessu og þá fór rokkurinn í gang. Þegar þetta var hef ég líklega verið á 14. eða 15. árinu, eða þar um bil. Eg hafði mjög gaman að þessu og þeir bræður hrósuðu mér mikið fyrir mín góðu úrræði. Ömefni við Brekku og skólaganga í Brunna- staðaskóla Bærinn Brekka var syðsti bær- inn í Vatnsleysustrandarhreppi, eftir að hætt var að búa í Stapabúð. Var hann alveg suður undir Stap- anum, austast þar sem hann byrj- ar. Þar eru mörg kennileiti, t.d. skörð á milli strandbergs og er þar fyrst þegar maður kemur innan að, að maður kemur að skarði, sem kallast Reiðskarð. Par fóru menn sem voru á hestum. Næsta skarð heitir Kvennagönguskarð og þar var graslendi alveg uppá bjarg- brúnina, svo kom Brekka og þar kom Brekkuskarð og þar fyrir utan var svo Urðarskarð kallað, því það var svo grýtt. Þar var hægt að ganga upp á Stapann líka og síðast var Rauðistígur, sem kom upp úr Kerlingabúðum, sem kall- aðar voru. Það var gamall útræðis- staður, sem var fyrir vestan Stapa- búðina. Þegar ég var drengur fann ég þar stein sem í var höggvið ár- talið 1780 og sýnir það, að þá hefur verið byggð þarna. Ég hóf skólagöngu mína 10 ára og lauk henni á 13. árinu, og gekk ég í barnaskólann á Brunnastöð- um. Yfirleitt hljóp maður megnið af leiðinni og minnir mig að ég hafi þurft að leggja af stað að heiman um níu leytið. Urður við samferða öll börnin úr Vogunum. Þannig að fyrst kom ég að Bræðraparti, svo að Suðurkoti og Nýjabæ, síðan Stóru - Vogum, Hábæ, Austur- koti og Minni - Vogum. Alls stað- ar þarna voru skólaböm og við gengum, eða öllu heldur hlupum, alltaf saman báðar leiðir þessi hóp- ur. Fyrstu sumrin mín úti á landi Þegar ég var 12 ára fór ég í fyrsta sinn að heiman. Fór ég þá sumar- langt norður í Hrísey. Föðursystir mín, Margrét, bjó þar þá og maður hennar Jón Einarsson átti þar mótorbát með öðrum, sem þeir gerðu út. Þau hjónin voru foreldr- ar Guðmundar B. Jónssonar og þeirra systkina. Um sumarið stokkaði ég upp og beitti línu og gerði ýmislegt fleira, sem viðkom þeim hlutum. Vorið eftir var ég fermdur og þá réri ég á árabátnum heima, þá 13 ára. En eftir ferminguna um sum- arið fór ég vestur á Dýrafjörð og vann á Þingeyri í fiskverkun, hjá Proppebræðrum, sem voru þá eig- endur útgerðarfyrirtækis á Þing- eyri. Þar var starf mitt að keyra saltfiski að vöskunarfólkinu og síðan fiskinum vöskuðum út á reit- ina. Vagnarnir sem notaðir voru við þetta voru sporvagnar, og að danskri fyrirmynd trúlega. Þótti mér mikið til þeirra koma enda voru þeir hið mesta þarfaþing. Úr sveitinni strauk ég Fimmtán ára gamall var ég svo sendur í sveit austur í Hreppa, en mér líkaði nú ekki dvölin þar. Eg var vakinn kl. 6 á morgnana og fékk ekki að sofna fyrr en kl. 11 á kvöldin. Svo að ég strauk úr þeirri vist. A strokinu lenti ég í ýmsu ævintýralegu, m.a. fór ég yfir mýr- FRAMHALD Á BLS. 194 «FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA Meistaraskóli fyrir húsasmiði, múrara og pípulagninga- menn hefst í janúar 1984, ef þátttaka verður næg. Skráð verður á námskeiðið á skrifstofu skól- ans fram til föstudags 11. nóvember. Þátt- tökugjald er kr. 1.800 á önn og greiðist við skráningu. Ingólfur Halldórsson SÍMI1227 VANTAR ÞIG PÚSTKERFI, ÞÁ LEITAR ÞÚ OKKAR. VIÐ EIGUM, SMÍÐUM OG SETJUM PÚSTKERFI UNDIR BÍLINN ÞINN MEÐ GÓÐRIOG FLJÓTRIÞJÓNUSTU. FAXI-185

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.