Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 17

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 17
Kvöldvaka Keflvíkinga Eitthvert kvöldið í lok þessa mánaðar œtla Keflvlkingar að annast kvöldvöku. í tilefni þess náðu Útvarpstiöindi tali af Helga S. Jónssyni, kaupmanni í Keflavík, og spurðu hann spjörunum úr um tilhög- un kvöldvökunnar. En Helgi mun standa franmrlega í fólagsmálum þessa kornunga kuupstaðar og vera einn þelrra, er að vök- unni standa. Hverjir standa að Keflavíkur-vökunni og hvað kemur til þessarar tilbreytni í út- varpinu okkar? spyrjum vér Helga. Keflavíkur-vakan er flutt á vegum Hyggðasafns Keflavikur, svarar hann. En byggðasafnlð var stofnað fyrir nokkrum ^rum i þeim tilgangi að safna og varðveita hvers konar sögulegar minjar viðvikjandi t>i’óun byggðarlagsins, sögu þess og for- tíöar. Jún Tómutson shnstöðvarstjóri L Nýlega (1. april s. 1.). hefur Keflavik öðl- ast bæjarróttindi og aö nokkru leyti 1 tll- efnl þess, varð til hugmyndin um kvöld- vöku 1 útvarpinu. Það kann að orka tví- mælis, að efni sem eingöngu er bundlö ein- um bæ, eigi almennt erindi til hlustenda, en okkur finnst Keflavík svo merklleg um marga hluti, aö það réði úrslitum. Aö visu er þetta til að auka kynni milii annarra þorpa og bæja og seint er of mikiö af þvi. Viövlkjandi efni kvöldvökunnar, kvað Helgi það verða nokkuö fjölbreytt, skiptast á erindi, upplestur og söngur — allt heima- tilbúið ,og álitu þeir það vera nokkurn kost og gefa sannari mynd af Keflavík, enda þótt margt hefði betur farið hjá fær- ari mönnum. Jón Tómasson, símastjóri, fiytur upp- hafserindi, sem hann nefnir , Keflavík 1 126 Útvarpstíðindi dag", og gefur nafnið nokkuð til kynna efni erindisins. Það íjallar um menningar- legt og efnahagslegt ástand þorpsins, sem í ráði er aö við höfum eigin þul eftir að vakan hefst, en þar ræður útvarpið sjálft mestu um — ekki ber að skilja þetta svo, að okkur finníst ekki þulir útvarpsins góð- ir — heldur var þá ráðgert að það yrði kven-þulur, Agnes Jóhannsdóttir, scm nú stundar leiknám i Reykjavík. Og hvernig segir ykkur svo hugur um, að takast muni, spyrjum við Helga að lokum. Hvernig þetta Keflavikur kvöld tekst, hvort það verður til fyrirmyndar eða skammar, það vitum viö ekki, en við reyn- um að gera þetta eins vel og við getum. ■+ Útvarpshlustendur munu áreiðanlega fylgjast af áhuga með kvöldvöku þeirra nú er orðið að kaupstaö. Valtýr Guðjóns- son, formaður rafveitunnar, flytur erindi, sem hann nefnir „Sagnir af Suðurnesjum", það eru þjóðsögur byggðarlagsins, tengdar eigin athugasemdum og hugleiðingum. Þriðja erindið er um hinn velþekkta Kefla- víkurflugvöll, hvernig dagleg starfsemi fer þar fram og annað sem máli skiptir um þennan stað sem mikilvæga umferðamið- stöð. Þetta erindi er flutt af Helga S. Jór.s- syni. Þá mun Kristinn Pétursson, bóksali, ílytja nýtt kvæðl, sem hann hefur ort um Keflavík, og Gunnar Eyjólfsson, leikari, les upp ljóðið um Stjána bláa, ásamt for- mála um þennan velþekkta Keflviking. Á milli atriðanna verður svo söngur og músik. Fjórar stúlkur, þær Guðný Ragn- arsdóttir, Gauja Magnúsdóttir, Jóhanna Kristinsdóttir og Guðbjörg Þórhallsdóttir, syngja nokkur lög, eins og þær syngja við eldhúsborðið heima hjá sér og stundum á skemmtunum félaganna helma fyrir. Þeir Ágúst Pétursson og Baldur Július- son leika á harinoniku, báðlr saman og hvor i sinu laei. V.allýr Guðjónsson forstjóri Keflvikinga, skemmtilegri tilbreytni í dag- skránni, og vonandi koma íleiri bæir ó eftir. þessum þætti fullnægt. Hann benti á að einstaklingar ættu stærstan hlut í fegrun bæja og kvaðst vera sannfærður um að Keflvíkingar yæru ekki eftirbátar annarra í þeim efnum, það sýndu fjölmargir einkagaröar og margháttað fram- tak til fegrunar. Varðandi um- radda skemmdarfýsn vildi Tómas meina að þar væru allir undir sömu sök seldir. Við eldri hefðum ekki ínnrætt börnum okkar og ungling- um nægjanlega að bera virðingu fyrir eignum annarra- ríkis, bæjar °g einstaklinga. Hann kom síðan