Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 22

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 22
Skátafélagið Víkverjar héldu uppá 40 ára afmæli félagsins með veglegum fagnaði í Stapa sumar- daginn fyrsta 24. apríl s.l. Eftir skátavígslu í kirkjunni og skrúð- göngu með fánabera og lúðrasveit Njarðvíkur í broddi fylkingar, var haldið inn í Stapa. Þar lék lúðra- sveitin nokkur lög. Avarp flutti Hrefna Einarsdóttir, félagsforingi: Avarp Skátahöfðingi, skátar og aðrir gestir. Ég bið ykkur öll velkomin til þessa afmælisfagnaðar. SKÁTAFÉLAGIÐ VÍKVERJAR NJARÐVÍK 40 ára mót á Þingvöllum 1948. Karl Oddgeirsson varð svo félagsfor- ingi 1951 og var við stjórnvölinn til ársins 1957. Kvenskátafélag var stofnað í Njarðvík 10. mars 1948 og hlaut nafnið ,,Brynja“, voru það Ólöf JUrner og Gunnlaug Olsen sem höfðu mestan vanda að stofnun þess. Ólöf gerðist svo fé- lagsforingi til ársins 1950, en þá tók Gunnlaug við og var félagsfor- ingi til ársins 1957. Þann 22. febr. 1957 voru svo félögin sameinuð í eitt og hlaut nafnið , ,Víkverjar“. Félagsforingi var kosinn Jón Valdimarsson. Auk Jóns hafa eft- irtaldir verið félagsforingjar Vfk- verja Guðrún Ásta Björnsdóttir, Ef við h'tum yfir farinn veg og finn- um gamla slóð, fœrast löngu liðnar stundir okkur nœr því að margar eru vörður þœr, sem einhver okkar hlóð, upp um fjöll þar sem vorvindurinn hlœr. Öll þau yndislegu kvöld okkar litlu skátatjöld, eru gömlum skátum endurminning kœr. Þegar varðeldurinn seiðar og við syngjum okkar Ijóð suðar fossinn og töfrahörpu slœr. Har.Ól. Þessi fallegi skátasöngur kom upp í huga mínum, er ég nú minn- ist 40 ára afmæli félagsins, því margs er að minnast í endurminn- ingum liðins tíma. Fyrsta skáta- félagið var stofnað hér í Njarðvík 1946. Var það skátafélag drengja og hlaut það nafnið ,,Áfram“. Fyrsti Félagsforingi þess var Hilmar Þórarinsson. Skátar frá Njarðvík sóttu í fyrsta sinn skáta- Fyrsta stjómin. Efst til vinstri: Helga Egilsdóttir, Hrefna Einarsdóttir. Sitj- andi: Ólöf llirner, Kristín Þórðardóttir, Gunnlaug Olsen. ■iim Núverandi stjóm í skátafélagi Víkverja: Fremri röd frá vinstri Ragnhildur Ing- ólfsdóttir, sveitarforingi, Oddgeir Karls- son, aðstoðarfélagsforingi, Ingigerður Sœmundsdóttir, aðstoðarsveitarforingi. Aftari röð: Guðrún Ásta Björnsdóttir rit- ari, Hrefna Sigurðardóttir gjaldkeri, Jóhan na Arnadóttir. Á innfelldu mynd- inni er Esther Þórðardóttir meðstjórn- andi sem ekki var viðstödd myndatök- una. 146 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.