Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 30

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 30
SJÓSLYSAANNÁLL KEFLAVÍKUR FRAMHALD AF BLS. 268 BJÖRGUNARSKIPIÐ SÆBJÖRG. Skipið var smíðað í Danmörku drið 1937 fyrir Slysavamafélag íslands og var 69 brt. að stœrð. Þaðvars(ðanstœkað(98brt. áárunum 1945-47. Sœbjörgannaðistjöfnum höndum landhelgisgœslu og björgunarstörf allt til ársins 1969, en þá var hún seld einkaaðila. Einar hvarf, var veður stillt og gott, en töluverð rigning. (Árbók SVFÍ 1952, bls. 73. Veðráttan. Ágúst 1952. Bls. 29). Aðstoð b.s. Sæbjargar við Keflavíkurbáta 3. febr. Björn KE 95 dreginn til Keflavíkur. Bilaður smurmælir. Staddur 14 sjóm. V af Skaga. 15. febr. Vísir KE 70 dreginn til Keflavíkur. Biluð kælivatnsdæla. Staddur 3 sjóm. NV af Stafnesi. 16. febr. Nanna KE 34 dreginn til Keflavíkur. Brotinn sveifarás. Stödd 20 sjóm. NV af Skaga. 18. mars. Jón Guðmundsson KE dr. til Keflavíkur. Úrbrædd vél. Staddur 48 sjóm. NV af Skaga. 19. mars. Steinunn gamla KE 69 dregin til Keflavíkur. Brotin skrúfa. Stödd 37 sjóm. NV af Engey. 2. maí. Jón Guðmundsson KE dreginn til Keflavíkur. Sprungið strokklok. Staddur 3 sjóm. V af Garðskaga. 16. okt. Björn KE 95 dreginn til Keflavíkur. Brotinn stimpill. Staddur 16 sjóm. NV af Skaga. (Árbók SVFl' 1954, bls. 64). 1953 Flutningaskip siglir á vélbát Fimmtudagskvöldið 19. febr. 1953, um kl. 8,30, sigldi danska flutningaskipið Jane Lang á v.b. Særúnu, skammt utan við hafnar- garðinn í Vatnsnesvík. Særún var á leið út úr höfninni til Hafnarfjarðar, er Jane Lang rakst aftan á hana. Lagðist Særún á hliðina og hálffyllt- ist af sjó. Um leið.skemmdist síða skipsins allmikið svo og þilfar. Komst Særún af eigin rammleik til hafnar og fór síðar í slipp. Er árekst- urinn varð var aldimmt og auk þess rigning. Vindur var af austri eða norðaustri, ekki mjög hvass. Mun skipstjórinn á danska skipinu ekki hafa séð Ijós Særúnar fyrr en um seinan. Slys urðu ekki á mönnum. Særún hefur sennilega verið að- komubátur í Keflavík, þó þess sé ekki getið í fréttum. (Mbl. 22. febr. 1953: „Flutningaskip siglir á vélbát á ytri höfn Keflavíkur“. Veðráttan. Febrúar 1953. Bls. 5). Hrakningar Keflavíkur- báta Að kvöldi 2. mars 1953, varð Ijós- laust í Keflavík vegna bilunar á lín- unni frá Hafnarfirði. Dóu þá Ijósin við höfnina í Keflavík. Treystu bátar sér ekki til að taka þar land vegna Ijósleysis. Um kvöldið er þeir komu úr róðri var veður slæmt og al- dimmt. Sumir komu lika seint að enda langt sótt. Bátarnir lögðust þvi i var undir Vogastapa og lágu þar þangað til veður batnaði. (Alþbl. 3. mars 1953: ,,Ljóslaust í Keflavík — bátar komust ekki i höfn“). Keflavíkurbátar lenda í ofviðri Að kvöldi föstudagsins, 6. mars 1953, réru bátar að venju frá Kefla- vík. Um nóttina gerði mikiö hvass- viðri af suðaustan með rigningu. Síðar snerist vindur til vestlægrar áttar. Sneru sumir bátarnir við og héldu til hafnar. Mikill leki kom að Mumma frá Sandgerði, svo Stein- unn gamla KE 69, varð að fylgja honum til Reykjavíkur. Skíðblaðnir, sem var gerður út frá Keflavík, fékk á sig brotsjó. Brotnuðu gluggar í stýrishúsi, en menn sakaöi ekki. Komst báturinn af eigin rammleik til hafnar. Þann 28 mars réru flestir bátar frá Suðurnesjum. Er leiö á daginn versnaði veður mikið. Um kvöldið var komið sunnan eða suðaustan hvassviðri með snjókomu og slðar slyddu. Línubátar réru aðallega þennan dag, netabátar voru fáir á sjó. Línutap varð mikið hjá bátun- um, en afli lítill. Þar eð vindur var svo hvass af suðaustan treystu bát- Orösending til félagsmanna Verkalýös- og sjómannafélags Keflavíkur og ngr. og Verka- kvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur. Félagsskírteini hafa veriö sendi út til félagsmanna, þeir félagar sem ekki hafa fengiö skírteini vinsam- legast hafi samband viö skrifstofu félaganna sími 2085. Verkalýðsfélögin 274 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.