Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 6

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 6
stöðu til iðnrekstrar. Gufuveita til margþættra iðnaðamota er jaínsjálf- sögð og hitaveita til húshitunar. Jarðhitasvæðin á Reykjanes- skaga, staða rannsókna. Rannsóknir háhitasvæða Rannsóknum til undirbúnings ákvarðanatöku um virkjun háhita- svæða er skipt í þrjá höfuð áfanga, for- athugun, forhönnun og verkhönnun (mynd 3). Að því loknu kemur að gerð útboðsgagna og virkjunarffam- kvæmdum. Forathugunogforhönnun greinast síðan í 15 þætti. Forathugun getur tekið allt að 5 ár, forhönnun 3 ár, verkhönnun Vh ár. Það geta því liðið allt að 10 ár frá upphafi rannsókna og þar til ákvörðun um virkjun liggur fyrir. Kostnaður við rannsóknimar fer stighækkandi eftir því, sem rannsókn miðar áfram, þannig að í stóram dráttum tífaldast kostnaður frá einum áfanga til annars. Rannsóknartími og rannsóknarkostnaður jarðhitasvæð- anna á Reykjanesi gæti orðið minni en þessi áætlun gefur tilefhi til, þar sem rannsóknarborholur og reynlsubor- holur gætu nýst, sem vinnsluholur, eins og raunin varð á í Svartsengi. Staða rannsókna á jarðhita- svæðnm á Reykjanesskaga Nú skal vikið að stöðu rannsókna á jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga, þ.e. Krísuvíkursvæðinu, Svartsengis- svæðinu og Reykjanessvæðinu. Krísuvík Krísuvíkursvæðið nær yfir þrjú sérstök jarðhitasvæði, þ.e. Sveiflu- háls, Tfölladyngju og Sandfell. Svæð- ið er í Gullbringusýslu. Jörðin Krísu- vík er í Hafnarfirði en TVölladyngja og Sandfell era í Grindavíkurbæ. Jarð- hitasvæðið er að mestu í 150-200 m MYND 2A NOTKUNARHITASTIG JARÐVARMA Uppqufun i'tð tramleiðtlu 6 iterkum lousnum - fryltinq ( ommoníok obtorblion ) - poppírtvmntlo Þunqovotntlramleiðtlo — brennitleintvinntlo - þurrkun ó kítilqúr Þurrkun ó fitkirvyjöli oq timbri Álvinntlo ( Boyert lerli ) Niðurtuða - hroðþurrkun londbúnoðoralurðo Sykurvinntlo (qufutuðo)- vinntla ó ýmtum tðltum með qufun oq kriitöllun Eiminq votnt - fromletðtlo ó poekli úr toltloutnum - fryttinq við (meðol-hito) - qeriltneiðinq mjólkur Þurrkun tteinefno ( létftfeypo ) Þurrkun lífrotnno efno t.t. ó þonqi, qroti .qranmeti o.fl. - ullorþvottur oq þurrkun Fitkþurrkun oq offryttinq ( hröð ) Húthitun oq qróðurhút - túqþurrkun Fryttinq Gróðurhút, tomrektlur hútt oq vermireito Svepporatkt Jorðveqthitun - heiltubóð Sundlouqor, böð, offrytlinq (haeq) , qerjun Fitkiraekt 82.I0.IZ20 I | I x I b MYND 2B Frá málastjóra Viðtalstími á Félagsmálastofnun Keflavíkur- bæjar er alla virka daga frá kl. 9.00-12.00 f.h. Ef óskað erviðtals utan þesstíma, þarf að panta það sérstaklega. Félagsmálastjóri hæð en hæst nær það í 402 m. Svæðið liggur vel til vinnslu og vel við sam- göngum, einkum TVölladyngjusvæð- ið. Titilladyngja liggur einnig mjög vel við höfn í Straumsvík og era um 11 km úr TVölladyngju í Straumsvíkur- höfn. Nýtingarmöguleikar era til hita- veitu en þó einkum til iðnaðar. Svæðið er stórt að flatarmáli, en jarðhiti og ummyndun era dreifð yfir um 45 km2 svæði. Gos hafa orðið a.m.k. tvisvar eftir landnám. Skjálftavirkni er mikil en skjálftar yfirleitt litlir. Krísuvík - Staða raimsókna Sandfellssvæðið er á fyrsta ári forat- hugunar. En Sveifluháls/TVölladyngja er í lok forathugunar, þ.e. á stigi rann- sóknarborana. Mynd3. Efnafræðijarðhitavökvans er tiltölulega vel þekkt. Viðnámsmæl- ingar vora gerðar á áranum 1969— 1972, en reynst hefur erfitt að túlka þær. Segul- og þyngdarmælingar hafa verið gerðar í Krísuvík. Þrýstingur og hitastig í borholum benda til að upp- streymi sé á svæðinu við TVölladyngju og Austurengjahver, en að niður- streymi sé á milli Sveifluháls og Núps- hlíðarháls. Fjöldi grannra hola var boraður á svæðinu og átta dýpri, dýpst 1275 m, hola Hl. Hæstur hiti 262°C mældist á 500 m dýpi í holu H6 við TVölla- dyngju. Svartsengi og Eldvörp Svartsengi og Eldvörp era í Grindavíkurbæ, Gullbringusýslu og er hæð Svartsengissvæðisins u.þ.b. 25 m yfir sjó og hæð Eldvarpasvæðis- ins u.þ.b. 40-50 m yfir sjó. Svarts- engissvæðið er í landi Jámgerðar- staða og Hóps, sem era í einkaeign. Hitaveita Suðumesja á um 60 hektara landsvæði undir sín mannvirki, einn- ig á hún jarðhitaréttinn. Eldvörp era í landi Húsatófta, sem er í eigu ríkisins (vamarmálanefndar). Hitaveita Suð- umesja hefur rétt til rannsókna á svæðinu og hefur í samvinnu við Landsvirkjun látið rannsaka svæðið og bora eina rannsóknarholu, sem nýtist sem virkjunarhola þegar þar að kemur. Þess skal getið hér að samningur um vinnslurétt jarðhitans er á lokastigi. Svæðin era mjög vel aðgengileg til vinnslu og samgöngur era mjög góðar. Vegalengdin frá Svartsengi að Reykja- nesbraut er 10 km og fjarlægðin milli Eldvarpa og Svartsengis er 6 km. í Eldvörpum hefur engin eldvirkni ver- ið á sögulegum tíma. Á Svartsengis- svæðinu hefur Amarseturshraun runnið á sögulegum tíma og era gos- stöðvar í um 3 km fjarlægð frá jarð- hitasvæðinu í Svartsengi. Skjálfta- virkni svæðanna er mikil en skjálftar yfirleitt smáir. Jarðhiti og ummyndun 250 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.