Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 14

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 14
MINNING Karl Sigurður Guðjónsson f. 14. október 1895 d. 5. september 1986 Karl var fæddur í Reykjavík, foreldrar hans voru María Bjama- dóttir og Guðjón Pétursson frá Nýjabæ í Vogum. Þau höfðu skamma kynningu og stofnuðu aldrei heimili, enda var Karl flutt- ur nokkurra mánaða gamall að Nýjabæ í Vogum til afa og ömmu okkar beggja, Péturs Jónssonar frá Thmakoti í Vogum og k.h. Guðlaugar Andrésdóttur frá Hólmfastskoti í Innri-Njarðvík og urðu þau hans fósturforeldrar upp frá því. TVeggja ára flutti Karl með afa og ömmu að Stapabúð undir Vöga- stapa og eftir önnur tvö ár fluttu þau á næsta bæ sem var Brekka, þar ólst Karl upp og átti sitt heim- ili fram að tvítugu. Ég sem þessar línur rita átti það sameiginlegt með Karli að lifa æskuárin á Brekku, þaðan áttum við ljúfar og ógleymanlegar minn- ingar þó ekki værum við þar sam- tímis, því þegar Karl stofnar heimili 1920 í Hafnarfirði, er ég að koma í fóstur 7 ára gamall til móð- ursystur minnar Guðríðar og h.m. Magnúsar Eyjólfssonar, en þau tóku við búi á Brekku þegar afi dó 1916 en amma lifði til 1927 rúmfastur sjúklingur í fjölda ára, var hún í ,,hominu“ hjá dóttur sinni er hafði fylgt foreldmm sín- um allt írá fæðingu. Ég fetaði í fótspor þau er Karl skildi eftir sig á Brekku og var ekki leiðum að líkjast. Kjör okkar urðu merkilega lík á þessum slóð- um, báðir vomm við fermdir frá Brekku, báðir fómm við þaðan 15 ára gamlir út í lífsins ólgusjó. Þó mörg sporin ættum við þangað síðan og minnast þess að háfa vér- ið þama einir án leiksystkina en í leik við okkur sjálfa og hugðarefni okkar, sem vom ótrúlega lík. Karl var með fullt höfuðið af vélahlut- um og vélaskrölti, ef svo mætti að orðum komast. Mestur hluti leik- tíma hans fór í að kanna leyndar- dóma vélanna, sem þá vom að ryðja sér til rúms í bátum, er vom gjaman settir á land á Brekku til vetrarsetu. Það var heill heimur út af fyrir sig fyrir Karl, enda varði hann besta hluta ævi sinnar sem vélgæslumaður, fyrst á sjó og síðan í landi auk rafmagns og radíótækni, sem allt til samans lék í höndum hans og huga. Þegar Karl fór frá Brekku um 1920 og ég kom þangað sama ár, var bátavélin orðin sjálfsagður hlutur í þróun atvinnulífsins, en þá kom annað ekki minna leynd- ardómsfullt en bátavélar, það var ,,bíllinn“ og sá tími tilheyrði mér og ekki minna verkefni að glíma við, Karl farinn og ég einn um hugðarefni mín. Margar vom og em holumar í stórgrýtinu undir hömmnum upp af Brekkubæn- um, þar má sennilega enn finna handavinnu Karls, ýmiskonar jámhluti bundnir hugarheimi hans um aflgjafa og orku. Þar mætti jafnvel finna bflahræin mín, er ég bjó til og átti á , ,lager“ ef þannig gesti bæri að garði. En eitt var það sama sem við Karl iðkuðum, það var að hlaupa upp og niður Stapann, þvert yfir urðir og stórgrýti, að elta ,,rollumar“, sem engin takmörk áttu að því er virtist nema að hlaupa. Það var mikil líkamsþjálfun að hlaupa klett af kletti og reyndi á fótfimi og þol. Ef til vill var það þess vegna, sem Karl var svo grannur og tein- réttur til hins síðasta, sem væri hann íþróttamaður í góðri þjálf- im. Svo léttur og nettur sem Karl var í útliti, svo var hans lífsstfll einnig, ætíð glaður, gáskafullur og ræðinn, hafði yndi af að segja frá, enda margt á daga hans drifið á langri æfi, þó að sjálfsögðu hafi hann ekki farið fram hjá skuggum ffemur en skini sólar í lífinu. Karl átti íjögur föður-hálfsystk- ini og er eitt þeirra á lífi, séra Jón fyrrverandi prestur og prófastur á Akranesi. Stjúpa Karls varð Margrét Jónsdóttir ljósmóðir á Bmnnastöðum, en þeirra leiðir lágu lítið saman, sem og Guðjóns föður hans. Karl kvæntist Sveinlaugu Þor- steinsdóttur úr Gerðahreppi, bjuggu þau í fimm ár í Hafnarfirði og slitu samvistum 1925, eignuð- ust þau fjögur börn: Þorstein, Guðlaugu, Braga og Huldu, er Guðlaug ein á lífi. Nokkm seinna flutti Karl til Keflavíkur og hefur búið þar síð- an. í íjölda ára bjó hann með sam- býliskonu sinni Sólrúnu Vil- hjálmsdóttur þar til hann kvænt- ist í annað sinn Dagrúnu Frið- finnsdóttur frá Dýrafirði, bjuggu þau í Keflavík og eignuðust þrjú böm: Hörð, Þórdísi og HönnuMaríu. Að leiðarlokum kveð ég þennan frænda minn og er nú einn um minningar okkar beggja frá bernskuámnum á Brekku og síðar. Konu og bömum Karls bið ég Guðs blessunar í nútíð og framtíð. Guðmundur Björgvin Jónsson í byrjun fundar í Rótary- klúbbi Keflavíkur, 11. sept. s.l. var Karls Guðjónssonar minnst á eftirfarandi hátt: Forseti — rotaryfélagar - gestir. Karl Guðjónsson — aldursforseti klúbbsins okkar er látinn. Lát hans mun hafa borið að fáum klukkutímum eftir að við hitt- umst hér síðast — aðfaranótt 5. sept. — á sjúkrahúsinu í Keflavík. Þetta var ekki óvænt frétt. Karl var á nítugasta og öðm ald- ursári og búinn að vera fársjúkur og mállaus í nokkrar vikur. Karl var fæddur í Reykjavík 14. Vetrardekk í öllum stærðum og gerðum. NORÐDEKK= Fyrir þá sem velja það besta. d Ld LL Lá rrn ÍSEM'BBRCH •"HT Aðalstöðin Hjólbaröaþjónustan - Simi 1516. 258 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.