Faxi - 01.12.1987, Síða 13
sem hann horfði yfir en ekki í
gegn um.
„Ég er með tékk“, sagði ég.
,,0g hvað ætlarðu að gera við
hann“, sagði maðurinn.
,,Fá peninga“, sagði ég.
„Láttu mig sjá hann“, sagði
maðurinn.
Ég rétti fram tékkinn.
„Bæjarútgerðin á Siglutirði",
sagði hann. „Hvar fékkstu þetta
góði“.
„Þetta er sumarkaupið mitt“,
sagði ég. „Fæ ég ekki peninga
fyrir þetta.“
„Ég veit ekki. Þetta er nú ekki
góður pappír drengur minn“, sagði
hann.
Það fór ónotahrollur um mig.
Ætli ég fái nú enga peninga hugs-
aði ég. En ég fékk peningana.
„Farðu nú vel með aurana
drengur", heyrði ég manninn segja
þegar ég fór útum dyrnar.
Þetta var semsé árið 1953. Þá
var metvelta hjá Sparisjóðnum í
Keflavík. Maðurinn var Guð-
mundur Guðmundsson, spari-
sjóðsstjóri, ráðinn, eins og segir í
bókum „meðan hann treystir sér
til eða vill hafa starfið á hendi og
gegnir því svo í lagi sé að áliti
stjórnar og ábyrgðarmanna".
Skyldu menn vera ráðnir þannig í
dag. Sennilega ekki.
Ég man ekki eftir að hafa komið
oftar í Sparisjóðinn á Vallargöt-
unni og man heldur ekki eftir að
það vekti athygli mína að það
hafði orðið metvelta hjá Spari-
sjóðnum, en ég man að það rigndi
mikið í Keflavík þetta haust og
Hafnargatan var kölluð þúsund
polla gatan.
Þegar ég kom úr skóla 1958, fór
ég að vinna á skrifstofu hjá fyrir-
tæki sem hét Snæfell h.f., í eigu
þeirra ágætismanna: Arent Clas-
sen, Huxley Ólafssonar, Hreggviðs
Bergmann, Sverris Júlíussonar og
Ásmundar Friðrikssonar. Allir
voru þeir burðarásar í atvinnulíf-
inu og bæjarlífmu. Ásmundur
hafði raunar verið skipstjóri á Ell-
iða þegar ég fór á síldina um árið.
Þá var hann fúll, með skeifu nið-
urá maga. Nú var hann kominn í
land, hið mesta ljúfmenni og létt-
ur í lund.
Nú unlu ferðirnar í Sparisjóðinn
fleiri, nánast daglegar, stundum
oft á dag. Sparisjóðurinn var fast-
ur punktur í lífi mínu, eins og svo
margra annarra sem eitthvað
tengdust sýslan í atvinnulífinu.
Þannig kynntist ég æ betur
Sparisjóðnum og því ágæta starfs-
fólki, sem þar vann. Við kynnin
varð stofnunin ekki lengur dular-
full í mínum huga frekar en allt
annað sem maður kynnist og lærir
að umgangast.
Guðmundur var þar við stjóm
sem fyrr, oftast frammi í af-
greiðslu, stundum með vindil,
enda var ekki bannað að reykja í
bönkum í þá daga. Hann stóð oft-
ast og horfði yfir gleraugun,
sposku en rannsakandi augnaráði
á hvem þann mann sem inn kom.
Stundum fengu menn pillur frá
honum í allra áheym. Það var á
við marga gula miða.
Ætli Guðmundur gæti verið
Sparisjóðsstjóri í dag í Sparisjóð
þar sem bannað er að reykja
vindil. Það er mikil dyggð í dag
að reykja ekki vindil á almanna-
færi.
Árið 1963 fluttist ég til Reykja-
víkur og var þar til 1967. Þá átti
ég ekki mörg erindi í Sparisjóð-
inn, utan einstaka sinnum ef
mikið lá við til að slá víxil. Ég hef
aldrei þurft að hafa áhyggjur af
stórum innistæðum og það er
kannski blessun útaf fyrir sig.
