Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 11

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 11
UM FÉLAGSSKAPINN LEIKA HAGSTÆÐIR VINDAR Kæru foreldrar, kennarar, skólastjóri og aðrir fundarmenn. Ég vil fyrir hönd Foreldra- og kennarafélags Myllubakkaskóla bjóða ykkur hjartanlega velkomin til þessa fundar hér í kvöld. Ég vona að þessi fundur megi boða áframhaldandi farsælt starf þessa félagsskapar okkar sem fyrst og fremst er til stofnað til að halda uppi sameiginlegu hagsmunamáli okkar allra hér inni, nefnilega að gæta velferðar þeirra bama sem sækja þennan skóla. Ég held ég ýki ekki þegar ég staðhæfi að um félagsskap sem þennan leiki hag- stæðir vindar. Bæði foreldmm og ekki síst forráðamönnum skóla hefur orðið æ ljósara að skólinn og foreldrafélögin eiga vissulega samleið enda fjölgar foreldrafé- lögunum óðfluga við skólana og þáttur þeirra hefur opinberlega verið viðurkenndur, síðast nú á nýafstöðnu uppeldismálaþingi kennarasambands íslands, þar sem undirritaður fékk tækifæri til virkrar þátttöku í því ágæta starfi, sem þar fór ffam. Ég held að öllum sé ljóst að við lifum á tímum örra breytinga, svo örra að hinn venjulegi borgari fylgist vart með. Vöxtur samfé- lagsins er hraður og oft byltinga- kenndur og nýjar kröfur til menntunar og vinnu koma sífellt fram. Hiutverk heimilanna sem uppeldisstofnana hefur svo sann- arlega breytzt. Foreldrar vinna nú oftast báðir utan heimilisins, vinnudagar hafa lengst og fleiri börn en áður búa með öðm for- eldri. Fjöiskyldan er minni og við- kvæmari fyrir áföiium. Við höf- um endanlega yfirgefið bænda- samfélagið. Samtímis er börnun- um boðið upp á fjölbreyttara upp- lýsinga- og skemmtanaefhi, sem gjaman kastar skugga á skóla- námið. Það er ljóst að við slíkar aðstæð- ur hljóta tengsl skólans og heimil- anna að vera mikilvægari en nokkum tíma áður. Ábyrgð skól- ans á uppeldi bama okkar vex, hvort sem okkur líkar betur eða vem Því hljótum við sem foreldr- ar að hafa áhuga á því sem fer fram í þessari uppeldisstofnun og æskja þess að geta haft þar jákvæð áhrif á. Hlutverk okkar félags- skapar er ekki lengur einungis að veita aðstoð í starfi skólans vegna félagsstarfa og skemmtana í Konrád Lúðvfksson. þágu nemenda heldur og engu síður til að koma á framfæri hug- myndum foreldra til forráða- manna skólans. Forsenda já- kvæðra tengsla milli foreldrafé- lagsins og skólans er að allri tor- tryggni sé eytt — að félagið sé ekki stofnað á hendur skólanum held- ur til að standa við hlið hans — hlusta á mál forráðamanna hans, og samtímis afla sér orðstírs tii þess að á verði hlustað. Ég held að við hér getum ekki annað en fagn- að þeim undirtektum, sem við höfum fengið hjá forráðamönnum þessa skóla um þau mál sem við höfum borið fyrir brjósti bæði undir fyrrverandi og núverandi stjóm. Ég þakka það fyrst og fremst því jákvæða andrúmslofti sem við höfum starfað við. Ég minnist þess tíma er fjölskylda mín flutti hingað ffá Svíþjóö fyrir tveimur ámm þar sem við höfðum fyigst með skóiastarfi sonar okkar og höfðum því þann bakgmnn sem ailt miðaðist við. Okkur leist vægast sagt ekki á blikuna, kenn- ararnir í verkfaili og allir virtust óánægðir með sitt hlutskipti. Kannski var einmitt þessi tími hvati að því sem síðan hefur gerst. Kennarar vinna að því af fullu kappi að endurheimta sjálfsvirð- ingu sína og fagvitund um leið, með sameiginlegu átaki. Nýaf- staðin uppeldismálaþing samtais 12 að tölu víða um land eru liðir þar að lútandi. Ég vona að þeim verði lyft úr djúpi láglaunastefn- unnar og fái vaxandi viðurkenn- ingu fyrir störf sín, ekki sízt af því að þá getum við foreldrar búist við betri árangri af skólastarfinu. Mér er ljúft að segja að á þessum tveimur árum hef ég séð skólann opnast fyrir okkur foreldrunum. Upphafið var kannski útkoma námskynningarbæklings, síðan Myllunnar, en síðan hefur hvert atvikið rekið annað. Nýafstaðnir foreldradagar voru kannski bezta viðleitni skólans til að fá foreldr- ana inn í skólann til að kynna þeim þá starfsemi sem þar fer fram. Ég held að sérstakur rómur hafi verið gerður að þessu uppá- tæki - sérstaklega hvað varðar eldri bekkina þar sem tímavalið var slíkt að foreldrar gátu vinnu sinnar vegna gefið sér tíma til að mæta þessa stund. Þarna kom í ljós að bömin áttu sér líka feður. Ég vil sérstaklega þakka skóla- stjóra og öllum kennurum fyrir þetta framtak. Við höfum séð athvarfið opnast og við höfum aftur fengið gæslu í frímínúturnar. Að vísu kvarta kennarar yfir því að ólætin hafi aldrei verð meiri heldur en ein- mitt núna síðan kennaramir birt- ust úti í frímínútunum. Hins veg- ar leikur viss grunur á að það sé vegna þess að þeir hafi ekki gefið sér tækifæri til að fylgjast með þessu fyrr. Ef rekja á hér þau verkefni sem félagið hefur staðið fyrir eftir að síðasti aðalfundur var haldinn má fyrst minna á umræður um vænt- anlega skólabyggingu sem For- eldra- og kennarafélag Myllu- bakkaskóla og Holtaskóla boðaði til 19. nóv. 1985. Stjóm okkar fé- lags hafði fengið til umsagnar til- lögur frá skólanefttd gmnnskóla Keflavíkur og sent frá sér álits- gerð. Þetta mæltist misjafnlega fyrir og því var ákveðið að boða til almenns borgarafundar til að fjalla um þetta efni sem við töld- um að hlyti að varða alla foreldra. Því miður reyndust fáir ljá þessu áhuga og var fundurinn illa sótt- ur. Ljóst var að forráðamenn Holtaskóla höfðu íjallað um þær hugmyndir sem uppi vom og myndað sér rökstuddar skoðanir Haustljóð Haustið er komið með húmkaldar dimmar nœtur hafaldan stynur þungan við lágan tangann. Blómið mitt fagra í garðinum úti grœtur gott var í sumar að finna þess Ijúfu angan. Fuglarnir mínir flugu til fjarlœgra landa, frostið nístir blómin, sem öll eru dáin, og bjarkirnar ungu berar í garðinum standa blöðin horfin og fokin langt út í bláinn. Guðmundur V. Ágústsson. RítXI 255

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.