Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 11

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 11
Þegar ég hafði áttað mig og litast um, þá blasti við mér frammi við dymar, gríðarstór peningaskápur, sem minnti mig á sparibaukinn minn sem fóstri minn hafði gefið mér og geymdi alla mína peninga, sem þá voru um 80 krónur. — En þessi skápur, sem var svo stór, að í honum hlutu að vera margar þúsundir, þetta var SPARI- SJÓÐURINN í KEFLAVÍK, - sparisjóður Suðumesjamanna fyrir um 80 ámm síðan. Ragnar Guðleifsson Það var fyrir um það bil tveim mánuðum síðan, að ég var að labba Suðurgöt- una á leið í Sparisjóðinn. Þá koma þeir á móti mér spari- sjóðsstjóramir báðir Tómas og Páll og eru íbyggnir á svip. Góðan daginn, sagði ég. Góðan daginn, sögðu þeir. Einmitt maðurinn sem við þurf- um að ná í, sagði Páll. Ja hver skrambinn, hugsaði ég. Er þetta orðið svona slæmt. Er ekki allt í lagi, sagði ég. Er staðan slæm. Við ræddum stöðuna í banka- málunum og horfur virtust ekki góðar einkum var Seðlabankinn erftður. Það veit ekki á gott þegar Seðlabankann ber á góma. Nú er þetta þá svona rosalega slæmt, hugsaði ég. Ég mundi ekki eftir neinum nýjum syndum, hélt raunar að tékkheftið stæði með betra móti. Var kannski einhver víxill í vanskilum. Jú reyndar, en annað eins hefur nú skeð. Ég redda honum um mánaðamótin hugsaði ég, tilbúinn með skýring- ar á því, af hverju ég var ekki bú- inn að framlengja. Ætluðu þeir kannski að heimta að ég borgaði upp. Nei, það gat ekki verið, Síjorn Sparisjódsins íKeflavík ásamt sparisjódsstjórum. Sitjandi frá \instri eru Jón Eysteinsson, bœjarfógeti, Jón H. Jónsson, framkvœmdastjóri BVK og Eiríkur Alexandersson, framkvœmdastjóri SSS. Fyrir aftan þá standa Páll Jónsson og Tómas Tómasson sparisjóðsstjórar. Steinþór JúKusson flyturerindi á afmœlisfundi Sparisjóðsins. Aðrirá myndinni eru Huxley Ólafsson, Jón Eysteinsson, Tómas Tómasson og Páll Jónsson. hugsaði ég og ákvað að skipta um umræðuefni. Ég er að fara í frí, sagði ég. Ha, sagði Páll. Hvenær kemurðu aftur, sagði Tómas. 15. október, sagði ég. Það er í lagi, sagði hann. Engin undankoma, hugsaði ég. Ég kem ekkert aftur. Hvenær ferðu, sagði Páll. Eftir tvo daga, sagði ég. Hvert ætlarðu, sagði hann. Costa del Sol, sagði ég. Fínt hjá þér, sagði Páll. Ég gef þér veski fyrir passann. Mér létti. Það var þá kannski ekkert sérstakt að ske. Já heyrðu annars, sagði Tómas. Þú átt að segja nokkur orð á ábyrgðarmannafundinum í nóvem- ber. Það er afmælisfundur. Er það, sagði ég. Hvað á ég að segja. Þú átt að ræða um Sparisjóðinn góði, sagði Páll. Jæja, hugsaði ég, það var þá ekki annað. Þú gerir þetta, sagði Tómas og málið var afgreitt. Vertu blessaður og góða ferð sögðu þeir og voru roknir með það sama. Ég stóð eftir og hugsaði, það er langt í nóvember, en öruggara að framlengja víxilinn áður en ég fer í fríið. Eg rölti áfram uppí Spari- sjóð, fékk viðtal við Geirmund og framlengdi víxilinn. Svo fór að líða að fundinum og ég fór að velta fyrir mér. Hvað get ég svo sem sagt um Sparisjóðinn, sem ekki hefur verið áður sagt, og þama eiga líka aðrir að tala um Sparisjóðinn. Menn sem kunna að koma fyrir sig orði og vita mikið meir um hann en ég. Við nánari íhugun, komst ég reyndar að þeirri niðurstöðu að ég ’mmm Ji - ^ 1 f V ! s n iL Gestir á afmœlisdegi. FAXI 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.