Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 14

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 14
Ajrek unninfyrir þroskahefta Við sem erum vel við aldur munum flest okkar eftir niðursetn- ingum, jafnvel á heimilum okkar. Æska okkar þekkir varla þetta hugtak. Það var sveitarómagi, per- sóna, sem hreppsyfirvöld komu einhvers staðar fyrir til dvalar og umönnunar og borguðu fyrir. Ymsar ástæður gátu legið til þess að leita þyrfti umsjár sveitar- félags og sumar beiskar. Okkar þroskaða og að jafnaði jákvæða þjóðfélag hefur gert marga góða hluti til að koma til móts við það fólk sem þarf að leita til hins opinbera - grætt mörg sár sem áður sviðu sáran. Stundum heyrir maður talað um að illa væri farið með sveitarómaga en oftar held ég að þeim hafi verið sýnd nærgætni og skilningur. Mjög stór hópur þessa fólks var á ein- hvern hátt þroskaheft til líkama eða sálar og stundum hvort tveggja. í þeim tilvikum var vafa- laust oft erfitt að ná skilnings- tengslum og því erfitt að gera eins vel og hugur stóð til af hálfu þeirra er önnuðust shka sjúklinga, hvort heldur var í heimahúsum eða á hælum. Það er ekki fyrr en h'ða tekur á þessa öld, að verulegar úr- bætur eru gerðar fyrir þroskahefta og þar með létt þungum áhyggjum af mörgum heimilum og foreldrum sem voru harmi slegin yfir elsku- legu barni, sem var mjög vanbúið til átaka við stefnumið okkar kröfuharða mannlífs. Mikill og margvíslegur árangur hefur náðst af starfi einstaklinga og stofnana, sem fara með málefni þroskaheftra. Það er t.d. með ólíkindum hvað sumir foreldrar - einkum mæður - hafa getað bætt hag þroskaheftra barna sinna. Sjálfsagt hefur það alla tíð verið svo, en með tilkomu sérhæfðra stofnana og sérmennt- aðs starfsfólks var rofið skarð í þann vegg sem aðskildi þroska- hefta og hina full frísku athafna- sömu þjóð okkar. Það hefur verið leitast við að þroska þá hæfni sem hinn vanheili hefur búið yfir og finna honum starfsvettvang og gera hann að ábyrgum, nýtum þjóðfélagsþegni eftir því sem föng eru á. Afköst eru eðlilega misjöfn en mikilvægast er að með þessum hætti fær hlutaðeigandi að njóta þeirrar hamingju að starfa og þess að vera einhvers metinn. Tjaldið hefur verið dregið frá bæði í óbeinni og beinni merkingu. Það er stöðugt vaxandi skilningur á því að á sviði þeirra þroskaheftu búa ýmsir eiginleikar sem löngum voru ónýttir vegna þekkingar- skorts hinna heilbrigðu, vegna þess að hið gráa tjald fordóma og ömurleika var ekki hreyft. Svo er það hið fádæma afrek Leikfélags Sólheima í Grímsnesi, sem að undanförnu hefur sýnt Líf- myndir víða um land og hélt síðan í leikför til Norðurlanda og munu sýna Lífmyndir í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð. Lífmynd er samin og æfð af tveimur starfsmönnum Sólheima, þeim Halldóri Kr. Júlíussyni, for- stöðumanni og Magnúsi Magnús- syni, sem einnig er leikstjóri. Leikritið er látbragðsleikur í 14 atriðuin. Leikarar eru 13 í 40 hlut- verkum, flest vistmenn á Sólheim- um. Sýning þessi er fyrst og fremst fyrir aðstandendur þroskaheftra svo og aðra þá sem skilning og stuðning vilja veita þessu athyglis- verða framtaki þeirra Sólheima- manna. Þá tel ég ástæðu til að vekja athygli á Tímaritinu Þroska- hjálp en í síðasta hefti þess er, meðal annars efnis: Frásögn dr. Gyðu Haraldsdótt- ur af námskeiði, sem haldið var hér á landi s.l. haust og fjallaði um örvun ungra þroskaheftra barna. Leiðbeinandi á námskeið- inu var Cliff Cunningham frá Eng- landi. Þá birtust í ritinu tvö af þeim erindum sem flutt voru á Lands- þingi Þorskahjálpar s.l. haust. Er- indi Jóhanns Guðmundssonar um réttindagæslu þroskaheftra og er- indi Láru Björnsdóttur um lang- tímavistun - heimili. Margrét Margeirsdóttir, deild- arstjóri í félagsmálaráðuneytinu var tekin tali um nýsett lög um málefni fatlaðra og ýmislegt þeim tengdum. Viö hjónin þökkum öllum ættingjum og vinum góðar gjafir og árnaðaróskir á 60 ára afmælimínu 12. maí s.l. Guðs blessun fylgi ykkur. Zakarías Hjartarson HAGKAUP NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF S UMARFA TNAÐI HAGKAUP Njarðvík,sími 3655 Af öðru efni má nefna fasta þætti s.s. Raddir foreldra- Á léttu máli og Hirt úr blöðum. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og er til sölu á skrif- stofu Landssamtakanna Þorska- hjálpar, Nóatúni 17, 105 Reykja- vík. Þó að vistfólk á heimilum þroskaheftra hafi, af ýmsum ástæðum, ekki náð því að verða fullkomlega samferða því fólki, sem talið er alheilbrigt, er margt vistmanna fjölhæft og hefur góða sköpunargáfu - iðnverk og list- sköpun þeirra ber því vott og frá- sagnargleði hefur þetta fólk í rík- um mæli. Sýnishorn eftir Sigmund Viggósson fer hér á eftir. Sigmundur Viggósson. Stutt ferðasaga Eg fór í skemmtiferð einn sunnudag með mömmu og fjölda af öðru fólki. Valgarð ók einni rút- unni. Farið var beint til forsetans að Bessastöðum, kirkjan skoðuð og forsetinn talaði nokkur orð og við sungum sálminn ,,Ó, þá náð að eiga Jesú“, og svo „ísland ögrum skorið“. Síðan var haldið upp í Árbæ og skoðuð kirkjan og gamalt hús. Veðrið var dásamlegt, en sumir voru að verða svangir á leiðinni í Þórskaffi, því ekið var um Lang- holtið og það er löng leið, svöng- um mönnum. Maturinn var fínn og ljósin sner- ust eins og norðurljós. Tveirstrák- ar skáru kjötið og það tók nú tím- ann sinn að skammta öllum hópn- um. Halli og Laddi skemmtu og stelpur dönsuðu svo að pilsin þeyttust upp í mitti. Hljómsveitin spilaði og allir borðuðu eins og þeir gátu og drukku gos. Svo var farið heim eftir vel heppnaða ferð og þá var klukkan orðin 10. 146-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.