Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 27

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 27
bæklingnum dreift til félagasamtaka er tengjast málefni þessu með einum eða ððrum hætti, svo sem björgunar- sveita, siglingaklúbba og veiðifélaga. Öryggismálanefnd sjómanna hefur séð um fjármögnun á útgáfu þessa bæklings, og hafa fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar styrkt málefnið. Siglingamáíastofnun ríkisins Öryggismálanefnd sjómanna TIL LESENDA FAXA Eins oglesendum erkunnugt, hef ég á annað ár, birt hér í blaðinu Sjóslysa- annál Keflavtkur. Ég veit, að margir lesa annálinn, og stundum hef ég fengið ábendingar um efni, ennfrem- ur leiðréttingar, sem ég er þakklátur lesendum fyrir. Mig langar að benda lesendum á að kynna sér heimilda- skrána aftan við hvem atburð. Ef þeir lesa hann reglulega, sjá þeir, að hún gefur nokkuð til kynna um vinnuna sem liggur á bak við samantektina. í formála annálsins, drap ég á að ég hefði byrjað samantekt hans 1979. Hvatinn að því var ekki síst sá, að sama ár hóf ég að fara skipulega yfir dagblöð, og sá, að þaðan hafði ég ýms- ar heimildir, sem aðrir vissu lítið um. Sem dæmi um vinnuna, sem á bak við annálinn liggur, get ég nefnt, að ég hef kannað öll tímarit um sjósókn, sérstaklega tímaritið Ægi frá upphafi, 1907, tilársloka 1975. Sjómannablað- ið Víkingfrá upphafi, 1939 til ársloka 1975. En mest vinna liggur á bak við könnun dagblaðanna. í ársbyrjun 1979 hóf ég að kanna Morgunblaðid. Fór égyfir allt blaðið, frá upphafi 1912, til ársloka 1952. Alls íjörutíu árganga. Þessu verki lauk ég á miðju ári 1981. Þóttist full- sæmdur af þessu. Seinni árin hef ég kannað blaðið frá 1952 til 1962, flesta árganga, þó ekki alla. A sama tíma fór ég yfir Alþýðublað- ið, sem hóf útkomu 1919 og til ársloka 1937. Síðan hef ég kannað Alþýðu- blaðið mjög víða, eftir því sem tilefni hefur gefist til. Þá athugaði ég Vísi, frá upphafi 1910 fram yfir 1920. Seinustu árin hef' ég kannað Vísi samfellt frá 1939 til ársloka 1950. Einnig yngri árganga eftir tilefni. Fyrir mörgum árum fór ég yfir flest 19. aldar blöðin, sem komu út í Reykjavík. En þau seinustu kannaði ég sl. sumar. Að sjálfsögðu eru þar víða fréttir frá Suðumesjum og Kefla- vík, sem ég var sérstaklega að slægjast eftir. Þetta greiddi götu mína er ég hóf að semja annálinn. í ágúst 1981, fór ég til Þórshafnar í Færeyjum, og var þar í viku, til að kanna gögn á söfnum. Aðaltilgangurinn var að athuga feril dansks kaupmanns, sem bjó í Kefla- vík um 1830, en flutti skömmu síðar til Færeyja. Fann ég það sem mig vantaði og auk þess ýmislegt fleira merkilegt, aðallega úr dönskum ritum. Um leið athugaði ég keflvísk sjóslys, þar sem Færeyingar koma við sögu. En Færeyingar rém héðan nærri reglulega á ámnum 1950 til 1975. Af þessu geta lesendur ráðið hve mikil vinna liggur á bak við annálinn. Þessa vinnu hef ég stundað kauplaust en haft ánægju af unnu verki. Dálítil ritlaun fæ ég frá Faxa af og til, en það er lítil þóknun fyrir mikla vinnu. En mér þykir vœnt um Faxa og margra ára góð samvinna við stjómendur blaðsins, hefur