Faxi - 01.12.1987, Page 28
Jeanene.
Eins og við sögðum frá í
síðasta blaði Faxa, þá
hélt Ragnheiður Ragnars-
dóttir til Bandaríkjanna
sem skiptinemi í haust.
Ragga hafði lofað að
senda okkur bréf, þegar
hún væri búin að koma
sér fyrir og nú hefur hún
staðið við það loforð sitt.
Við gefum hér með henni
orðið.
þclta er íekið þegar ég
fór að sjá Forth Snelling
þ.e. hvcmig fólkið lifði í
gamla daga.
Jæja, loksins kem ég því í verk að
skrifa til Faxa. Ég ætla í stórum
dráttum að segja frá, hvað á daga
mína hefur drifið. Ég kom til New
York 16. ágúst og var þar á Long Is-
land í 5 daga með skiptinemum frá
um 20 löndum. Það var alveg æðis-
lega gaman og kynntist ég mörgum
krökkum frá ýmsum löndum, þó
stuttur væri tíminn. Þann 21. ágúst
var svo haldið af stað til fjölskyld-
unnar sem ég bý hjá í Plymouth
Minnesota.
Margt skeði fyrstu vikumar, allt
var nýtt fyrir mér og það tók sinn
tíma að aðlagast því. En fyrsta sept-
ember byrjaði ég að æfa víðavangs-
hlaup (cross country) sem gaf mér
tækifæri til að kynnast krökkum,
því það getur stundum verið erfitt
að eignast vini hérna. Áður en skól-
inn byrjaði var æfing alltaf tvisvar á
dag, kl. átta á morgnana og síðan
aftur kl. hálf fjögur. Við hlupum
svona 7 mflur á dag.
Skólinn byrjaði 8. september. Ég
verð að segja, að þetta er allt öðm-
vísi en heima. Það er alltaf sama
stundataflan á hverjum degi og svo
hefur hver nemandi skáp í skólan-
um, þar sem hann getur geymt
bækumar sínar. Skólinn byrjar kl.
7.30 á morgnana, það er vaknað kl.
6.00 og lagt af stað um kl. 7. Þá er
farið í skápinn og spjallað við kunn-
ingjana í næstu skápum við hhðina til
kl. 7.25, en þá er lagt af stað í tíma,
því það kemur enginn of seint. Þeg-
ar tíminn er búinn em 5 mínútna
frímínútur þangað til næsti tími
hefst. Það er rétt nægur tími til að
fara í skápinn og ná í næsta tíma.
Þannig gengur þetta fyrir sig dag
eftir dag, það getur orðið dálítið
þreytandi stundum, en samt er
þetta æðislega gaman!
í skólanum er allt rosalega
strangt. Ef nemandi kemur þrisvar
sinnum of seint í tíma hjá sama
kennara, þá þarf hann að sitja eftir
í eina klukkustund eftir skóla. Ef
nemandi aftur á móti skrópar í
tíma, þá þarf sá hinn sami a. m. k. að
sitja eftir í tvo tíma, þegar skóla lýk-
ur. Það er hringt í foreldrana og þeir
látnir vita. Það má enginn reykja í
skólanum né á skólalóðinni. Það
em verðir á göngunum og ef þeir sjá
einhvem nemanda labba um verður
296 FAXI