Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 5
1. maí - dagur verkalýðsins Dagskrá 1. maí var íjölbreytt að vanda víðast hvar á Suðurnesjum. í Keflavík standa mörg samtök að 1. maí-nefnd, en þau eru: Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágTennis, Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps, Verslunarmannafélag Suður- nesja, Starfsmannafélag Suður- nesjabyggða, Iðnsveinafélag Suðurnesja, Vélstjórafélag Suð- urnesja og Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar. Hvassviðri og kuldi dró vafa- laust úr þátttöku í kröfugöngu, en safnast var saman við Víkina kl. 13.00 og gengið í Félagsbíó með Krófuganga verka- lýðsfélaganna leggur af stað. Fremst á myndinni sést 'Ihiusti Óskarsson bera fé- lagsfána Verkalýös- og sjómannafélags Keflavíkur og ná- grennis. Það hefur hann gert I kröfu- göngu 1. maí í fjölda mörg ár. Þad þarf hratístan mánn til þess, einkum þegar veður er hvasst. Lúðrasveit Tónlistarskólans f Keflavfk stillir hIjóðfœri sín og býr sig undir að veita forystu kröfugöngu Verkalýð- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis 1. maí. Sveitin er skipuð mönnum á öllum aldri — einkum þó ungum mönnum. Stjómandi er Jónas Dagbjarts- son, kennari við skólann. Hann er nœst fremstur — með derhúfu, er með hlásturshljóð- fœri við varir oggefur takt- merki með hendi. Til hans horfir Kjartan Már Kjartans- son, skólastjóri Tónlistarskól- ans og nokkru aftar stendur Siguróli Geirsson, söngstjóri, en hann kennir einnig við skólann. Hjólbarðavertíðin í algleymingi. Snör handtök og traust vinna er kjðrorð þeirra ú hjól- barðaverkstœðinu við Aðalstöðina. Á myndinni eru frú vinstri Einar Jónsson, Jakob Jónsson og Bjami Valtýsson. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík í broddi fylkingar. Þar setti Sigurbjörn Björnsson, starfs- maður V.S.F.K. fund og flutti ávarp. Fól síðan Margréti Sigurð- ardóttir fundarstjórn. Þar næst flutti Karl Steinar Guðnason, þingmaður ræðu dagsins. Stutt ávörp fluttu Jón Hjálmarsson, formaður V.S.F.G. Jósef Borgar- son, formaður Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða og Karl Georg Magnússon, formaður Iðnsveina- félag Suðurnesja. Þá voru þarna ýmis skemmtiatriði t.d. söng Fjóla Ólafsdóttir, sópransöng- kona og tónmenntakennari nokk- ur alþýðulög við undirleik Þór- hildar Björnsdóttur, píanóleikara. Ólafur Gunnlaugsson, hinn góð kunni skemmtikraftur úr Sand- gerði flutti gamanmál og söngtríó Litla leikfélagsins í Garði tók lag- ið. Þá voru þrír aldraðir félagar heiðraðir — þeir eru Benedikt Jónsson, fv. formaður Vélstjóra- félags Keflavíkur, Björgvin Arna- son fv. formaður Starfsmannafé- lags Keflavíkurbæjar og Helgi Jónsson sem gengt hefur trúnað- arstörfum hjá V.S.F.K. í fjölda ára. Fyrir yngstu kynslóðina var ókeypis kvikmyndasýning í Nýja bíói, og að lokum kvöldfagnaður og dans í Veitingahúsinu Glaum- bergi við Vesturbraut í Keflavík. J.T. FAXI 129

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.