Faxi - 01.12.1987, Side 20
M/bHrötm GK240, 34 tonn aðstœrð, fyrsti báturinn sem Egill teiknaði ogsmíðaði.
M/b Ólafur Magnússon GK 525, 36 tonn að stœrð.
ara báta a.m.k. er enn til. Þaö er
Hjördísin, sem Ámi Ámason í-
Landakoti í Sandgerði á.
Haldið til Keflavíkur
Aðdragandinn að því að ég kom í
Dráttarbrautina í Keflavík var sá, að
verkstjórinn þar, Sigurður Guð-
mundsson, hafði ráðið sig vestur á
Stykkishólm til Sigurðar Agústs-
sonar, en hann starfaði þó áfram hér
um tíma eftir að ég kom. Var ég ráð-
inn verkstjóri í Dráttarbrautinni ár-
ið 1941. Bjami Einarsson var þá orð-
inn verkstjóri hjá Eggert Jónssyni í
Innri-Njarðvík og ég held að hann
hafi vísað á mig. Hann hafði einnig
verið svolítinn tíma fyrir vestan hjá
Marselíusi Bemharðssyni. En við
lærðum saman í Landssmiðjunni
við Bjami. Fyrsti báturinn sem ég
vann við hér var Bjöminn II. Það var
verið að breyta honum. Áður en Sig-
urður hætti hér, sem var árið 1942,
lauk hann við að smíða tvo fyrir-
myndar báta, Önnu, sem var 26
tonn fyrir Sigurð nafna sinn í Þóm-
koti og Hilmi, sem er 28 tonn fyrir
Sigurbjöm Eyjólfsson. Sá bátur er
hvað ég best veit enn við lýði norður
á Hólmavík. Þetta vom alveg af-
burðavel smíðaðir bátar. En ég vann
ekkert við smíði þeirra, var þá bara
við verkstjómina í viðgerðavinn-
unni eftir að ég tók við henni af Sig-
urði fljótlega eftir að ég kom suður.
Nýsmíði hafin eftir
eigin teikningu
Það var svo árið 1944 að hafist var
handa við að byggja fyrsta bátinn
undir minni verkstjóm og eftir
minni fyrstu teikningu. Þessi báta-
smíði kom nú bara til af því að til var
eik í bátinn.
Þannig var að ég pantaði alltaf
samhliða öðmm efniskaupum svo-
lítið af eik sem hentað gat í 35-36
tonna bát. Þetta efni var svo einhæft
að það notaðist ekkert af því í við-
gerðir, það var bandaefhi. Svo bara
kemur það á daginn, að það er til
bandaefni í bát og síðan er pantað
efni í kjöl og stefhi og svo er farið að
smíða. En það gekk nú ekki þrauta-
laust hjá mér að teikna þennan bát.
Reyndar tvíteiknaði ég hann, því ég
fleygði fyrstu teikningunni alveg
eins og hún lagði sig, ég var svo
óánægður með hana. Hafði þó áður
sýnt hana góðum mönnum héma
eins og Áma Þorsteinssyni, Þórhalli
Vilhjálmssyni o.fl. Út úr því kom
svo hjá mér það, sem ég taldi hafa á
vantað og til varð nothæf teikning.
Þessi fyrsti bátur minn var 34 tonn
að stærð, Hrönn hf, Sandgerði
keypti bátinn af dráttarbrautinni og
hlaut hann nafnið Hrönn. Formað-
ur á bátnum var lengi Guðmann
Grímsson, nýlega látinn, sómamað-
ur. Þessi bátur reyndist býsna vel.
Hann fór nú, þó að lokum í þurra-
fúa, eins og flestir trébátar gera.
Happaskip í höndum
góðra manna
Upp úr þessu var farið að ráðgera
að smíða stærri bát. Þá gerði ég
teikningu af um 50 tonna báti. Svo
var hafist handa við að smíða eftir
þeirri teikningu. Sá bátur var
Mummi og eins og með Hrönnina
vaí smíðin hafin án þess að ákveð-
inn kaupandi væri að honum.
