Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 25

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 25
MINNING JÓN ÞÓRARINSSON FÆDDUR 16. MARS 1915 DÁINN 30. ÁGÚST 1983 Jón Þórarinsson fæddist í Keflavík þann 16. mars árið 1915. Foreldrar hans voru hjónin Elinrós Benediktsdóttir, ljós- móðir, sem var frá Breiðabóli á Svalbarðaströnd og Þórarinn Eyjólfsson, trésmiður, frá Garðshorni í Keflavík. Jón var elsta barn foreldra sinna og jafnframt elstur í sínum ættlið í báðum fjölskyldum for- eldranna. Systkini Jóns, sem upp kom- ust, eru þessi; Eyjólfur, rafvéla- meistari í Keflavík, Benedikt, sem var yfirlögrelguþjónn á Keflavíkurflugvelli. Hann and- aðist 16. janúar s.l. Anna Krist- jana, húsmóðir, búsett í Banda- ríkjunum, Eiríkur Eyfjörð, bif- vélavirki í Keflavík og uppeldis- systirin Magnea, húsmóðir í Bandaríkjunum. Tvær eru þær minningar bernsku minnar, sem öðrum fremur brjótast fram í hugann, er ég sest niður til að rita nokkur minningarorð um látinn vin og frænda. Sú fyrri er um það, hversu ég var undrandi á því, ungur dreng- urinn, að það var sem í honum Jóni frænda byggju tveir menn. Venjulegur maður og þó einstak- lega blíður og aðlaðandi, þegar hann klæddist venjulegum fatn- aði og svo hins vegar virðulegur og að þeirra tíma hugsunarhætti barna, - varhugaverður lögreglu- þjónn, þegar hann klæddist starfsbúningi sínum. Kom það þá jafnvel fyrir, að drengnum unga þótti best að verða ekki á vegi þess manns. Hin minningin er frá áttatíu ára afmæli Sesselju ömmu okkar á Breiðabóli. Þar heillaðist drengurinn ungi, eitt yngsta ömmubarnið, af frænda sínum Jóni Þórarinssyni, þegar hann flutti afmælisbarninu ógleyman- lega afmælisræðu. Þessar fyrstu minningar mínar um Jón eru á margan hátt tákn- rænar, því segja má með sanni, að á Jóni væri hægt að finna tvær mismunandi hliðar, - já og reyndar miklu mun fleiri - því hann var geysi fjölhæfur. Það fór svo í annan stað aldrei á milli mála að þegar honum tókst best upp og þegar hann lagði af alhug allt sitt í viðfangs- efnið, sem við var fengist, hverju sinni, þá brást það ekki að góður árangur náðist. Ungur fór Jón að stunda sjó- mennsku og árið 1936 aflaði hann sér skipstjórnarréttinda á smærri báta. Fyrst í stað var Jón á bátum héðan frá Keflavík, bæði á vetrarvertíðum og haustvertíð- um, en á sumrin var farið norður til síldveiða. í byrjun síðari heimsstyrjald- arinnar bjó Jón um tíma á Akur- eyri. Þau ár var hann stýrimaður á Súlunni E.A. og var þá siglt með aflann til Englands. Svo lá leiðin aftur til Keflavík- ur árið 1942. Það var þá sem Jón gerðist lögregluþjónn hér í Keflavík og síðar yfirlögreglu- þjónn. Gegndi hann því starfi þar til um það leyti er á ný var flutt til Akureyrar árið 1947. Þar byrjaði Jón svo fljótlega aftur að stunda sjómennsku og upp úr 1950 aflaði hann sér hinna meiri skipstjórnarréttinda. Eftir að Jón hætti að sækja sjó- inn stundaði hann ýmiss konar iðnaðarstörf og rak um tíma eig- in saumastofu. Svo síðasta ára- tuginn eða þar um bil var hann skrifstofumaður hjá Kjötiðnað- arstöð K.E.A. Ungur kynntist Jón sinni ágætu eiginkonu Eydísi Einars- dóttur. Er hún dóttir hjónanna Guðrúnar Ingvarsdóttur og Ein- ars Einarssonar frá Merki í Grindavík. Varð þeim Jóni og Eydísi þriggja sona auðið. Eru þeir allir fæddur hér í Keflavík. Elstur er Sigurður Blómkvist, bakara- meistari á Akureyri, kvæntur Öldu Ingimarsdóttur. í miðið er Ólafur Blómkvist, bóndi og tré- smíðameistari á Steiná II í