Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 27

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 27
X-B Framsöknarflokkur Bjarni Andrésson Ég vil í þessari grein gera stuttlega grein fyrir þeim málum sem framsókn- armenn munu beita sér fyrir á næsta kjörtímabili. Við viljum gera stórátak I æskulýðs- og íþróttamálum. Að þar verði hvergi slakað á. Að sköpuð verði sú aðstaða að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Það er fjárfesting sem skilar sér margöfld til baka. Með tilkomu læknis með búsetu í Grindavík munum við beita okkur fyrir byggingu heilsugæslustöðvar, það telj- um við brýna nauðsyn. Einnig munum við áfram styðja félagasamtök þau sem standa að byggingu heimilis fyrir aldraða. Áfram mun verða unnið að uppbygg- ingu hafnarinnar og þá sérstaklega smábátahafnar, sem vantar tilfinnan- lega. Staðið mun verða að varanlegri gatnagerð á svipaðan hátt og á síðasta kjörtímabili, þ.e. að gert verði eitt stórt átak á næstu fjórum árum, því þannig er hagkvæmast að vinna. Eins og öll sveitafélög með einhæft atvinnulíf verðum við að stefna að því að auka fjölbreytnina á einhvern hátt. Með uppbyggingu laxeldisstöðva á Reykjanesi er nú kominn þáttur í at- vinnulífið sem vonandi á eftir að dafna vel og veita mörgum atvinnu I framtíð- inni. Með þá orku, sem við höfum í Svartsengi, ætlum við að vona að hér muni rísa fyrirtæki I nýiðnaði sem vegi nokkuð upp á móti sjávarútvegi, það Vfði af hinu góða. En þrátt fyrir þetta er sjávarútvegur og verður okkar aðalat- vinnuvegur, á honum mun velferð okkar byggjast um ókomin ár. Samstarf okkar við önnur sveitafélög á Suðurnesjum tel ég vera af hinu 9Óða, við eigum sameiginlega fyrirtæki sem sýna vel hverju samvinna sveitar- félaga getur áorkað. En við verðum vitanlega að halda vöku okkar, vegna Þess að hagsmunir hinna mismunandi sveitarfélaga fara ekki ætíð saman. Við verðum þegar þannig stendur á að sýna þann þroska að takast á við vandamálin og leysa þau í sameiningu þannig að allir geti við unað. Þeir menn eru til sem enn ala á gömlu hreppa- pólitíkinni, en þeim fer sem betur fer fækkandi. Umhverfismál munum við taka föst- um tökum. í dag er Grindavík orðinn stærsti ferðamannastaður Suðurnesja, þvi er okkur umhugað um að hún líti vel út. Sjónmengun er mengun, sem ætti að hverfa og gerir það líka fljótt ef samstaða næst um málið og allir leggj- ast á eitt, einstaklingar, félög og fyrir- tæki að ógleymdu bæjarfélaginu. Ágæti kjósandi, nú biðla allir til þín. Athugaðu vel að eftir okkar stefnuskrá var unnið allt síðasta kjörtlmabil, enda hefur staðan breyst mikið. Því ætti val þitt að vera auðvelt. Við eigum samleið. X-D Sjálfstœðisflokkur Eövarö Júlíusson í bæjarfélagi eins og Grindavík er gnægð verkefna sem bíða úrlausna. Þau markmið sem við sjálfstæðismenn höfum sett okkur á næsta kjörtímabili eru: Að áfram verði unnið að uppbyggingu Grunnskólans og að mótuð verði stefna í húsnæðismálum skólans, sem miðist við að hægt sé að framfylgja lögum um kennslu á grunnskólastigi. Stefnt verði að því að Ijúka varanlegri gatnagerð á næsta kjörtímabili og að gert verði stórátak I gerð gangstétta og fegrun bæjarins. Lausn verði fundin á félagsaðstöðu unglinga. Áhersla verði lögð á uppbyggingu íþróttamannvirkja, svo sem byggingu sundlaugar og grasvallar. Bygging heilsugæslustöðvar og föst búseta læknis í bænum er brýnt mál. Við viljum stóraukinn stuðning við byggingu heimilis aldraðra í Grindavík. Haldið verði áfram uppbyggingu hafnarinnar og lögð verði áhersla á að Ijúka framkvæmdum við smábátahöfn. Allt kapp verði lagt á að tryggja varanlega afstöðu fyrir slökkviliðið. Bæjarstjórnin hafi frumkvæði í að laða til bæjarins hverskyns atvinnustarfsemi sem aukið getur fjölbreytni atvinnulífsins en þess sé einnig gætt að standa dyggan vörð um sjávarútveg, þá atvinnugrein sem bærinn hefur byggst á. í undirbúningi er bygging dagheimilis, en það er á fjárlögum þessa árs Hér er stiklað á stóru og drepið á þá helstu málaflokka sem við munum beita okkur fyrir næsta kjörtímabil. Til þess að þetta nái fram að ganga þurfum við dyggan stuðning kjósenda í komandi kosningum. BÆJARSJÓÐUR KEFLAVÍKUR UTBOÐ SUNDMSÐSTÖÐ Hér meó er óskaö eftir tilboöum í uppsteypu sundmiö- stöóvar í Keflavík. Útboösgögn eru afhent í afgreiöslu tæknideildar Keflavíkurbæjar, Hafnargötu 32 frá og meö mióvikudeginum 14. maí næstkomandi, gegn 5 þúsund króna skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á skrifstofu bæjartæknifræöings, Hafnargötu 32, föstudaginn 30. maí næstkomandi, kl. 11.00 fyrir hádegi. Bæjartæknifrædingur FAXI 151

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.