Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.11.1986, Qupperneq 13

Faxi - 01.11.1986, Qupperneq 13
7. tbl. 1986 - 46. áig. Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Hönnun, setning og umbrot: Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 1114. Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Blaðstjórn: Jón Tómasson, ritstjóri, Kristján A. Jóns- Myndróf. son, aðst. ritstj., Helgi Hólm, Ingólfur Falsson, Bene- Prentun: dikt Sigurðsson. Prentstofa G. Benediktssonar. KARL STEINAR GUÐNASON: Er spádómur pýramídans að rætast? Leiðtogafundur stórveldanna er að baki. Um tíma var ísland á allra vörum um gervalla heimsbyggðina. Litla landið norður í höf- um hafði notið sviðsljóssins örskamma stund. Nú velta menn því fyrir sér hvaða áhrif þessi uppákoma hafði fyrir land og þjóð. Menn spá og spjalla um peninga, frægð og vænt- anlega ferðamenn. Ekki er vafi á því að heimsókn þjóðarleiðtog- anna verður okkur til einhvers ábata í framtíðinni. Það eykur og stolt þjóðarinnar og sjálfsvirðingu að hafa leyst þau margþættu verkefni sem fundur leiðtoganna krafðist. En eru þetta ekki allt aukaatriði? Mannshjörtun slá alls staðar eins. Um heim allan bærast í hjörtum manna sömu langanir og þrár. Það sem flestir óttast er ófriður og tortíming veraldar. Fólk þráir frið, öryggi og réttlæti. Þeir Gorbasév og Reagan geta í raun ráðið því hvort bömin okkar og reyndar við sjálf megum búa við frið. Það er því sjálfsögð krafa að þessir voldugu menn tali saman, ræði vandamálin af fyllstu hreinskilni og einurð. Víki burt tor- tryggni og yfirlæti, leggi sig fram um að skapa nýjan betri ömggari heim. Þegar sjónvarp sýndi okkur hurðarhúninn á Höfða ríkti vissu- lega spenna og eftirvænting. Ekki aðeins á íslandi heldur um alla heimsbyggðina. Við væntum þess öll að nú væm stórtíðindi að ske. Menn spurðu hvem annan. Skyldu þeir semja? Ifekst þeim að varðveita friðinn, skapa öryggi útrýma óttanum við eyðingu heimsbyggðarinnar? Hér á Islandi blandaðist eftirvæntingin voninni vun að slíkur stórviðburður tengdur nafninu ísland, og um leið íslensku þjóð- inni. En niðurstaðan var vonbrigði. Áróðursfræðingar beggja aðila lögðu sig fram að kenna hvor öðmm um. Væntingar, vonir um betri framtíð, tryggan frið viku um stund. Vonarglæta hefur birst á ný. Bæði Reagan og Gorbasév telja í dag að árangur hafi náðst. Ef til vill hafa þeir fundið þá tilfinningu, sem bærist í brjóstum þeirra milljóna, sem þeir em fulltrúar fyrir. Kannski hafa þeir séð að sér eftir að moldviðri áróðursbragða lauk. Við undirbúning og framkvæmd leiðtogafundarins breyttist íslenska þjóðin í eina sál. Allir lögðu sig ffarn um að gera vel, auka á virðingu þjóðarinnar. Þessi atburður sýndi að ísland getur á komandi ámm orðið vettfangur mikilla viðburða. Að því þurfum við að vinna ekki einungis okkar vegna, heldur vegna hugsjónar- innar um betri heim, — frið á jörðu. Nafnbreyting? í vetur birti Morgunblaðið í leiðara tillögu um að breyta nafni Keflavíkurflugvallar í tengslum við nýja flugstöð. Þeir Reykjavík- urmenn vilja nefna flugvöllinn í höfuðið á Leifi Eiríkssyni, sem fann Ameríku. Nokkur umræða varð um málið og virtust menn taka þessu sæmilega. Hér suður með sjó létu menn þessa umræðu afskiptalausa. Sjálf- sagt hafa menn talið hugmyndina svo fráleita. Það er skoðun Faxa- félaga að nafnbreyting komi ekki til greina. Nafnið Keflavíkurflug- völlur tengir völlinn og flugstöðina réttilega við Suðurnesin, — þann vettfang sem flugvallarsvæðið tilheyrir. Nafnbreyting er að- eins hégómleg undarlegheit, sem ástæða er fyrir fólk hér syðra að mótmæla harðlega. Verði það gert er líklegt að frá þessum hug- myndum verði horfið. Verknám aldraðra Á síðastliðnu sumri kom til- laga frá Hjálmari Ámasyni skólameistara Fjölbrautaskóla Suðumesja þar sem hann bíður aðstöðu til verknáms í verk- námshúsi Fjölbrautaskólans á Iðavöllum fyrir aldraða. Félag aldraðra á Suðurnesjum fól þeirn Jóni Sæmundssyni og Margeiri Jónssyni að kanna þetta nánar. Áttu þeir tal um þetta mál við Hjálmar Árnason skólameistara og Eirík Alexand- ersson framkvæmdastjóra S.S.S. og varð niðurstaðan sú að stjórn S.S.S samþykkti að leggja til við bæjar- og sveitarstjórnir á Suðumesjum að þær leggðu til ljárhæð í þessu skyni svo hægt væri að gera þessa tilraun nú á þessu hausti, en nokkur kostn- aður verður vegna launa til kennara. Nú í byrjun október var auglýst eftir þátttöku og komu all margir til viðtals við kennarana, en þeir em Sigurður Erlendsson, sem kennir málm- smíði og Sveinn Sæmundsson trésmíði. Sturlaugur Ólafsson er yfirmaður verknámsins á Iða- völlum. Nú í byrjun október hófst svo þessi starfsemi og er kennt í málmsmíði á mánudögum og fimmtudögum kl. 15.00, en í trésmíði á þriðjudögum og mið- vikudögum kl. 14.00 Hægt er að bæta við 3—4 nem- endum við hvora grein, en þessi tilraun verður til áramóta, og fer framhaldið eftir því hver áhugi á þessari starfsemi verður nú í haust. Allar upplýsingar um verknámið eru gefhar í símum 1709 (Soffía), 4322 (Elsa) og 8064 (Sæunn) og ennfremur hjá kennurunum Sigurði Erlends- syni og Sveini Sæmundssyni í verknámshúsinu á sama tíma og verknámið stendur yfir mánu- daga til fimmtudaga í viku hverri. M.J. RAXI 257

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.