Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 19

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 19
j KIU SKAL KJÖRVKKJR" FRÁSÖGN EGILS ÞORFINNSSONAR SKIPASMIÐS KRISTJÁN A. JÓNSSON SKRÁÐI FYRRI HLUTI Ég er nú úr sveit eins og þú veist og er sveitamaður í mér. Orsökin fyrir því að ég lærði skipasmíði var sú að það hafði alltaf legið ljóst fyrir að bróðir minn yrði bóndi á föðurleifð okkar. Spóastöðum í Biskupstungum og hann lærði til þess. Ég vildi því taka mér fyrir hendur eitthvað sem væri gjörólíkt því, sem ég var vanur við x sveitinni og það var auðvitað skipasmíði, enda hafði ég aldrei á ævi minni komið um borð í bát. Þannig hóf Egill Þorfinnsson frá- sögn sína um sinn merka þátt í sögu skipasmíða og skipahönnunar eftir að hann hafði á sinn sérstæða kímna hátt fallist á að leysa frá skjóðunni og við höfðum komið okkur þægilega fyrir við skrifborðið í skrifstofu Vélbátatryggingar Reykjaness, sem hann hefur veitt forstöðu í 23 ár. Skrifstofan er í Olíusamlagshúsinu og út um glugga hennar er öndvegisútsýni yfir Keflavíkurhöfn, sem vissulega má nú muna sinn fífil fegri hvað umsvif snertir. Lærlingur í Landssmiðjunni og á Isafirði TVítugur að aldri fór ég að heiman, suður til Reykjavíkur. Það var haustiö 1934. En þá um vorið hafði ég ráðið mig sem lærling hjá hliðar- verkstæði við Landssmiöjuna, sem Landssmiðjan svo eignaðist síðar. Þarna mætti ég til starfa kl. 7 að morgni, þann 1. okt., eins og fast- mælum hafði verið bundið um vor- ið. Það var nú raunar allt önnur smíði þarna en venjuleg skipasmíði og mjög lítið um viðgerðir á venju- legum fiskibátum. Maður var iðu- lega um borð í stóru skipunum; strandferðaskipunum og varðskip- unum, að ógleymdum fossunum, en þar vann ég oft og þá m.a. í Gull- fossi. Einhverju sinni var ég að vinna þar á fyrsta plássi í farþegaklefan- um. Eg var að setja gólflista minnir mig eða eitthvað þannig smottirí. Þá verður mér það á, að ég missti niður í plussteppið fullan pakka af smá- nöglum. Nú vissi ég þaö, að skipstjórinn, Sigurður Pétursson var ákaflega ná- kvæmur og passasamur vildi að allt væri í stakasta lagi. Ég gerði mér grein fyrir því, að farþegar væru gjarnan berfættir þarna á plussinu. Svo ég vissi nú ekkert hvernig ég ætti að far að því að ná nöglunum upp, því þeir hurfu ofan í plussið. En þá hugkvæmdist mér, að fara heim á verkstæði og ná mér í segul- stál og með því gat ég hreinsað þetta alveg upp. Stakk ég svo segulstálinu í vasann og ekkert meira með það nema skömmu síðar er farið út úr höfninni einhverra hluta vegna. Kom svo að því að ég fór að forvitn- ast um hverju þetta sætti og var sagt að það væri verið að rétta af komp- ásinn. Það hafði ég að sjálfsögðu aldrei séð og langaði auðvitað að sjá í hverju það væri fólgið og fer upp á brú með segulstálið í vasanum. Ég held endilega að það hafi verið Kon- ráð Gíslason, kompássmiður og af- Egill Þorfinnsson, skipasmidur. réttari kompása, sem þama var að störfum. Nema þegar ég kem upp þá eltir kompásnálin mig, hefur ekki neina stjóm á sér. Konráð auðvitað finnur það strax og spyr mig hvort ég sé með segul- stál og ég segist vera með það. , ,Þú verður bara að henda því í sjóinn", segir hann, en ég hélt nú ekki. Ég hefði fengið það lánað og í sjóinn færi það ekki nema ég fylgdi þá með. Svoleiðis að eftir nokkur orða- skipti var mér stillt upp við for- mastrið og þar varð ég að standa óratíma, það man ég, og ég mátti ekki hreyfa mig, því segulstálinu sleppti ég ekki. Þeir skemmtu sér auðvitað konunglega skipverjamir, að sjá mig standa þama þennan óra- tíma. Svo var það árið 1938 að samið var um smíði á 5 fjórtán tonna bátum á ísafirði fyrir nýstofnað útgerðarfé- lag þar. Bárður Tómasson, skipasmiður, fékk það verkefni að smíða þessa báta og réði ég mig til hans. En þeir í Landssmiðjunni höfðu gefið mér leyfi til að fara, þó samningstími minn væri ekki liðinn. Ég kom til ísafjarðar um Jónsmessu. Þar var þá snjór niður í miðjar fjallshlíðar og leist mér ekki á. Næstu 3 vikur var síðan eitthvert það besta veður- far sem ég hef kynnst. Á ísafirði lauk ég svo skipasmíðanáminu og það var fyrst þar, sem ég komst að nokkm marki í kynni við skipa- smíði. Sveinsstykkið mitt var band, sem var í einn þessara báta. Ég var á ísafirði í 2'A ár. Þar líkaði mér vel að vera og þar lærði ég mikið í skipasmíði, m.a. fékk ég þar auka- tíma í teikningu hjá Bárði. Þessir bátar, sem þama vom byggðir vom ,,dísimar“. Einn þess- .Vcrða þínar tölur vínníngstölur? FAXI 287
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.