Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 29

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 29
Hjörtur Magni Jóhannsson kosinn prestur í Utskálaprestakal Ólafur Rúnar Þorvarðsson, Thelma Rún, Þorvarður Fannar og Kristín Jóns- dóttir. MENNINGAR- OG MINJASAFN ÓLAFS RÚNARS Góð þátttaka var í prestskosn- ingum í Útskálaprestakalli, sem fram fóru 21. sept. s.l. TVeir umsækjendur voru um prestakallið, þeir Hjörtur Magni Jóhannsson, cand. theol. og séra Kristinn Ágúst Friðfinns- son. í Útskálaprestakalli eru Út- skála- og Hvalnessóknir og á kjörskrá voru alls 1540 manns, en kosningarétt við prestskosn- ingar hafa nú þeir sem orðnir eru 16 ára. Atkvæði greiddu 1063 eða um 60% atkvæðisbærra sóknar- bama. Hjörtur Magni hlaut 620 atkvæði en Kristinn Agúst 434 atkvæði. 8 seðlar voru auðir og einn ógildur. Þar sem Hjörtur Magni fékk yfir helming greiddra atkvæða var kosning hans lögmæt. Hjörtur Magni Jóhannsson er borinn og bamfæddur Keflvík- ingur, fæddur 18. apríl 1958. Hann er sonur hjónanna Sig- ríðar Jónsdóttur frá Vatnsnesi og Jóhanns Hjartarsonar, tré- smiðs, Heiðarvegi 4, Keflavík. Hjörtur lauk stúdentsprófl frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja um áramótin 1979-80 og embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla ís- lands s.l. vor. En auk háskóla- náms hér heima hefur Hjörtur numið við Hebreska háskólann í Jerúsalem, einkum hebresku og gyðingleg fræði. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígði Hjört Magna, ásamt 5 öðmm kandi- dötum, í Dómkirkjunni í Reykjavík, sunnudaginn 5. október. Hjörtur Magni var settur inn í embættið, af séra Braga Frið- rikssyni prófasti, við hátíðar- guðsþjónustu að Útskálum sunnudaginn 19. október. Eiginkona séra Hjartar Magna er Guðlaug Þráinsdóttir. Eiga þau hjónin einn son, en hann fæddist 7. október s.l. eða tveim dögum eftir prestsvígslu föður- ins. Séra Guðmundur Guðmunds- son og kona hans frú Steinvör Kristófersdóttir, sem setið hafa Útskálastað með sæmd í 34 ár, flytjast nú til Reykjavíkur. Þegar mér var sagt að Ólafur Rúnar Þorvarðarson, kennari í Grindavík, væri að flytja úr byggðarlaginu varð mér fyrst hugsað til allra þeirra mynda er hann hefur leyft Faxa að birta, og síðan til konu hans og barna, sem annast hafa afgreiðslu og sölu blaðsins í Grindavík um árabil. Það yrði skarð fyrir skildi — hugsaði ég. Þetta vildi ekki hverfa úr huga mér. Var hann ekki að vinna að merkilegu verkefhi fyrir bæinn á liðnu sumri - söfnun örnefna? Fleiri ágengar spumingar komu upp í hugann. Er ekki filmusafn hans upp á tugþús- undir mynda af mönnum og málefnum Grindavíkur — sum- ar stórkostlegar og eilífar sann- anir fyrir djörfu og drengilegu starfi grindvískra sjómanna? Gieina þær ekki frá daglegu lífi fólksins og uppbyggingu byggð- arlagsins — frá litlu sjávarplássi til einnar af stærstu verstöðvum landsins með iðandi athafnalífi, uppbyggingu atvinnulífs - upp- byggingu fagurra híbýla og far- sælla heimila, uppbyggingu menningarsetra og margra at- vinnufyrirtækja, sem fært hafa Grindvíkingum hvað eftir annað hæstar meðaltekjur? Mótívin hafa verið hin fjöl- breytilegustu og vel að mynda- töku staðið. Auk þessa hefur hann á síðari árum fest merk til- vik í bænum á myndbönd, sem vissulega eiga heima í sögu byggðarlagsins. Þá er mér kunn- ugt um að hann hefur náð viðtöl- um við fjölmarga Grindvíkinga og geymir þau á segulböndum. Er þá ótalið að hann á töluvert af gömlum munum sem eru orðnir safngripir og yrðu, með öðru, grunnur að byggðasafni ef hreyfing væri í þá átt. Mitt álit er að Ólafur Rúnar sé fróðari um sögu Grindavíkur, mannlíf þar og menningu en nokkur annar núlifandi maður. Manni verður því spum: Hvað vita Grindvíkingar um þessi áhugaverkefni Ölafs Rúnars? Gera þeir sér grein fyrir því að hann hefur unnið mikið björg- unarstarf — verndað heimildir sem eru tengsl nútíðar og fram- tíðar við fortíðina? Hvað hafa bæjaryfirvöld í Grindavík gert til að eignast eða fá notið þeirra menningarlegu þátta sem Ólafur Rúnar hefur í áraraðir unnið að í ffístundum sínum? J.T. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og frú Guðlaug Þráinsdóttir með son sinn, en hann fœddist tveim dögum eftir prestvígslu föðurins.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.