Svart- árdal, Vestur-Húnavatnssýslu, kvæntur Jónu Önnu Stefánsdótt- ur, og yngstur er Þórarinn Blóm- kvist, starfsmaður Sjóvá. á Akur- eyri. Kona hans er Hulda Vil- hjálmsdóttir. Barnabörnin eru níu talsins og bamabamabörnin þrjú. Fyrir um 15 árum síðan gerðu þau Jónog Eydís nokkurt hlé á Akureyrarverunni. Fluttu þau þá enn hingað til Keflavíkur og bjuggu í sambýli við foreldra Jóns, Elinrósu og Þórarin. Vom þau, gömlu hjónin,þámjögfarin að heilsu og nutu þau ágætrar hjúkrunar og umönnunar sonar- ins og tengdadótturinnar sein- ustu æviárin. Jón Þórarinsson var um marga hluti sérstæður maður. Hann var víðlesinn og eðlisgreindur, gæddur dulrænu innsýni og bjó yfir andlegum lækningamætti. Á Keflavíkurárum sínu, sem ungur maður, tók Jón virkan þátt í fé- lagslífi hér. í því sambandi er mér efst í huga þátttaka hans í Mál- fundafélaginu Faxa, en hann var Faxafélagi árin 1942 - 1947. Fundagerðabækur félagsins frá þessum tíma bera því ljóst vitni, að Jón Þórarinsson hefur verið ágætur félagi, frjór í hugsun, rök- fastur, tillögugóður og hógvær í málflutningi. Einnig skrifaði Jón dálítið í Faxa á þessum árum og þá eink- um um málefni þau er snertu starf hans í lögreglunni. Yngri sem eldri Faxamenn minnast nú þessa látna félaga með virðingu og þökk. Við hjón- in þökkum fölskvalausa vináttu allt frá fyrstu kynnum um leið og við minnnumst sérstaklega ógleymanlegra heimsókna okkar á fallegt og friðsælt heimili Jóns og Eydísar að Víðilundi 2f á Akureyri. Og dýrmætt er okkur að eiga ljúfar minningar frá síð- ustu samverustund okkar nú í sumar, en þá áttum við því láni að fagna að fá þau hjónin í stutta heimsókn á heimili okkar. Þá virtist okkur Jón vera vel frískur og lét hann hið besta yfir sér. En undanfarin ár hafði hann átt við h jartabilun að stríða og nokkrum sinnum fengið alvarleg áföll. Svo var þaðn skömmu eftir að þau voru komin aftur norður, að hann fékk enn eitt áfallið og um mánuði síðar var hann allur. Jón andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 30. ágúst s.l., og var útför hans gerð frá Akur- eyrarkirkju 5. september. Jón átti sterka trúarvissu og hann gat af alhug boðið dauðann velkomin þá er kallið kæmi. Guð styrki þig kæra Eydís mín og fjölskyldu þín. Blessuð sé minning Jóns Þórarinssonar. Kristján A. Jónsson. held ég að ég fari rétt með það að hann hafi gefið kirkjunni pípu- orgel það sem þar er nú, að hálfu á móti safnaðarsjóði. Þá var hann í byggingarnefnd nýju kirkjunnar, sem vígð var fyrir rúmu ári og var þar liðtækur vel að vanda. Saga þeirra feðga að safnaðar- og söngmálum er stórmerk og gæti verið langur kapítuli út af fyrir sig. Það var mikil söngvasál í litla hús- inu á Garði, sem manni fannst troðfullt af börnum, en gat þó oft- ast bætt við hluta úr kirkjukór eða blönduðum kór safnaðarins - já og öðrum söngvinum. Þá vekur það eftirtekt nú að 'hvorugur þeirra hefur tekið greiðslu fyrir þetta mikla þjónustustarf, þó að þörfin fyrir verkalaunin hafi stundum verið augljós, einkum hjá Árna, með-sinn stóra barnahóp. Svavar hefur ekki gifst en er svo lánsamur að hafa eignast ágæta sambýliskonu, Sigrúnu Högna- dóttur, sem vakað hefur yfir heilsufari hans nú síðustu árin, en það hefur stundum verið aðgæslu- vert. Vinnusemi og skyldurækni hafa stundum vegið meira en eigin heilsugæsla. Undirritaður þakkar Svavari vináttu allt frá bemsku og óskar honum heilla og hamingju á nýjum áratug. Jón Tómasson FAXI-193

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.