Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 25

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 25
helgar. En svo breyttist þetta árið 1940, þegar stríðið var byrjað og Bretarnir komu og síðan Banda- ríkjamenn. Við komumst hér fljótlega í samband við breska yfirmenn og sýndum þeim hvað við gætum boð- ið upp á í bíóinu og voru þeir alveg í sjöunda himni yfir því. En þrátt fyrir aukna aðsókn í kjölfar hernámsins, var reksturinn samt erfiður og Asberg sá að það var ekki grundvöllur fyrir að reka hér tvö bíó sem væru í samkeppni, þess vegna vildi hann samkomulag við okkur og hann vildi fá okkur í félag við sig. Ég vildi það ekki fyrst í stað, en aftur á móti var Friðrik strax tilleiðanlegur. Það var svo einhverju sinni að ég kom inn í búð til Asbergs, því þrátt fyrir sam- keppnina var ég ekkert fomumað- ur við hann þannig lagað. Fórum við þarna að ræða saman og segir hann við mig: ,,f>ú ert að gera vit- leysu. Þú ættir heldur að ganga í félag við mig og ég þori að ábyrgj- ast að þú skalt hafahagnað af því.“ Þá fór ég nú að ræða þetta nánar við hann og sá að þetta var tóm vitleysa eins og það var, því ég hafði ekkert bolmagn til að drífa þetta áfram einsamall. Niðurstaðan varð svo sú að við gengum í félag við Ásberg um bíó- reksturinn og ákvaðum að kaupa nýjar sýningavélar í ,,Ungó“ en gömlu sýningarvélarnar seldum við upp í Borgames og er mér kunnugt um, að þeir sem keyptu þær þénuðu vel á bíórekstrinum þar. Þessi sameiginlegi bíórekstur °kkar stóð svo þarna í nokkur ár. Svo kom að því að Ásberg fór að byggja Bíóhöllina við Flafnargötu °g bauð hann okkur að gerast eignaraðilar í því fyrirtæki, en það var að svo litlu leyti að ég þáði það ekki. Þegar svo bíóreksturinn hófst í ámað heilla. ZAKARÍAS HJARTARSON yfirtollvörður sextugur Laugardaginn 12. maí varð Zakarías Hjartarson yfirtollvörð- ur sextugur. Vegleg afmælisveisla var haldin á Glóðinni, þar sem saman voru komnir á annað hundrað manns, og sýnir það best hvað vins'æll og vinamargur hann er. Zakarías er fæddur í Stykkis- hólmi sonur hjónanna Kristrúnar Zakaríasdóttur og Hjartar Guð- mundssonar kaupmanns. Zakarí- as og kona hans Ester Guðmunds- dóttir flytjast til Keflavíkur 1951. Hann gerðist verkstjóri hjá verk- takafyrirtækinu Hamilton, en nokkru síðar skrifstofumaður hjá Olíufélaginu h.f. á Keflavíkurflug- velli. Líklega hefur kaupmaðurinn blundað í huga hans, hann kaupir verslunina Kyndil ásamt öðrum og rekur hana um nokkurt skeið en selur síðan. Það er um áramót 1963 sem Bíóhöllinni hættum við að sýna í ,,Ungó“ og þar með var ég hættur bíórekstri, en gerðist fyrsti sýning- armaðurinn hjá Ásberg í Bíóhöll- inni. Á þeim grundvelli stóð svo samstarf okkar Ásbergs, traust og gott, meðan báðir lifðu. Bíóhöllin var tekin í notkun einhvern tíma skömmu eftir stríð. Þá var farið að NJARÐVIK Fastelgnagjöld SÍÐASTIGJALDDAGIFAST- EIGNAGJALDA VAR 15. MAl'. Bæjarsjóður - innheimta .. ámað heilía... ámað heilla... hann gerist ríkisstarfsmaður og tekur við starfi tollgæslumanns við bæjarfógetaembættið í Keflavík. Það er mikill vandi að vera toll- vörður, vera heilsteyptur, fara eft- ir lögum og reglum, en geta líka verið mannlegur því óhjákvæmi- lega koma atvik sem erfitt er að segja hvað má og ekki má. Þar held ég að Zakaríasi hafi tekist hinn gullni meðalvegur, en enginn skyldi halda það að auðvelt sé að reyna að plata hann í starfi, í slík- um tilfellum hefur hann ákveðnar skoðanir hvernig taká beri á mál- um. Starf tollvarða er margbreytilegt í misjöfnum veðrum við hafnir, ferðir í skip á rúmsjó, oft við erfið- ar aðstæður. Til slíkra starfa þarf hraustmenni sem Zakarías er. Zakarías er mikill Keflvíkingur þó ekki sé hann innfæddur. Hann hefur starfað í mörgum nefndum fyrir sitt bæjarfélag, honum er annt um velferð bæjarins. Hann hefur verið formaður í Tollvarða- félagi íslands og í stjórn þess um árabil. Fljótlega eftir að Zakarías og Ester fluttu til Keflavíkur tókst með okkur vinátta sem varð traustari með hverju árinu sem leið. 1970 keyptu nokkrir Rotary- menn jörðina Krumshóla í Borg- arfirði og hefur hún verið notuð sem sumardvalastaður síðan. Frá upphafi höfum við verið saman þar í sumarleyfum. Fyrir þær mörgu ánægjustundir viljum við Kristrún þakka ykkur hjónum og fjölskyldu ykkar um leið og við óskum ykkur innilega til ham- ingju, einnig með hið nýja heimili sem þið eruð nýlega flutt í við Suð- urgarð. Jóhann Pétursson. sýna á hverju kvöldi og fljótlega þar á eftir 2-3 sýningar á sunnu- dögum. Gumminó var sýningar- maður Ásbergs meðan hann rak bíóið í ,,Verkó“ og sýndi svo þar áfram eftir að nýir aðilar tóku við bíórekstrinum þar. Ég sýndi aldrei í ,,Verkó“ - nema þá nokkrar sýn- ingar í forföllum. í Bíóhöllinni var ég svo sýning- armaður allar götu þangað til ég varð fastráðinn starfsmaður á Keflavíkurradíói og hafði ég þá fengist við bíósýningar í 36 ár. Árni Sigurðsson heitir maðurinn sem tók við sýningarstarfinu af mér í Bíóhöllinni og sýnir hann þar enn. Niðurlag í næsta blaði. BARNAMYNDATÖKUR BRÚÐARMYNDATÖKUR SKÍRTEINIS-, PASSA- OG SKYNDIMYNDATÖKUR MYND ER MINNING Ljósmyndastofa Suðurnesja Hafnargötu 79 - Sími 2930 FAXI-157

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.