Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Síða 5

Faxi - 01.12.1987, Síða 5
ekkertjá, kæri Hieronymus. Vertu rólegur. Mín bíður það sem er enn erfiðara í gras- garðinum og á krossinum helga. Þá held ég áfram að tala: Kœra Kristsbarn, ég verð að fá að gefa þér eitthvað. Eg fœ þér alla þen- ingana mína. Barnið svarar. Eg á þegar himinn ogjörð. Þína þeninga þarf ég ekki. Gefðu þáfátœkum, þá skal ég taka mð þeim eins og þeir vœru gefnir mér. Kcera Krists- barn, það vil ég gjarnan gera, en ég verð samt sem áður að fá að gefa þér eitthvað, annars verð ég hryggur. Kœri Hieronymus, ég skal segja þér hvað þú getur gefið mér. Fáðu mér syndir þínar, fáóu mér þína slœmu samvisku, örvœntingu, vonleysi og efasemdir. Eg sþyr hvað œtlar þú að gera við það? Eg vil taka byrðiþína á mínar herðar. Það skal vera mín dýrð og herradómur. Þá byrjaði ég að fella tár og sagði: Kœra Kristsbarn, þú hefur snortið hjarta mitt. Taktu burt það sem er mitt oggefðu mér það sem er þitt.“ Þannig er herradœmið sem hvílir á herð- um Jesúbarnsins. Ríkifyrirgefningarinnar og kœrleikans. Konungur sem lœtur lífið fyrir lýð sinn. Þannig lýsir Hieronymus því sem verður vart lýst með orðum. Það er ekki heldur hœgt að lýsa tónverki. Við reyndum það i gœrkvöldi, í þjóðleikhúsinu hér í Jerúsalem, hvernig tónverk tala til okkar með sínum lágu og háu tónum. Segja má að lágu tónarnir tjái hið jarðneska í gleðiboð- skaþ jólanna, en háu tónarnir hið himn- eska. En menn verða að hlýða á samhljóm tónanna svo úr verði hljómkviða. Lofgjörð- in mikla fer ekkifram hjá okkur um þessi jól fremur en endranœr. Hún hljómaði við Fœðingarkirkjuna í gcerkvöldi, í kirkjum heimsins í nótt og á þessum degi. Um víða veröld hljómar lofgjörðin til Guðs. Það fylg- ir því blessun að syngja jólasálmana með gleði og þakkargjörð. Það gefur til kynna að við erum höndluð af kœrleika Guðs. Menn eru teknir í sátt. Þú þarft ekki að óttast að kœrleikurinn og náðin blekki nokkurn mann. I Jesú Kristi gerðist Guð bróðir manna. Viðþurfum að komast að raun um að íhon- um birtist sá Guð sem er grundvöllur og markmið lífsins, sá Guð sem gefur lífinu tilgang og fyllingu. Hann er ekki kominn til að leggja ok lögmálsins á fólk, enda þótt við verðum að virða það ef við viljum lifa. Hann kom til þess að gefa afgœsku og náð. Hvergi verður manni Ijósari þörfin á áminningu Páls þostula og hér í Israel: ,,Til frelsis frelsaði Kristur oss, látið því ekki leggja áyður ánauðarok“. Guð valdi leið kœrleikans að hjarta mannsins og kall- aði hann um leið til ábyrgðar um líf sitt. Tökum við þeim kcerleika. En á móti hon- um verður ekki tekið með köldu hjarta. Þeir sem fyrstir mœttu Jesú í Galíleu og hér á þessum slóðum voru ekki vissir um að hann vœn sonur Guðs. Þeir voru í fyrstu meðhöndlaðir afkœrleika hans og síðar tóku þeir undir játningu Péturs þostula: ,,Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs “. Kristur sá í mönnum það sem þeim var cetlað að verða. Hann var mannlegri en nokkur annar maður og markmið hans var að efla mennskuna í heiminum. Ef við heillumst afþessu mannlega ifari hans, þá munum við síðar komast að því hver hann er í raun og veru. Jesús Kristur er hvort tveggja í senn, sannur maður, hlýðinn vilja föðurins ogsannur Guð, kominn til að veita mönnum líf og nœgtir. Fyrirgefningin var hið guðlega í fari hans. Hún gekk þvert á miskunnarleysi mannanna þá sem nú. Jólin eru stœrsti vitnisburðurinn um hvernig hann hefur höndlað mennina með kœrleika sínum. Við getum sagt að hann hafi sigrað heiminn með kœrleikanum. Ríki hafa liðið undir lok, en ríki kœrleikans mun aldrei undir lok liða, þótt að því sé þrengt, því Kristur lifir. Sú uþþsþrettulind fannst i Betlehem. Þaðan streymir kœrleikurinn semfœrjafn- vel kalið mannlíf til að þroskast og dafna. Þaðan berst birta þess Ijóss sem hrekur burt sérhvern skugga og vekur von eilífs lífs. Guði séu þakkir fyrir það. Gleðileg jól. FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.