Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 32

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 32
Vorið og sumarið, allt til versl- unarmannahelgar skipta margir bílar um eigendur. Stutt og mis- viðrasamt sumar vilja flestir nota til útivistar og ferðalaga eftir bestu getu og er þá bíllinn það hjálpar- tæki sem helst er notað. Pað er því eðlilegt að fólk sækist eftir því að hafa bíl til umráða. Bíll er stöðutákn sem veitir ánægju og eikur afköst. En bfl- eignin og notkun hennar leggur líka mikla ábyrgð á herðar eigenda og notenda. Mikilvægt er að hefja bíleign á farsælan hátt, en margar hættur VERTIÐ BILAVIÐSKIPTA eru á fyrsta áfanganum fyrir unga og óreynda bflkaupendur. Verslun með notaða bfla er stór atvinnu- vegur og þangað leita undantekn- ingarlítið þeir, sem eru að eignast fyrsta bflinn. Við Suðumesjamenn höfum verið mjög heppnir með menn, sem annast þessa þjónustu og hér eru nokkrar ágætar bflasöl- ur og það er til fyrirmyndar er fag- menn fara inn í þessi viðskipti. En þrátt fyrir það og þó einkum vegna þess að sumir reyna að spara sér sölulaun til bflasalanna er full ástæða til að hvetja menn til að- gæslu og varkámi í þessum við- skiptum. í tilefni af Norræna umferðar- öryggisárinu 1983 gaf Lögreglufé- lag Gullbringusýslu út Handbók heimilisins um umferðarmál. Margt gott mátti segja um þetta framtak lögreglunnar hér, en þar koma þeir m.a. að þessum þætti mála og segja meðal annars: Kaup ogsala notaðra bíla Notaðir bflar ganga kaupum og sölum og geta slík viðskipti verið viðsjárverð. Flestir eiga viðskipti við heiðarlegt fólk sem stendur við skyldur sínar, fjárskuldbindingar og leynir ekki göllum í bflum sem það er að selja. Hinir eru þó marg- fr sem lenda í viðskiptum við óprúttna aðila sem einskis svífast, selja gallaða bfla, standa ekki í skilum með greiðslur og ganga ekki frá neinum þeim pappírum sem nauðsynlegir eru til að við- skiptin séu lögleg. Hver hefur ekki heyrt um manninn sem seldi bflinn sinn fyrir víxla sem óprúttnir og eignalausir svikahrappar gáfu út og ábyrgðust og.aldrei fengust greiddar, eða manninn sem seldi bflinn sinn á opnu afsali og var síðan með bflinn í umferð í heilt ár á trygg- ingu sinni og á sínu nafni, meðan fjöldi fólks hafði „átt“ bílinn, eða manninn sem sífellt fékk sendar sektartilkynningar á bflinn sem hann seldi án þess að hann væri umskráður, eða manninn sem keypti bflinn á opna afsalinu og fékk með honum bunka af sölutilkynningum og þurfti síðan, til að fá bflinn skráð- an á sitt nafn, að greiða fyrir eig- endaskipti og umskráningar allra trassanna sem höfðu ,,átt“ bílinn á undan honum, eða manninn sem...... Hér á eftir fara nokrar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem hyggjast kaupa eða selja notaða bfla. Skyldur viðskiptaaðila Þegar bflaviðskipti hafa farið fram skulu bæði kaupandi og selj- andi tilkynna það strax til lögreglu- stjóra þess umdæmis sem bíllinn er skráður í. Ef kaupandinn er bú- settur í öðru umdæmi skal hann jafnframt tilkynna lögreglustjóra þar um eigendaskiptin. Pá skal bíllinn skráður að nýju í umdæmi kaupanda. Bifreiðaeftirlit ríkisins annast þessi mál fyrir hönd lögreglu- stjóra og tekur við sölutilkynn- ingum. Sérstaklega skal hér bent á ólög- legan viðskiptamáta sem talsvert hefur tíðkast undanfarið en það eru kaup og sala bfla á svonefndu ,,opnu afsali“. Fólk skal sérstak- lega varast að taka þátt í slíkum viðskiptum. Þegar slík viðskipti fara fram þá fylgja gjaman nokkr- ar sölutilkynningar bflnum vegna