Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 26

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 26
EIKIN OG EPLIÐ TÍEplega þijátíu ára gamalt stefnu- mál samtaka okkar hefur nú skyndi- lega hlotið almenna athygli og að nokkru viðurkenningu með starfi undirbúningshóps um stofnun sam- taka um vímulausa æsku. Við fögnum þessu og óskum nýfengnum banda- mönnum okkar gengis og gæfu. Enn virðist nokkuð óljóst með hvaða hætti fyrirhuguð samtök ætla að vinna að ætlunarverki sínu en helst virðist stefnt að uppfræðslu æskunn- ar í skólum landsins. Slík fræðsla er raunar þegar fyrir hendi en vafalítið má þar betur gera. Skólafræðsla, hversu góð sem hún kann að vera er ætíð takmörkunum háð, fyrst og fremst þeim að sé henni ekki fylgt eft- ir víðar, sérstaklega á heimilunum, er hætt við að áhrif hennar dvíni fijótt. Gjaman er talað um að vel fari á því að saman fari orð og athafnir fólks; að fordæmið sé áhrifamikið og geri mál fólks trúverðugra en ella, að menn geri jafnframt sjálfir það sem þeir ætl- ast til af öðmm. Heiðarlegast er vitan- lega að byrja á sjálfum sér. Oskin um vímulausa æsku fellur undir þetta. Fordæmið skiptir þar miklu. Áfengi hefur verið og er lang- algengasta vímuefnið hér á landi með- al bama sem fullorðinna. Vandamál vegna neyslu þess era í samræmi við það. Vandi vegna annarra vímueína er enn mun minni sem betur fer. Verk- efnið „vímulaus æska“ hlýtur þvf fyrst og fremst að snúast um neyslu áfengis. Það hljóta að renna tvær grímur á ungling sem alinn er upp við dýrkun á áfengi í orði og æði heima fyrir þegar hann heyrir annan tón í skólanum! Væntanlega kveður þar við annan tón? Hversu mikils mega áhrif foreldra sín? Sætta foreldrar sig við að bömin taki minna mark á þeim en kennuranum? Þarft verk fyrir samtök foreldra um vímulausa æsku er að þau veki for- eldra til vitundar um ábyrgð sína í þessu máli. Skilyrði fyrir vímulausri KEFLAVÍK Níundi gjalddagi útsvara og aöstööugjalda var 1 nóvember s.l. Drdttarvextir eru 2,25% pr. mdnuö. Kaupgreiöendur eru sérstak- lega minntir d 30. gr. laga um sjdlfsdbyrgö d gjöldum starfsmanna sinna. Innheimta Keflavíkurbœjar æsku era vímulausir foreldrar og skil- yrði fyrir vímuminni æsku era vímu- minni foreldrar. Það er nefnilega mis- skilningur að aukin vímuefnaneysla sé eingöngu bundin við æskuna. Vímuefnaneysla hefur aldrei verið jafnalgeng meðal fullorðinna (for- eldra) og nú! Eplið hefur ekki vængi og hlýtur því að falla nálægt eikinni. Vímulaus æska hlýtur að vera keppikefli hvers þjóðfélags sem metur velferð bama sinna einhvers; væntan- lega svo mikið að réttlætanlegt sé að ,,fóma“ einhverju fyrir, s.s. úreltum áfengisneysluvenjum. Með allsgáðum uppeldiskveðjum, Stjórn íslenskra ungtemplara HÖFUNDUR Greinin um Fjölbrautaskola Suður- nesja í síðasta Faxa var ekki undirrit- uð, en hún var samin af Helga Eiríks- syni kennara við skólann. Forsíðu- myndin og flestar myndir sem vora með greininni vcru teknar af Heimi Stígssyni, ljósmyndara. GÓÐUR ÁRANGUR HJÁ UNGU FÓLKI Nokkur breyting hefur orðið á því liði bama er selur Faxa — sum þeirra sem hafa verið með mestu sölu era nú orðin það gömul að önnur íjáröflun hefur tekið við hjá þeim — jafnvel fullt starf við framleiðsluatvinnuvegi og svo þyngri námsbrautir. Ný brosmild andlit banka nú upp á og bjóða nýjasta Faxa. Þeim gengur flestum vel t.d. fékk Hafsteinn Isleifs- son 11 ára 100 blöð og seldi þau öll á skömmum tíma og fékk í sölulaun 1500.- krónur. 9 ára lítil stúlka, Bryn- dís Elva Gunnarsdóttir vissi ekki um að breytt var um söludag og var því austur í sveit að hjálpa til við að taka upp kartöflur. Hún vildi samt reyna daginn eftir og seldi þá 63 blöð og fékk fyrir það 945.- krónur. Það er því ekki stærðin eða aldurinn sem ræður úr- slitum í sölukeppninni — það er eins og annars staðar, dugnaður og stað- festa, sem era að baki góðs árangurs. • MIKIÐ FJÖLMENNI eða 104 þátttakendur voru í Rotary- ferð með aldraða til Akraness sunnu- daginn 21. sept. sl. í ferðanefndinni vora Kristófer Þorgrímsson, Margeir JónssonogJónBöðvarsson, semjafn- framt var leiðsögumaður. Jón er íjöl- fróður (í orðsins betri merkingu) og skemmtilegur sagnaþulur — undir Akraíjalli var hann á heimavelli og því ekki að sökum að spyrja um þau ógrynni af fróðleik er hann lét flæða yfir ferðafélagana. Á Akranesi tók séra Bjöm Jónsson á móti sínum gömlu og góðu sóknarbömum, mess- aði yfir þeim og sýndi þeim nýtt og mikið safhaðarheimli. Þessar árlegu sumarferðir Rotary- klúbbsins um suðvesturlandið hafa verið afar vinsælar og fjölmennar. Far- ið hefur verið um sögustaði, og fagrir staðir skoðaðir oftast undir leiðsögn fróðra manna. BJÖRGUN ÚR KÖLDUM SJÓ Bæklingurinn BJÖRGUN ÚR KÖLDUM SJÓ, er sérrit no. 3., sem kemur út á vegum Siglingamálastofn- unar ríkisins, áður hafa komið út bæklingur um notkun gúmmíbjörg- unarbáta og Lækningabók fyrir sjó- farendur. Að þessu sinni stendur Öryggismálanefnd sjómanna einnig að útgáfunni. Með bækling þessum er ætlað að reyna að fækka slysum vegna drukknunar með því að brýna fyrir sjómönnum, og öðram rétt viðbrögð í sjávarháska. Fjölmörg slys vegna drukknunar verða hér við land á hverju ári, bæði á hafi úti, í höfnum, ám og vötnum. Á tímabilinu 1974—1983 drukknuðu hér við land 128 manns. Rannsóknir erlendis sýna að ofkæling (hypother- mia) er helsta dánarorsök þeirra sem talið er að hafi drakknað. í bæklingnum kemur fram hvernig menn geti lengt þann tíma sem þeir geti lifað í köldum sjónum með réttum viðbrögðum, þá er skýrt ítarlega frá áhrifum kulda á líkamann, og með- höndlun manna sem náðst hafa úr sjó en orðið fyrir ofkælingu, og að lokum er fjallað um kuldaáverka og helstu einkenni. Bæklingnum verður dreift án end- urgjalds í öll íslensk skip, og verða eigendum skipa send eintök á næstu dögum, og þeir beðnir að koma þeim um borð í skip sín. Einnig verður 270 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.