Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 12
VELDU BETRI KOSTINN NONNI OG BUBBI HRINGBRAUT 92 SÍMAR 11580-14188 vissi skammarlega lítið um innri málefni Sparisjóðsins, einkum með tilliti til þess að ég átti að heita ábyrgðarmaður hans. Það var best að hætta sér ekki inná þær brautir. Ég hef þó afrekað það að hafa unnið í Sparisjóðnum. Það var einhvemtímann í kring um 1960. Guðmundur sparisjóðsstjóri fékk mig í aukavinnu til að reikna út og færa vexti í bækur. Það eina sem mér er minnisstætt frá þeim tíma, er þegar Guðmundur leit yf- ir öxlina á mér og sagði, , ,Kanntu ekki prósentureikning drengur". Ég var hálf móðgaður. Ég hélt ég kynni prósentureikning. ,,Þú átt að gera þetta svona“ sagði hann og sýndi mér hvernig prósentureikningur átti að vera. Hann hafði sína aðferð og þar við sat að sjálfsögðu. Annars voru fyrstu kynni mín af Sparisjóðnum haustið 1953. Ég var þá 15 ára. Það sumar hafði ég verið á togaranum Elliða frá Siglu- firði að salta síld, einskonar sfld- arkelling. Það veiddist lítið og lítið saltað um borð, þrátt fyrir tveggja mánaða úthald. Launin voru rýr og voru greidd með ávísun, sem ég tók með mér suður. Þegar ég kom heim sagði mamma við mig, , ,Farðu með þetta í Sparisjóðinn og þá færð þú peninga í staðinn.“ Ég fór sem leið lá niður á Vallargötu þar sem Sparisjóðurinn var þá. Það ríkti grafarþögn þegar ég kom inn og engin inni nema inn- anborðs. Þar voru tvær manneskj- ur. Fullorðin kona og eldri maður. Ég hafði aldrei komið inn í hús sem virkaði á mig eins og þetta hús. Það var ekki sérlega merki- legt að utan á að líta, en þegar inn var komið, var eins og að koma inní musteri. Ekki var íburðinum þó fyrir að fara, en andinn gaf til kynna að í þessu húsi væru örlög manna ráðin. Ég fylltist lotningu. Ekki gerði ég mér þó grein fyrir því á þessum tíma að, að baki þessarar litlu stofnunar lægi heil saga. Að vissu leyti saga merki- legs byggðalags og ævistarf margra manna, sem oft lögðu nótt við dag til að afkomendur mættu sjá betri daga. Þannig er lífið. Á hverju augna- bliki er maður að rekast á söguna og eignast á vissan hátt hlut í lífi annarra, án þess að taka sérstak- lega eftir því. Nú ég stóð þama fyrir innan dymar og maðurinn sem stóð fyr- ir innan atgreiðsluborðið sagði ,,Hvað vantar þig“. Hann var fínn í tauinu, frekar lítið hár á höfðinu og gleraugu á nefinu. Gleraugu 280 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.