ófrágenginna kaupa fyrri eigenda. Þegar umskrá þarf slíkar bifreið- ir lendir fólk strax í miklum erfið- leikum því greiða þarf umskrán- ingargjald af hverri ófrágenginni sölu fyrir sig, auk þess sem erfitt er að fá umskráningarheimildir því sjaldnast fylgja veðbókavottorð við frágang slíkra viðskipta. TAKIÐ EKKI ÞÁTT í SLÍK- UM VIÐSKIPTUM. Gerið aldrei bílaviðskipti nema veðbókarvottorð liggi fyrir. Það má aldrei vera eldra en þriggja daga þegar umskráning eða eig- endaskipti fara fram. Gangið frá tryggingum bflsins áður en þið akið af stað á nýkeypt- um bfl. Látið ekki ykkar bfl af hendi fyrr en kaupandinn hefur gengið frá sínum tryggingum á bflnum. Athugið vel útgefendur og ábyrgðarmenn á víxlum og skulda- bréfum. Gangið strax frá skráningu bfls- ins og dragið það ekki því það verður fyrirhafnarmeira síðar. ENN VELDUR ÖUÐ BÖLI Mikið hefur verið rætt og ritað um Olfrumvarpið, sem alþingis- menn pexuðu um í vetur. Ölmálið er eitt fárra mála sem ekki fær á sig pólitískan blæ í meðferð Alþingis. Þar hafa alltaf verið menn í ýmsum flokkum, sem hafa viljað vera í björgunarliði gegn vínflóðinu. Vín og vímuefni, af mörgum gerðum, geisa nú yfir flestar þjóðir heims og valda verra tjóni en fellibyljir. Náttúruöflin ráðum við ekki við og mannvirki sem þau kunna að laska er gert við - þau eru bara úr tré eða grjóti. En það flag eymdar og eyðileggingar sem vímuefni skilja eftir sig verður sjaldan rækt- að að nýju - það er andleg og líkamleg hrelling þeirra ógæfu- manna sem ánytjast hafa ávana- og fíkniefnum. Reynsla sænsku þjóðarinnar af áróðursbrögðum þeirra er heimt- uðu sterka ölið 1965 varð sænskri æsku dýrkeypt - eins og fram kem- ur í sænsku blaði 24. febrúar s.l. í grein eftir kunnan doktor í félags- lækningum, Gunnar Ágren í Stokkhólmi - en hann segir að hörmulegar afleiðingar barna- og unglingadrykkju á milliölsára- tugnum séu nú að koma í ljós. Eins og margir muna leyfðu Svíar fram- leiðslu og sölu svonefnds milliöls á árunum 1965-1977. -Á þeim árum jókst drykkja bama og unglinga gífurlega og meðalaldur þeirra sem byrjuðu áfengisneyslu fór sí- lækkandi. - Sænska þingið, sem leyft hafði framleiðslu og sölu þessa varnings 1965, bannaði hvort tveggja 1977 að fenginni dapurlegri reynslu og þurfti ekki þjóðaratkvæði til. Síðan hefur drykkja unglinga minnkað með ári hverju og meðalaldur þeirra sem hefja að neyta áfengis hækkað verulega. Afleiðingar öldrykkjunnar, sem dr. Gunnar Ágren minnist á, em einkum heilaskemmdir. Þær ger- ast nú miklu tíðari meðal fólks á þrítugsaldri en verið hefur, eink- um þó meðal þeirra sem komnir eru undir þrítugt. Einkennin em minnisleysi og ýmsar taugatruflan- ir. Lifrarmein (skorpulifur) og heilablæðingar koma nú oftar fyrir í þessum aldursflokkum en fyrr. Svíar sjá þó fram á betri tíð að áliti dr. Gunnars. - Eins og fyrr segir drekka unglingar nú æ minna og byrja seinna en áður var og munu þessar hörmungar væntan- lega ganga yfir á álíka mörgum árum og milliölsdrykkjan stóð. Dr. Gunnar Ágren telur að til að draga, svo að um muni, úr tjóni af völdum drykkju þurfi að koma til auknar hömlur á dreifingu þessa vímuefnis og jafnvel skráning áfengiskaupa á nafn. Hörmuleg reynsla Svía er með svipuðum hætti og flestra annarra bjórþjóða, en þeir höfðu bæði vit og kjark til að viðurkenna það glappaskot, sem þeir gerðu 1965 og voru menn til að bregðast rétt við vandanum. Þeirra reynsla ætti að vera okkur leiðarljós þegar rætt er um sterka ölið. JT- 164-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.