Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Síða 9

Faxi - 01.12.1987, Síða 9
FA>U 8. tbl. — 47. árgangur Útgefandi: Málfundafélagiö Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 1114. Blaðstjórn: Helgi Hólm, ritstjóri, Kristján A. Jónsson, aðst. ritstj., Jón Tómasson, Ingólfur Falsson, Benedikt Sigurðsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. HELGI HÓLM: JÓLIN ERU HÁTÍÐ ALLRA Jólin - ljóssins hátíð - eru á næstu grösum. Aðdragandinn að jólunum er tími tilhlökkunar og undirbúnings. Mörgum vikum fyrir jól vaknar fólk til umhugsunar um jólin og víða er tekið til hendinni, til þess að hátíðin megi fara sem best fram. Við gefum okkur betri tíma en oft áður til að rækja fjöl- skyldu- og vináttubönd. Betri tími gefst til lesturs bóka og boðskapur Krists fær skarpari hljóm í hugum okkar. Þótt oft sé það sagt, að jólin séu fyrst og fremst hátíð barn- anna, þá er rétt að leggja áherslu á, að jólin eru engu að síður hátíð allra — það skulum við ávallt hafa hugfast. Við íslend- ingar erum í dag í hópi þeirra þjóða sem brotist hafa úr viðjum fátæktar og fáfræði. Með miklum dugnaði braut þjóðin af sér þá hlekki sem slíkt skapar og fyrir það getum við verið þakk- lát. Og einmitt þess vegna ættum við að gefa okkur tíma til að íhuga hlutskipti þeirra sem enn búa við bág kjör og leggja lið baráttunni þeim til hjálpar. Það eru ótalmargir hjálparþurfi í dag, leggjumst á eitt við að finna þær leiðir sem duga. Jólablað Faxa er ætíð hápunktur útgáfu hvers árs. Til blaðs- ins er sérstaklega vandað og eini þess er að mestu leyti helgað komu jólanna. í blaðinu er að finna kveðjur frá fjölmörgum einstaklingum og fyrirtækjum til íbúa Suðurnesja. Er það von útgefenda að Faxi verði lesendum sínum ánægjulegt lesefni um hátíðarnar. Faxi sendir lesendum sínum svo og landsmönnum öllum bestu óskir um (SíeÖiíeg jóí og faráœít komanbi ár Fáein þakkarorð Mig langar til að biðja Faxa að flytja vinum mínum í Keflavík og Njarðvík lítið brot af því þakklæti, sem fram í hugann streymir, er ég minnist einlægs hlýhugar, vináttu og virðingar sem ég ffá þeirra hendi varð í svo ríkum mæli aðnjótandi í sambandi við sextugsafmæli mitt, hinn 7. október síðastliðinn. Ég þakka sóknanefndum, kirkjukórum og öðru kirkjustarfsfólki stórhöfð- inglegar gjafir og hlýjar kveðjur. Fjölmörgum einstaklingum skal einnig heils hugar þakkað fyrir vinarhug bæði í orði og verki. Síðast en ekki síst þakka ég svo fyrstu fermingarbörnunum mínum. Þau gera það ekki endasleppt við mig, sá góði og tryggi hópur. Ekkert hefur vakið einfægri gfeði og dýpri þökk í hjarta mínu, en sú trausta vinátta þeirra í minn garð, sem varað hefur allt frá okkar fyrstu kynnum. Nú líður að jólum. Við hjónin óskum söfnuðunum í Keflavík og Njarðvík bjartrar, blessaðrar og gleðiríkrar hátíðar og biðjum öllum blessunar Guðs á farsælum framtíðarvegi. Bjöm Jónsson. Stjarna jólanna yfir íslenskri strönd Ingvar Agnarsson Jólafriður Jólanótt, allt er svo hljótt. Stjörnublik skína skœrt. Birtuna leggur í barnanna sál. Blessandi raddir, og himinsins mál ómar, frá alheimsins geim. Allir þrá alheimifrá frið i sál, frið ájörð. Lífsgeislar styrkjandi falla áfold frelsandi lœkna þeir huga og hold, magna þeir orku og ást. Jarðarbörn, jarðnesku börn, lyftum hug hœða til. Fagnandi þiggjum við frelsisins Ijós, friðinn, sem veitistfrá upþhimins ós. Ljómandi Ijósið nú skín. Dýrðarljós fellur á fold. Fagnar þjóð frelsisstund. Fjötrar leysast af huga og hönd. Himneskur söngur um haf og um lönd ómar frá upphimins slóð. FAXI 277
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.