Sumarið 1967 fluttist ég aftur
hingað er ég var ráðinn bæjarritari
Keflavíkurbæjar. Bæjarritari ann-
aðist fjárreiður bæjarins, sem oft
vom erfiðar þá ekki síður en nú.
Þetta var í þá tíð þegar dráttar-
vextir voru óþekkt fyrirbrigði og
þeir kallaðir skilamenn við bæjar-
sjóð, sem greiddu útsvörin í einu
lagi á gamlárskvöld með ávísun og
fengu 10 prósent afslátt. Ávísunin
var svo gjaman geymd í nokkra
daga.
Einhvem fyrstu dagana í starfi
átti ég leið í Sparisjóðinn að leita
eftir fyrirgreiðslu fyrir bæjarsjóð.
Guðmundur vildi lítið sinna væl-
inu í mér en segir um leið og ég
fer, „Hvemig er það eigið þið ekki
spesíuna enn“. Ég kom af fjöllum,
skyldi ekki hvað hann var að fara
og svaraði engu. Þegar ég kom
niðurá bæjarskrifstofu sagði ég
Sveini Jónssyni bæjarstjóra frá
þessu. „Já“, sagði hann „hún er í
litlum peningakassa í kompunni
sem Valtýr notaði til að færa 3ja
metra sjónalinn þegar hann var
bæjarstjóri". Og viti menn. Þarna
var spesían. Ég var hreikinn næst
þegar ég kom í Sparisjóðinn og
gat sagt Guðmundi að við ættum
spesíuna enn. „Jæja“ sagði hann
„þið farið ekki á hausinn á
rneðan" og hann glotti. Aðra fyrir-
greiðslu fengum við ekki í það
skiptið.
Mér varð hugsað til þessara fyrri
tíma, þegar ég var niðri í Spari-
sjóð nú í vikunni. Það var troðfullt
útúr dymm. Menn að taka út
launin sín til að borga Visa eða
víxla eða gíróseðla. Sumir áttu
ekki fyrir öllum gíróseðlunum og
þurftu að fara uppá loft til að reyna
að slá víxil í von um betri tíð.
Elskulegt starfsfólkið gat varla
litið upp svo mikið var að gera við
að millifæra fjármuni manna.
Enginn hafði tíma til að brosa.
Enginn tími til að koma með
meinlegar eða saklausar athuga-
semdir. Gulu miðamir sjá um það
í dag.
Já það em breyttir tímar. Ekki
lengur dulúðleg og virðuleg þögn,
heldur ys og þys og allir á þönum.
Höfum við gengið til góðs.
Höfum við ráðið ferðinni eða lát-
um við stjómast af einhveiju sem
við ráðum ekki við og sjáum ekki
fyrir endann á.
Við getum hugleitt það. En hvað
sem því líður. Sparisjóðurinn
hefur aðlagað sig þessum nýju
tímum. í forsvari em nú menn
sem em nýtískulegir í hugsun.
Úrvalsmennimir Tómas Tómas-
son, Páll Jónsson og Geirmundur
Kristinsson, að öllum öðmm
ógleymdum.
Tölvumar vinna nú verkin sem
áður vom unnin í kyrrð og ró og
það kennir enginn þeim prósentu-
reikning.
Thllega kemur sá tími ekki aftur
að sagt verði um stjómendur
Sparisjóðsins, eins og sagt var um
Þorgrím lækni, þann ötula for-
ystumann að hann hafi verið svo
stjómsamur að ábyrgðarmenn
KEFLAVÍK
Auglýsing um tímabundna
umferðartakmörkun í Keflavík
Frá fimmtudeginum 3. desember 1987 til fimmtudagsins 31.
desember 1987, aö báöum dögum meötöldum, er
vöruferming og afferming bönnuö á Hafnargötu á
almennum afgreiöslutíma verslana.
Á framangreindu tímabili veröa settar hömlur á umferö um
Hafnargötu og ncerliggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem
tekinn upp einstefnuakstur eöa umferö ökutœkja bönnuö
meö öllu. Veröa þá settar upp merkingar er gefa slíkt til
kynna.
KEFLAVÍK, 25. NÓVEMBER 1987.
LÖGREGLUSTJÓRINN í KEFLAVÍK
FAXI 281