Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 13

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 13
18. LANDSMÓT UMFÍ Hinn 13. júlí n.k. verður 18. landsmót U.M.F.f sett á íþrótta- vellinum í Keflavík. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta mót hér á Suðumesjum og bæjarfélögin hafa staðið fyrir ýmsum framkvæmdum vegna mótsins eins og íbúar Keflavíkur og Njarðvíkur hafa örugglega tek- ið eftir. Mikið starf hefur einnig verið unnið á vegum landsmóts- nefndar við skipulagningu mótsins °g geysimikil og tímafrek vinna er framundan fram að móti. Landsmótsnefndin hóf störf fyr- *r rúmu ári síðan en fyrsti fundur hennar var haldinn 16. febrúar 1983. Síðan hafa verið, þegar þetta er ritað, haldnir 27 formlegir fund- >r auk margra annarra með ýmsum aðilum sem nefndin hefur leitað til. Landsmótin sem stundum hafa veri nefnd „Ólympíuleikar ís- lands" eru orðin m jög viðamikil og keppt í fjölda íþróttagreina. í gegn- um tíðina hafa mótin sífellt aukist að fjölbreytni og nýjar greinar ver- >ð teknar inn til sýninga og keppni. A mótinu í sumar verður keppt í 10 'þróttagreinum auk starfsíþrótta. Þessar greinar eru: frjálsar íþrótt- •r, sund, glíma karla, blak karla, borötennis, knattspyrna karla, handknattleikur kvenna, körfu- knattleikur karla, skák og júdó karla. Þær greinar starfsíþrótta sem keppt verður í eru: lagt á borð, hestadómar, starfshlaup, dráttar- vélaakstur, jurtagreining og línu- beitning. Dagskrá mótsins hefur verið mótuð í meginatriðum. Keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verður 1 gangi frá kl. 9 á morgnana til kl. 6 a daginn og fer keppnin fram á allt að 8 stöðum í einu. Á laugardags- kvöld verður kvöldvaka í íþrótta- húsi Keflavíkur með íþróttasýn- 'ngum og skemmtiatriðum. Á hátíðardagskrá á og dansleikir verða öll kvöldin. Lað hefur stundum heyrst að landsmótið hljóti að vera mikill gróðavegur og jafnvel að ung- mennafélögin séu að halda mótið e,ngöngu í hagnaðarskyni. Hér er mikill misskilningur á ferðinni. Pau landsmót sem haldin hafa verið á undan þessu hafa fæst skilað veru- legum hagnaði og á sumum reynd- ar orðið stórfellt tap. Kostnaður við mótshald sem þetta leynir á sér °g óvissuþættimir eru margir. En vissulega er ávinningur af landsmótshaldinu og hann er að sunnudag verður Iþróttavellinum mínum dómi fyrst og fremst tví- þættur. í fyrsta lagi sú félagslega vakning sem verður í þeim félög- um sem mótið halda og reyndar í allri ungmennafélagshreyfingunni og í öðru lagi sú uppbygging íþróttamannvirkja sem á sér stað fyrir mótin. Á landsmótinu í sumar er von á mörgum góðum gestum. Þar skal fyrst nefna forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur sem að öllum lík- indum mun verða viðstödd setn- ingarathöfnina. Heiðursgestur mótsins verður Porsteinn Einars- son fyrrverandi íþróttafulltrúi. Þá mun koma hingað danskur fim- leikaflokkur sem mun sýna á mót- inu og' einnig munu væntanlega mæta fulltrúar frá færeysku ung- mennahreyfingunni. Síðast en Sigurbjörn Gunnarsson. ekki síst skal nefna hina fjölmörgu keppendur, forystumenn og áhorfendur alls staðar af landinu sem samtals gætu orðið um 10.000 talsins. Eins og áður sagði er mikið undirbúningsstarf enn framundan. Má þar nefna tímasetningu dagskrár, móttöku og úrvinnslu þátttökutilkynninga, undirbúning sölustarfsemi, útvegun keppnis- áhalda og auglýsingastarfsemi svo fátt eitt sé nefnt. Til að auð- velda þennan undirbúning hefur landsmótsnefnd opnað skrifstofu að Hjallavegi 2 (félagsheimilið Stapi) og er hún opin frá kl. 13 - 18 alla virka daga og síminn er 1596. Að lokum vil ég hvetja alla Kefl- víkinga og Njarðvíkinga til að sam- einast um að hér verði haldið glæsilegt landsmót 13. - 15. júlí í sumar. Sigurbjörn Gunnarsson. íþróttasvœðið í Keflavík hefurfengið mikla lagfæringu ogernú talið eitt allra fegursta og fullkomnasta íþróttasvœði landsins. NJARÐVÍK Útsvör og aöstööugjöld 5. og sfðasti gjalddagi útsvars og aðstöðugjalds er 31. maí. Vinsamlegast gerið skil svo komist verði hjá frekari innheimtuaðgerðum, forðist óþægindi og aukakostnað. Bæjarsjóöur - innheimta FAXI-145

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.