Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 3

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 3
VIÐ VERTÍÐARLOK RÆTT VIÐ HILMAR MAGNÚSSON OG ODD SÆMUNDSSON UM NÝAFSTAÐNA VERTÍÐ OG FLEIRA „Það sem mér finnst einkenna þessa vertíð var einmuna ótíð einkum framan af. Þá var virkilega erfitt að stunda sjóinn. í sambandi við aflabrögð er þess náttúrlega fyrst að geta að nú sátum viö uppi með kvótaskiptingu á bolfiski í fyrsta sinn í sögunni og er því ekki að neita að mönnum varð almennt brugðið, þégar þeir sáu kvótann sinn, en hann lá nú ekki alveg ljós fyrir fyrr en nokkuð var liðið á vertíðina. Eg held að þessi vertíð sé nú tæpast vel marktæk því menn fóru almennt fremur seint af stað vegna þeirra aflatakmarkana sem talið er nauðsynlegt að beita í ár og er orsök þess kvótakerfis, sem við búum nu við. Skoðun mín er sú að það hafi ekki verið neitt minni fiskgengd í vetur en undanfarin ár og á sumum stöðum var mikið meira af fiski. Það kom mikil loðna á svæðið og henni fylgdi talsverður fiskur í nokkra daga, sem síðan dreifðist um svæðið. Manni finnst nú orðið hálf önugt að stunda sjóinn með þennan kvóta yfir höfði sér. Það er annað en skemmtilegt að standa frammi fyrir því, á miðri vertíð, að mega ekki veiða meira af einhverri ákveð- lnm fisktegund. Svo voru að koma dagskipanir um að það mætti breyta tiltekinni fisktegund yfir í aðra, það skaðaði menn mjög mikið hvemig þetta var. Þegar við vorum búnir með okkar upphaflega þorskkvóta, þá áttum við eftir 100 tonna ufsakvóta, sem við fengum síðan á tveim dögum. Þá var komið að því að verða sér úti um kvóta frá öðrum skipum, sem ýmissa hluta vegna voru aflögufær, og einnig var tíu prósentum bætt við þann þorskkvóta, sem upphaflega var úthlutað. Þama á ufsaslóð- inni vorum við svo í fjóra daga og fengum þar um 200 tonn, en fluttum þá netin þaðan yfir á þorskslóð, þrátt fyrir að ekkert lát væri á ufsaveiðinni. Þama hefðum við getað veitt mikið meira og er það nú ekki alltaf, sem maður hefur getað sagt það. I heild þá held ég nú að við Keflvíkingar megum vel við una, því að Keflavík er eina verstöðin hér í grendinni sem er með aflaaukningu miðað við vertíðina í fyrra. Fyrst og síðast legg ég svo áherslu á það að það er skipshöfn mín í heild sem á heiðurinn og sómann af velgengni okkar. Sambærilegur árangur og varð hjá okkur í vetur næst aldrei án góðrar og samhentrar skipshafinar.“ Þannig fórust Oddi Sæmunds- syni aflakóngi Keflavíkur orð, þeg- ar hann lét hugann líða til baka í vertíðarlokin eftir að hafa verið kró- aður af í Faxaviðtal ásamt Hilmari Magnússyni sameignarmanni sín- um. Þeir félagamir eiga nú og gera út tvo báta: m/b Vatnsnes KE 30 °g m/b Stafnes KE 130, sem undir stjóm Odds aflaði um 1030 tonn á vetrarvertíðinni, en fróðir menn fullyrða að Keflavíkurbátur hafi ekki náð yfir 1000 tonna vertíðar- afla síðan árið 1970. Auk bátaút- gerðarinnar reka þeir félagamir svo Fiskverkunarstöð Hilmars og Odds að Bakkastíg 10 í Njarðvík- urbæ og veitir Hilmar henni for- stöðu. Þeir sem til þekkja vita að þeir félagarnir eiga þegar að baki, þó Ungir séu, farsæla athafnasögu, Sem eftir upprif jun þeirra er í stór- um dráttum á þessa leið. Fyrstu bátakaupin >>Við hófum að gera út vorið 1970. Þá keyptum við m/b Sæfugl KE 30, 10 tonna súðbyrðing, af Asgeiri Sigurðssyni og Ragnheiði ^aldimarsdóttur." Vorið áður höfðu þeir útskrifast úr Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og reðust þá stýrimenn, Oddur á ^onina KE 2 og Hilmar á Gullvík Félagarnir, Oddur Sœmundsson og Hilmar Magnússon. KE 45. Oft segjast þeir hafa furð- að sig á því að þau Asgeir og Ragn- heiður skyldu þora að selja þeim, 20 ára strákunum, bátinn. ,,A Snæfugli stunduðum við handfæraveiðar vor og sumar en rérum með línu á vetrar- og haust- vertíð og beittum þá sjálfir. Svo var það strax haustið 1971 að við stækkuðum við okkur. Keyptum við þá m/b Gullvík KE 45 (áður Bjarma frá Dalvík) 58 tonna tré- bát, sem byggður var í Danmörku árið 1955. Keyptum við Gullvíkina af Hraðfrystihúsi Keflavíkur h/f og skuldbundum okkur til að leggja þar upp afla bátsins næstu sex ár. Segja má að þessi bátakaup hafi verið stórt stökk fyrir okkur og mikið átak, en Benedikt Jónsson, þáverandi forstjóri hraðfrystihúss- ins studdi okkur og leiðbeindi með ráðum og dáð og heyrt höfum við það eftir honum haft, að honum hafi ofboðið hve fast við sóttum sjóinn á fyrsta bátnum okkar. Sæfuglinn seldum við svo um vorið, árið 1972, en um sama leyti breyttum við um nafn á Gullvík. Höfðum við hugleitt að nefna bát- inn Bjarma, eins og hann hafði upphaflega heitið, en þegar til kom voru viss vandkvæði á að af FRAMHALD ÁBLS162 forsíðumyndin er afáhöfn aflaskipsins Stafness, Kefla- VIh. Talið frá vinstri: Oddur Sæmundsson skipstjóri, A^rnar Jóhannsson vélstjóri, Magnús Guðmundsson stýrimaður, Smári Ragnarsson matsveinn, Agnar Jóns- son háseti, Valdimar Birgisson háseti, Brynjar Sigurðs- son háseti, Sigurður Kristinsson háseti, Tyrfingur Andrésson 2. vélstjóri. Ljósm.st. Suðumesja. FAXI-135

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.