Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 24

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 24
Athyglisvert ævistarf ___________________FRAMHALD AF BI.S. 172- breiði vettvangur hafi vakað fyrir honum er hann kvaddi þingsali, en hans kunna raunsæi bendir þó til að svo hafi verið og sýnir það k jark hans og einbeitni, þar sem vitað var að forusta í þessum baráttu- málum lá um hrjóstur og stundum torfærur. Hann stjórnaði síðan Verka- lýðsfélagi Grindavíkur í 23 ár, með einstakri lipurð og réttsýni. Það voru ekki slagorð eða óraunhæft fimbulfamb sem beitt var til fram- gangs eðlilegri þróun kjaramála. Hann átti auðvelt með að setja sig inn í stöðu mála og mat hana með fullri dómgreind og ég hygg að hann hafi oftast - ef ekki alltaf - náð sanngjömum niðurstöðum án þess að kalla yfir sig úlfúð eða hefndar- hug andstæðinganna, sem einkum voru útgerðarmenn. Þegar hann síðar fór sjálfur að gera út bolla- lögðu menn um það hvort hann hefði séð svo mikinn auð í útgerð- inni eða hvort hann hafi viljað kanna starfsgreinina af eigin fram- taki. Ekki getur undirritaður dæmt um hvort hugdettur þessar eru byggðar á rökum. Hitt er víst að hann vildi efla atvinnu í byggð- arlaginu eftir föngum og það hefur útgerð hans gert - en hvort ánægja yfir því hefur vegið upp á móti áhyggjum og basli útgerðar hans skal ósagt látið, en hún hefur fært honum mikla reynslu og hún ein staðfestir þann fádæma dugnað og þrautseig ju sem Svavar er gæddur. Líkur benda til að stjómmála- skoðun Svavars hafi afgerandi mótast í æsku. Barátta Alþýðu- flokksins fyrir bættum kjörum verkalýðsstétta og margháttaður stuðningur við þá er miður máttu sín af ýmsum ástæðum, fóru vel að hugarfari hans og mun hann ungur hafa gerst þar félagsbundinn. Þegar hann kom heim frá námi og hóf félagsleg afskipti var leiðin greið inn í sveitarstjómina. Hann var kosinn í hreppsnefnd 1942, varð oddviti 1946 og forseti bæjar- stjórnar 1974 er Grindavík hlaut bæjarréttindi og var það til 1982. En við bæjarstjómarkosningar það ár gaf hann ekki kost á sér. Starf hans að sveitarstjómarmál- um hefur því verið langt og farsælt. A þessum árum breyttist Grindavík úr litlu fiskiþorpi í blómlegan bæ. Ekki voru þó alltaf glæstir framþróunartímar. T.d. fækkaði fólki mikið á fimmta ára- tugnum þar sem byggðarlagið var ekki samkeppnisfært við önnur byggðarlög um þjónustu við fólk- ið, aðstöðu við aðal atvinnuveginn - sjávarútveginn og svo hörð sam- keppni um vinnuaflið við Varnar- liðið og aðra þá atvinnuvegi er blómstruðu á þeim ámm. Þessari þróun var snúið við. Sennilega hefur uppbygging hafnarinnar átt þar stærstan þátt í. A.m.k. var það höfnin og ágæt fiskimið Grindvík- inga svo og afburða duglegt fólk, sem leiddi til þess að Grindavík var á þessum árum margoft með hæst- ar meðaltekjur á Iandinu. Um stjórnmálaferil Svavars mætti skrifa langt mál. Hann hafði alla tíð mikið fylgi bæði flokks- bundið og óflokksbundið. Þó að hann tæki þátt í landspólitíkinni með setu á flokksþingum og ASÍ þingum, var hann aldrei ofarlega á lista til Alþingiskosninga. Ég held að hann hafi vantað metnað til að tildra upp þann stiga, því vissulega hefði hann verið trúverðugur full- trúi Suðurnesjamanna þar með þá reynslu sem hann bjó yfir, því trausti sem störf hans höfðu aflað honum og þeim málfylgjumætti er hann býr yfir. Hann er ágætur