Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 23

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 23
ÖU félagsforingjar lírstar/i Víkverja. Frd vinstri: Ólafur Ágústsson, Hrefna Einars- dóttir, Jón Valdimarsson. Hrefna Einarsdóttir, Ólafur Agústsson, Gísli Júlíusson, Birg- ir Olsen og Oddgeir Karlsson. Núverandi félagsforingi er Hrefna Einarsdóttir. Með henni starfa í félaginu skátaráð, eru aðilar í því samábyrgir um allt er lýtur að starfi sem öðru félaginu tii handa. í því eru Hrefna Einarsdóttir, Oddgeir Karlsson, Rósmarý Sig- urðardóttir, Guðrún Ásta Björns- dóttir, Esther Þórðardóttir, Jó- hanna Árnadóttir, Ragnhiidur Ingólfsdóttir og Ingigerður Sæmundsdóttir. Sveitarforingi er Ragnhildur Ingólfsdóttir. Drótt- skátasveit var stofnuð 1984. Vík- verjar hafa sótt flest landsmót sem hafa verið haldin frá stofnun fé- lagsins, og erlend mót m.a. til Skotlands. Víkverjar eru meðal stofnenda S.S.K. Skátasambands Kjalarnesprófastsdæmis. Fastir liðir gegnum tíðina m.a. Árshátíð, skátamessa sumardaginn fyrsta, skrúðganga o.fl. á 17. júní. Við aftansöng á aðfangadagskvöld hafa skátar staðið við kirkjudyrn- ar með kyndla. Árlega hafa svo verið sótt einhver mót og í sumar verður farið á landsmót í Viðey. Kæru skátar, um þessi tímamót skulum við líta til baka og láta reynslu liðins tíma hjálpa okkur og styrkja til þess að móta skáta- starf á næstu árum. Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. ,,Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu“. Ljóðlínur þessar væri hægt að kalla kjarna skátahugsjónarinnar. Hinn sívak- andi og sívinnandi glaður og ör- uggur gengur hann lífsveginn og réttir ungum og gömlum vinar og hjálparhönd. Af góðum skáta staf- ar ætíð birta og ylur. Sá tími sem ég hef eytt innan skátahreyfingar- innar er mér kærkominn. Við ,,eldsins glæður“ og í hópi glaðra sluita uni ég mér ætíð vel. Að lok- um þakka ég af alhug öllum þeim skátum sem starfað hafa fyrir skátafélagið Víkverja á liðnum ár- um, einnig þökkum við bæjar- stjórn og öðrum sem hafa stutt okkur í starfi.“ Síðan sungu skátar nokkur lög með gítarundirspili. Skátahöfð- ingi Ágúst Þorsteinsson ílutti ávarp og heiðraði nokkra skáta. Flokksforingjar fengu skátalögin innrömmuð fyrir góð störf. Nokkrir viðstaddra tóku til máls og færðu okkur góðar gjafir og árnaðaróskir m.a. Áki Gránz for- seti bæjarstjórnar Njarðvíkur, Jón Valdimarsson fyrrverandi fé- lagsforingi Víkverja og fl. Skátar léku nokkra leikþætti. Ollum við- stöddum var boðið upp á kakó og kökur. Mesta athygli barna vakti stór 100 manna terta á borði í salnum. Gefið verður út blað í til- efni afmælisins. Margir góðir gestir sóttu okkur heim, m.a. flestir fyrrverandi félagsforingjar frá Bandalagi íslenskra skáta, bæjarstjórn Njarðvíkur, stjórn hjálparsveitar skáta í Njarðvík, félagsforingi Heiðabúa, formaður kvenfél. form. S.S.K. og vara- form. og fl. Þökkum öllum gestum okkar fyrir komuna, góðar gjafir og hug- lægar óskir okkur til handa. Að lokum var sungið , Jéngjum fast- ara bræðralagsbogann. Með kærri skátakveðju, f.h. skátafél. Víkverja Hrefna Einarsdóttir Avarp Jóns Valdimars- sonar fyrrv. félagsforingja Víkverja Kæru skátar, virðulegir gestir. ,,Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð.“ Efni þessa al- kunna skátasöngs höfðar til til- finninganna þegar litið er niður í þann sjóð minninga sem tengdar eru veru og starfi í skátahreyfmg- unni. Það var einn af örlagadögum lífs míns og bestu vina minna, þegar við 2. desember 1938, gengum upp að Breiðabliki í Vestmanna- eyjum til að ganga í skátafélagið Faxa. Vissulega hikuðum við; við ræddum málin enn einu sinni áð- ur en við gengum upp heimreið- ina að húsinu, því við töldum þetta vara mikið alvöru mál. En Skátakvöldvaka í Ytri-Njarðvík. FAXI 147

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.