Faxi - 01.12.1987, Page 17
ingu, bamaskóla í Garði, félag
dansklesandi fólks í Utskálasókn
og fleira og er þar þetta að finna um
byggingu Hvalsneskirkju.
, .Nýlega hefur Ketill bóndi Ketils-
son í Kirkjuvogi (á að vera Kotvogi)
látið ljúka við nýja steinkirkju, sem
hann hefur látið reisa á Hvalsnesi
fyrir afarmikið fé. Kirkja þessi er að
öllu leyti hin vandaðasta og feg-
ursta, er hún byggð í öðmm stíl en
kirkjur aimennt hér á landi (í henni
em Jóniskar súlnaraðir og bogar)
og það er almennt álitið, að hún sé
ein hin fegursta kirkja á þessu
landi; er hún fagur og veglegur
minnisvarði hins mikla sóma-
manns, sem hefur látið reisa hana.“
Strax árið Í890 er þess getið í vísi-
tasíu að kalksteypa sé farin að detta
innan úr kirkjunni, og er þessa get-
ið í hverri vísitasíu síðan fram til
ársins 1904 en þá em gaflar og
suðurhlið svo illa farið að nauðsyn-
legt þótti að lagfæra skemmdimar.
Var þá kalksteypan brotin af og
múrað að nýju. Jafnframt var múr-
að með sementi í suðurvegg og aust-
urgafl að utan og femiserað, vegna
þess að menn héldu að skemmdim-
ar inni stöfuðu af því að vatn
þrengdist gegnum veggina utan frá.
Að þessari viðgerð lokinni var kirkj-
an máluð að innan. Predikunarstóll-
inn lakkaður og súlur og súluhöfuð
máluð og bronsuð. Næsta ár voru
öll sæti eikarmáluð, skírnarfortur
endurbættur og málaður og hvelfing
eikarmáluð, skfrnarfontur endur-
bættur og málaður og hvelfing blá-
máluð. Öll þessi endurbót var unn-
in af Erlendi Oddsyni kennara að
Hópi í Grindavík en kostuð af
kirkjueiganda, sem nú var orðinn
Ketill Ketilsson yngri. Ekki eru til
neinir reikningar fyrir öllum þess-
um kostnaði og er þess getið í vísi-
tasíum allt fram undir aldamót að
byggingarreikningur kirkjunnar
hafi enn ekki verið lagður fram eða
saminn.
Árið 1919 gefur Ketill ábúendum
Hvalsnestorfunnar kost á að kaupa
ábýlisjarðir sínar með samsvarandi
hlut í kirkjunni. Keypti þá móður
afi minn, Páll Magnússon, Hvals-
nesið og eignaðist með því A hluta í
kirkjunni. Aðrir ábúendur keyptu
jarðir sínar á næstu 2-3 ámm. Er
því kirkjan áfram bændakirkja, en
rekin af söfnuðinum allt til ársins
1942 að sóknamefndin bar fram
ósk um að kirkjan yrði eign safnað-
arins. Héldu kirkjueigendur fund
og samþykktu einróma að verða við
þeirri ósk. Á safnaðarfundi 23. nóv-
ember 1942 verður því Hvalsnes-
kirkja safnaðarkirkja.
Á þessu tímabili, 1919-42 er ekki
getið um stórfelldar endurbætur á
kirkjunni, en 1923 em settar ytri
hurðir fyrir útidyr kirkjunnar, sett
nýt þak á tuminn og hann málaður
utan. Og 1926 er settur kolaofn í
kirkjuna, fyrsta hitunin, en talað
hafði verið um hitun í hana allt frá
árinu 1912.
Nokkm eftir að söfnuðurinn yfir-
tók kirkjuna eða 1945 fór fram veru-
leg lagfæring og enn vegna
skemmda á múr innan á veggjum.
Var í þetta sinn allur kalkmúr brot-
inn innan úr henni, veggir einangr-
aðir með vikurplötum og múrhúðað
yfir. Ennfremur var endumýjað
nokkuð af tréverki það sem næst lá
veggjum. Síðan var kirkjan máluð,
einlit að mestu. Að þessari viðgerð
unnu þeir bræður 'Ibrfi og Jón Guð-
brandssynir og Guðni Magnússon
málarameistari, allir úr Keflavík.
Eftir þessa viðgerð var skipt um
hitatæki og settur olíuofn í stað
kolaofnsins.
Tíu ámm síðar hefst tímabil mik-
illa endurbóta. 1955 er kirkjan raf-
lýst og um leið eða stuttu síðar lögð
í hana miðstöð hituð með rafmagni.
Síðan þá hefur hún verið hituð að
staðaldri. 1958 var svo unnin mikil
viðgerð á kirkjunni, en þá var skipt
um jám á þaki, turninn gerður upp,
m.a. skipt um máttartré í suðaust-
urhorni hans og ný timburklæðn-
ing, svo kölluð vatnsklæðning, sett
á hann allan nema þak og sökkul,
sem klætt var með koparplötum og
nýr kross með hnetti upp úr þaki
hans. TUrninn var síðan málaður í
upphaflegu litunum, grænum,
brúnum, sem nú er meira rauður,
og gulum. Nýjar ytri hurðir vom
settar fyrir kirkjuna, umbúnaður
þeirra og bogagluggar fýrir ofan
endumýjað. Að þessari stórviðgerð
lokinni var kirkjan máluð að innan
og nú aftur sem líkast upphaflegu
litunum og þar með rósamynstur á
langfjöl á mörkum veggja og hvelf-
ingar skafið út og málað að nýju.
Var þessu lokið fyrir jól og má því
með sanni segja að það vora gleðileg
jól hjá Hvalsnessöfnuði við hátíðar-
guðsþjónustumar á jólum 1958.
Að þessum viðgerðum unnu Haf-
liði Jónsson og Jón Sigurðsson
smiðir úr Reykjavík, málningu ann-
aðist Áki Gránz í Njarðvík, raflýs-
ingu Gísli B. Guðmundsson Hvals-
nesi og hitalögn Sigurður R. Guð-
mundsson Keflavík.
Eftir að farið var að hita upp kirkj-
una að staðaldri hefur lítið sem ekk-
ert borið á múrskemmdum inuan í
henni enda hafa ekki farið fram
neinar stórviðgerðir síðan 1958.
Hefur málningu verið haldið við
bæði úti og inni, bekkimir bólstrað-
ir 1979 og skipt um glugga í suður-
hlið nokkra síðar.
Svo var það árið 1964 að kirkju-
stéttin var endurbyggð en hleðslan
var farin að ganga nokkuð út. Höfðu
menn velt því nokkuð fyrir sér
hvemig sú lagfæring yrði bezt. Var
ákveðið að taka upp hleðsluna og
steypa steinvegg sem héldi jarðveg-
inum. Við þessar framkvæmdir
fannst legsteinn Steinunnar litlu
Hallgrímsdóttur sem svo oft hafði
verið leitað. Síðasta skipulagða leit
FRAMHALD Á BLS. 344.
::..a
■rT
0 -2
v» —u—
t w
t u
V---
Úrval jólagjafa
Vönduð úr, klukkur, barómet,
g ullskartgripir, silfurskartgripir
og ýmsar gjafavörur
Georg V. Hannah
Úra- og skartgripaverslun, Keflavík.
m )OLANNA\
EALLEGMYND
ER JÓLAGJÖF SEM GLEÐUR
Höfum mikið úrval af grafík-myndum,
Verð þeirra er frá kr. 3000.
Einnig aðrar úrvals gjafavörur:
INNRÖMMUN
SUÐURNESJA
Keflavík — Sími 13598
FAXI 285