verið aflvakinn að skrifum mínum fyrr og síðar í blaðið. Sú samvinna hefur skilið eftir sig ágætar minningar, sem gaman er að eiga, er árin líða. VERSLUN ARSAGA KEFLAVÍKUR f FAXA? Árið 1975, fór Helgi Hólm, sem þá var útibússtjóri í Verslunarbankan- um, þess á leit við mig, að ég tæki saman verslunarsögu Suðumesja. Ætlaði bankinn að gefa hana út á sinn kostnað en iöst laun fékk ég ekki. Fékk hins vegar eina fjárupphæð í eitt skipti fyrir öll. Af ýmsum persónuleg- um ástæðum, sem égréði ekki við, gat ég lítið unnið að þessu verki, fyrr en 1979. Sá ég þá fljótt, að verkið var meira en svo, að ég gæti unnið það í tómstundum einum. Ákvað ég þá að halda mig við Keflavík, enda þekkti ég þar best til. Samdi ég uppkast að fimmtán köflum, sem er saga verslun- ar á elstu verslunarlóð Keflavíkur. En þar standa nú seinustu Duushúsin. Þetta er því aðeins lítill hluti af mikilli sögu. Er ég fór í Fjölbrautaskólann haustið 1979, sá ég fljótt, að ég gæti ekki unnið að verslunarsögu, eins og ég hefði kosið, nema að fá til þess meiri tíma. Vitanlega lét ég skóla ganga fyrir. Öll elsta saga Keflavíkur snýst aðal- lega um verslun. Sú saga er nátengd upphafi byggðar í Keflavík. Og þar sem lítið er til um hana á prenti, þarfnast hún miklu ýtarlegri rann- sókna en ég gat sinnt. Vinna þarf mikla safnvinnu áður en til ritstarfa er tekið. Ég hafði ekki aðstöðu til þess, þó feginn hefði viljað. Auk þess hætti Helgi í bankanum skömmu eftir 1980, og varð því ekki af útgáfu. En ekki var ætlun mín að fara út í hana fyrr en verkið var sómasamlega unnið. Árið 1979 fór Magnús Gíslason, þá ritstjóri Faxa, fram á að fá verslunar- þættina til birtingar. Ég taldi það ekki rétt þá, en vildi doka við og sjá hvort ekki gæfist tími til að ljúka verkinu. Aftur kom þetta á dagskrá 1985. Þá ræddum við Kristján A. Jónsson, sem er í stjóm Faxa, um að blaðið fengi að birta þættina. Ekki tókum við endan- lega ákvörðun um það, enda þarf að umsemja flesta kafla, bæta heimildir og málfar. Og síðast en ekki síst, semja sögu hinna verslunarlóðanna frá 1790 og alla sögu seinni ára. En hvort tveggja er mikið verk. Verslunarsöguna, ásamt öðram skrifum mínum, fékk ég metna til eininga í Fjölbrautaskólanum. Átti Jón Böðvarsson fmmkvæðið að því enda var ætlun hans að ég gæti síðar lokið við verslunarsöguna ásamt öðrum þáttum. 'Itildi hann það eðlilegt eftir hina miklu vinnu, sem í þeim störfum liggur. Skúli Magnússon. Tilkynning til notenda hitaveitu Suðurnesja Vegna mjög svo aukinna vanskila hafa innheimtuaðgerðir verið hertar Losið ykkur við óþægilegar innheimtuaðgerðir og greiðið skilvíslega Athugið! Eindagi er 15. hvers mánaðar Innheimtustjóri Sími 3200 HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36 NJARÐVÍK SÍMI 3200 NJARÐVÍK Útsvör Aöstööugjöld Níundi gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda var 1 nóvember s.l. Drdttarvextir eru 2,25% pr. mánuð. Kaupgreiðendur eru sérstak- lega minntir á 30. gr. laga um sjálfsábyrgð á gjöldum starfsmanna sinna. Innheimta Njarðvíkurbœjar FAXI 271

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.