víða við um fegrun og uppbygg- mgu bæjarins m.a. miðbæjar hug- mynd Páls Bjamasonar, arkitekst, sem væri í athugun, gat um uhersluþátt Steinþórs Júlíussonar, hæjarstjóra um mikilvægi grænna svæða í bænum og fegrun þeim tengd. Þórir Maronsson aðstoðaryfir- tögregluþjónn, taldi að umhverfis- vöndun með þrýstingi lögreglunn- ar væri ekki að sínu skapi. Pað yrði að koma innan frá, sem hann taldi hafa lagast mikið á síðustu áram. Úvatti til að menn fengju sér og l®su lögreglusamþykkt Keflavík- urbæjar. Það væri m.a. bannað að hrjót gler á almannafæri. Oftast væri þar um að ræða hópaðgerðir, sem erfitt væri við að eiga af fá- mennri lögreglu. Skort á götu- lögreglu, að mati frummælenda, taldi hann stafa af fjárskorti. Lög- sagnarumdæmið væri allt Reykja- nesið sunnan Hafnarfjarðar að frátöldum Keflavíkurflugvelli og færi lítið fyrir 6 mönnum á vakt á öllu því svæði. Steinþór Júlíusson bæjarstjóri, taldi að Hafnargatan yrði ekki miðbær Keflavíkur - þar vantaði allt skipulag, gatan mjó og þar væru gömul og ný hús, sum illa hirt og önnur stæðu lengi hálfbyggð. í næsta nágrenni við Hafnargötuna væru hins vegar ýmsir möguleikar fyrir miðbæ. T.d. væri vel hugsan- legt að gera gamla barnaskólanna að viðhafnar ráðhúsi. Suður af honum er ágætis autt svæði sem gæti verið opið torg en báðum megin mætti byggja virðuleg hús, sem mundu skýla opnu svæði og mætti á nokkrum árum byggja þar upp skemmtilegt umhverfi. Því næst ræddi hann um miðbæjar hugmynd þá er Tómas gat um og taldi að á næstu 10 árum ætti að láta þá draumsýn verða að veru- leika. Sigurður Þorkelsson skóla- stjóri Holtaskóla tók næstur til máls. Hann taldi að tillaga Jóhanns Péturssonar um að taka einn tíma á mánuði til kennslu í umræddum umgengnisháttu, kæmi vart til greina vegna kostn- aðarauka er það leiddi af sér. Hins vegar taldi hann að þessi mál væru oft rædd t.d. í samfélags- fræðitímum. Hann hélt því fram að umgengni unglinga hér væri yfirleitt ágæt, ef samanburður væri gerður við hliðstæða staði. Ohöpp gætu þó alltaf átt sér stað, sem ekki væri við ráðið. Varðandi flöskubrot og slík óþrif á götum væri að mestum hluta eldri borgurum um að kenna. Böm og unglingar á skólaaldri söfnuðu frekar flöskum og seldu, en þegar unga fólkið færi að vinna fyrir launum yrði það kærulausara fyrir verðmæti glersins. Kristinn Reyr skáld og heiðurs- félaga í Rótaryklúbbnum tók síð- astur til máls. í tilefni af ný af- stöðnu 35 ára afmæli Keflavíkur- bæjar rifjaði hann upp að þau þáttaskil er hreppsfélagið varð að bæjarfélagi hafi vakið áhuga og eldmóð margra mætra manna í byggðarlaginu um að koma Kefla- vík myndarlega á „stall" meðal virðulegra bæjarfélaga. Tóku þeir Helgi S. að sér það verkefni að gera Keflavíkurvöku er flutt var í Ríkisútvarpinu, áður en Keflavík- urbær varð mánaðargamall og kom þar allmargt Keflvíkinga við sögu. En það sem meira var - Keflavík varð fyrsta bæjarfélagið, sem flutti slíka vöku á öldum ljós- vakans, en síðan hafa mörg þeirra komið á eftir. Hann þakkaði fund- armönnum og öðrum Keflvíking- um fyrir góð samskipti á liðnum árum. Fundarboðendur voru ánægðir með þátttöku í umræðum. Þar voru reifaðar ýmsar hugmyndir og tekið á mörgum vandamálum, sem vaxandi bær á við að stríða. Sitt- hvað var upplýst sem áður var mörgum óljóst. Hugmynd bæjar- stjóra um að gera gamla bama- skólann að viðhafnar ráðhúsi er fersk og skemmtileg. Skólinn sem byggður var árið 1911 er mjög virðuleg bygging. Þar hefur verið lagður grunnur að uppfræðslu og uppeldi Keflvíkinga næstum frá byrjun skipulagðar lögbundinnar fræðslu í Keflavík. Húsið var byggt af mikilli smekkvísi og stórhug og geymir mætar minningar flestra þeirra er hér hafa alist upp og enn lifa. Þrátt fyrir að flestir fundar- manna og ræðumenn hafi verið þeirrar skoðunar að hér hafi vel til tekist um vöxt og viðgang bæjar- ins, var það greinileg ósk allra að bærinn okkar mætti verða fallegri og betri bær. Samantekt J.T. FAXI-149

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.