Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 20

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 20
Gylta með grísi sína. — Blómleg viðkoma. Það hefur verið stöðugur upp- gangur í rækjuvinnslunni. Fyrst var rækjan eingöngu soðin niður en nú er einnig farið að frysta hana. Þegar ég var á ísafirði voru rækjubátarnir tveir og eigendur þeirra norskir menn, sem bjuggu í bænum. Það eru nú stöðugt fleiri og stærri skip sem stunda þessar veiðar og aflinn hefur aldrei verið meiri en á þessu ári. - Hefur þú aldrei lagt út í út- gerð? - Jú, ég hef gert það einu sinni. Við Steingrímur í Fiskhöllinni keyptum 36 tonna bát úr Keflavík, sem mig minnir að heitið hafi Sigurfari. Pétur Víglund skipa- smiður smíðaði hann. Það var ekki við mitt hæfi að gera út og okkur Steingrími kom saman um að hætta útgerðinni og við seldum bátinn og hétum því báðir að fara aldrei í útgerð framar. Ég hef stað- ið við það, en Steingrímur gerði það nú ekki. spurning sem enginn getur svarað fullkomlega. Astandið er náttúr- lega langt frá því að vera gott. Þeg- ar ég var að alast upp þá lærði ég það á mínu heimili, hjá móður minni, að maður varð að spara til að geta eignast eitthvað. En nú er þessu snúið við, fyrst er að komast yfir hlutina og síðan á að greiða þá. Aður var sagt: „Græddur er geymdur eyrir“, en á undanförn- um árum hefur þessu verið snúið við: „Græddur er eyddur eyrir“. Þessum breytta hugsunarhætti hefur verið haldið svo hátt á lofti að ég held að það geti ekki verið til farsældar fyrir neina þjóð. Við eig- um að heimta fyrst af okkur sjálf- um og síðan eigum við að heimta einhverja sanngirni af meðbræðr- um okkar. - Er þad rétt að þú haftr verið stofnandi fyrstu rœkjuvinnslunnar á Islandi? — Nei, ég stofnaði hanaekki, en ég veitti henni forstöðu í byrjun. Það var Fiskimálasjóður sem styrkti bæjarsjóð ísafjarðar til að setja á stofn verksmiðjuna. Ég var þá einmitt nýkominn frá námi í niðursuðuiðnaði, en það nám stundaði ég í Þýskalandi, Dan- mörku og Noregi. Þetta var árið 1936 og var Guðmundur Hagalín þá forseti bæjarstjómarinnar. Síð- ar aðstoðaði ég svo við að setja á stofn rækjuverksmiðju á Bíldudal, niðursuðuverksmiðju á Akranesi og niðursuðuverksmiðju Sam- bands ísl. fiskframleiðenda við Hverfisgötu í Reykjavík. - Það eru gjöful grásleppumið hér úti fyrir landareigninni. Hafa piltarnir hér á búinu ekkert stund- að grásleppuveiðar? - Nei, það hefur nú alltaf staðið til að fá smá skektu fyrir strákana, en af því hefur ekki orðið, en það verður nú kannski úr því einhvem tíma. VETRARSKOÐUN ☆ Stilltir ventlar ☆ Stilltur blöndungur ☆ Skipt um kerti ☆ Skipt um platínur ☆ Stillt kveikja ☆ Ath. viftureim og stillt ☆ Ath. frostþol á kælikerfi ☆ Ath. þurrkur og settur ísvari á rúðusprautu ☆ Ath. stýrisbúnaður ☆ Ath. og stilltar hjólalegur ☆ Mælt millibil á framhjólum ☆ Ath. bremsuborðar ☆ Skoðaður undirvagn ☆ Borðið silicon á þéttikanta ☆ Ath. öll Ijós og stillt ef þarf ☆ Mæld hleðsla Verö kr. 1.362 m/sölusk. f. 4 cyl. bíl. Innifaliö: kerti, platínur, ísvari. Bíla- og vélaverkstæði KRISTÓFERS ÞORGRÍMSSONAR Iðavöllum 4b - Keflavík - Sími 1266 LITLI SJÓMAÐURINN: Til minningar um þá sem sóttu sjóinn frá Minni- Vatnsleysu, hefur Þorvaldur látið setja upp þessa styttu. 188-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.