ræðumaður, fljótur að sjá aðal- atriði og rökfastur vel. Hann getur verið orðhvass og óhlífinn ef hon- um finnst hallað réttu máli, en yfir- vegun og rökhyggja eru máttar- stoðir málflutnings hans. Varðandi samvinnuverslunina er það að segja að Svavar var of önnum hlaðinn til að vera þar verkamaður. Faðir hans, Ami Helgason, var fyrsti starfsmaður Pöntunarfélags Grindvíkinga og síðar kaupfélagsstjóri og deildar- st jóri eftir að kaupfélagið var sam- einað K.S.K. En allar götur síðan hefur Svav- ar verið deildarformaður Grinda- víkurdeildar K.S.K. og fjölda mörg ár varaformaður kaupfélags- stjórnarinnar, einnig verið í stjóm Hraðfrystihúss Keflavíkur hf. sem er í eigu K.S.K. Fyrr er getið um þátttöku Svav- ars í útgerð. Hún hófst 1949 er hann tók að sér framkvæmda- stjórn fyrir útgerð Hafrennings hf., en þar gerðist hann síðar með- eigandi og hefur hann verið þar í forustuhlutverki síðan. Ekki hefur Svavar farið varhluta af þeim erfiðleikum er útgerðar- menn eiga við að stríða, en staða útgerðarfyrirtækja hefur farið mjög versnandi að undanfömu. Eitt þeirra fyrirtækja sem stofn- að var til á erfiðleikaárum í Grindavík er Hraðfrystihús Grindavíkur hf. Það var stofnað 1941. Því var ætlað að vinna afla af bátum sem ekki höfðu vinnsluað- stöðu ásamt útgerð eigin báta. Hraðfrystihúsið hefur alltaf haft mikil umsvif, auk útgerðar og allra þátta fiskvinnslu hefur það annast kjötfrystingu fyrir sláturhús K.S.K. í Grindavík - og um árabil annaðist það einnig sölu matvæla. Pað hefur því náð tilætluðum árangri hvað það snertir að vera ómetanleg atvinnutrygging fyrir fjölda manns. Svavar hefur verið þar í stjóm síðan 1948 og er nú stjórnarformaður, tók við af Ein- ari Kr. Einarssyni fyrrverandi skólastjóra, sem baðst undan end- urkosningu fyrir tveimur árum. Þó að hér sé stiklað á stóru, gef- ur það nokkra mynd af því víð- fema starfi sem Svavari hefur verið falið. Eitt er þó ótalið, sem ekki má gleymast, en það er þjónusta hans við kirkju og söfnuð. Arni faðir Svavars var fyrsti org- anisti við Grindavíkjurkirkju. Það fór næstum saman að Grindavík- urkirkja var endurbyggð og flutt í Jámgerðarstaðahverfi 1909 og að Garðhúsahjónin Einar G. Einars- son kaupmaður og Olafía Ás- björnsdóttir gáfu kirkjuorgel. Árni sem þá var fluttur í byggðar- lagið var ráðinn organisti og var hann það til ársins 1950 og tók þá Svavar við því starfi og hefur verið organisti síðan. Hann er ágætlega músikalskur og söngelskur og hefur leyst þetta starf frábærlega vel af hendi. Tök hans á kirkjukórnum hafa verið umtalsverð og leikni hans á hljóð- færið sömuleiðis. Honum hefur verið annt um að hljóðfæri kirkjunnar væri gott og Auglýsing um umferð í Keflavík Að fenginni tillögu bæjarstjórnar Keflavíkur og samkv. 65. gr. umferðarlaga, er hér með ákveðið að frá og með 1. nóv. 1983 verði bið- skylda samkv. 3. mgr. 48. gr. nefndra laga á Hringbraut við Flugvallarveg. Fellur núgildandi gagnstæð regla þá úr gildi. 29. september 1983 Lögreglustjórinn í Keflavík, Jón Eysteinsson Útsvör Aðstöðugjöld Fjórði gjalddagi útsvara og að- stöðugjalda var 1. nóvember sl. Dráttarvextir eru 5% pr. mánuð. Kaupgreiðendur eru sérstaklega minntir á 30. gr. laga um tekju- stofna sveitarfélaga um sjálfs- ábyrgð á gjöldum starfsmanna sinna. Innheimta Grindavíkurbæjar. 192-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.