En svo var það þegar smiði
Mumma var komin nokkuð vel af
stað, að Albert Ólafsson fer að koma
vestur í dráttarbraut í hverri land-
legu. Erindið var að reyna að koma
því í kring að fá teiknaðan og smíð-
aðan bát fyrir sig samhliða þeim,
sem var á stokkunum, en hann átti
ekki að vera svo stór.
Það var nú ekki auðvelt mál að
koma þessu í kring, nema hægt yrði
að fá fleiri skipasmiði. Varð það svo
úr að fengnir voru frá Færeyjum
einir 12 eða 14 smiðir. Það voru allt
mestu ágætismenn.
Tfeiknaði ég svo bát upp úr teikn-
ingunni af Hrönn, því Albert vildi
hafa sinn bát af svipaðri stærð. Var
svo hafist handa af miklum krafti að
smíða bát eftir þeirri teikningu. Sá
bátur varð 36 tonn að stærð og hlaut
nafnið Ólafur Magnússon. Eins og
áður er komið fram var Albert
Ólafsson aðaleigandi hans og for-
maður á honum þar til Óskar Ingi-
bersson tók við honum. Fetaði hann
dyggilega í slóð frænda síns með
fiskisæld og forsjálni.
Ólafi Magnússyni var hleypt af
stokkunum í janúarlok árið 1946.
Mumma, sem var 54 tonn, hafði
hinn kunni formaður og athafna-
maður Guðmundur á Rafnkelsstöð-
um keypt í smíðum og var báti hans
hleypt af stokkunum í mars 1946.
Fyrstu árin voru þeir með
Mumma, Þorsteinn Þórðarson og
Garðar sonur Guðmundar á Rafn-
kelsstöðum. Báðir voru þeir af-
burða fiskimenn Þeir létust langt
um aldur fram, Þorsteinn á sóttar-
sæng, en Garðar fórst með skipi
sínu Rafnkeli í byrjun vertíðar árið
1960.
Það var svo nokkrum árum eftir
að þessir tveir bátar voru komnir í
hendur eigendanna, Alberts Ólafs-
sonar og Guðmundar Jónssonar á
Rafnkelsstöðum, að segja má að
ekki hafi linnt óskum útgerðar-
manna að fá teiknaða fyrir sig báta.
Þessir menn, Albert og Guðmund-
ur, voru reyndar þeir bestu menn,
sem hægt var að smíða báta fyrir,
einfaldlega vegna þess, - að bátur
verður góður bara ef vel fiskast á
hann — svo einfalt er það. En hitt er
svo líka staðreynd, að menn fiska
ekki á báta nema þeir séu góðir.
Þegar Albert Ólafsson fór fyrsta
róðurinn á Ólafi Magnússyni nýj-
um, gekk báturinn mun betur en
hann átti von á, því vélin var stór
miðað við þann tíma. Þá voru engin
tæki komin í þessa báta, hvorki
dýptarmælir né annað. En hann
auðvitað keyrir bara sinn ákveðna
tíma og áttar sig ekki á því, að línan
var lögð á svo mikilli ferð að hún
lenti bara á floti. Fiskiríið varð því
harla lítið, aðeins nokkrir karfar og
tvær löngur. í næsta róðri hreppti
hann svo það mikla fárviðri, þegar
m/b Geir fórst með allri áhöfn.
Þennan dag var ég mjög kvíðinn, því
veðrið var svo ofboðslega vont, al-
veg rakið mannskaðaveður. Mig
minnir að Albert hafi bara verið með
fyrstu bátum í land og hann lagðist
að ,,litlu trébryggjunni“ hér í höfn-
inni. Ég var fyrsti maður um borð til
hans og man eg að stýrishúsið var
upp á gátt og gluggar opnir og Al-
bert algallaður í húsinu.
M/b Mummi GK 120, 54 tonn að stœrð.
288 FAXI