Faxi - 01.12.1987, Page 29
nemandinn að vera með skriflegt
leyfi frá kennara um það, að hann
hafi eitthvert erindi út úr stofunni!
Þetta er 1800 nemanda skóli svo
þetta er aðeins stærra en heima.
Þegar ég var í víðavangshlaupinu,
þá var morgunæfing tvisvar í viku
áður en skólinn byrjaði á morgn-
ana, þ.e. kl. 6 og svo á hverjum degi
eftir skóla. Það eru miklar íþróttir
stundaðar í skólanum, íþróttir af
ýmsu tagi sem skiptast niður á ann-
imar, en þær eru þrjár. Flestir
krakkarnir reyna að taka þátt í ein-
hverjum íþróttum eða öðru skóla-
starfi, s.s. söng eða leiklist eftir að
skóla lýkur á daginn. Maður er
venjulega ekki kominn heim fyrr en
kl. 5 á daginn. Síðan er fótboltaleik-
ur (amerískur fótbolti) yfirleitt á
hverju föstudagskvöldi. Það er æð-
islega gaman að fara og horfa á
hann. Ég botnaði ekkert í þessu
fyrst, en þetta er allt að koma. Það
er svo miklu meira að sjá en fótbolt-
ann, þar eru klappstýrur og stelpur
sem dansa í hálfleik, einnig er
lúðrasveit sem leikur í hálfleik.
Það hafa verið haldin tvö skólaböll
og eru þau haldin í kaffiteríunni í
skólanum frá kl. 9-12. Ljósin eru
dempuð allan tímann, en þegar
koma, ,vangalög“, þá eru þau slökkt
alveg! Það er enginn krakki lengur
úti en til svona 12-1 um helgar, en
þegar skóli er daginn eftir, þá fer
enginn út.
í fjölskyldunni minni héma erum
við tvær stelpur, ég og systir mín
Jeanene og einn strákur sem er í
skóla á Hawaii, ég hef enn ekki séð
hann. Fjölskyldulífið er yfirhöfuð
miklu meira hérna. Það er alltaf
allavega einn fjölskyldudagur í viku
og hjá okkur er það sunnudagur-
inn. Þá reynum við að eyða degin-
um saman og um kvöldið horfum
við kannski á vídeó eða sjónvarp,
spilum THvial Pursuitg, eða bara
tölum saman. Ekki getum við alltaf
verið öll saman, því oft er mikið að
gerast, en við reynum. Fólkið héma
fer líka miklu meira í kirkju heldur
en heima. Flestir krakkar sem ég
þekki fara í kirkju á hverjum
sunnudegi, eða annan hvem sunnu-
dag. Fjölskyldan sem ég er hjá fer
ekki oft í kirkju og er það óvanalegt.
Hér byrjar fólk að undirbúa jólin
virnn
rismnt öllu liðinu.
nessi inynd er íekin cí C.U. Post.
hátíd sein vcir haldin.
Vid vorum að syngja ridum rídum á söng
alveg rosalega snemma, eða um
mánaðamótin október-nóvember
og 1. nóvember eru flest allar búðir
og búðargluggar skreyttir! Jólainn-
kaupin og jólaumferðin byrjar um
miðjan október um helgar í stærstu
vömhúsunum.
í skólanum em alls þijár annir og
er 1. önnin búin 4. des. og 2. önnin
hefst þann 6. des. Á vetrarönninni
ætla ég að æfa svigskíði og byrja
æfingar n.k. þriðjudag. Það er ekk-
ert farið að snjóa ennþá. Veðrið er
búið að vera æðislega indælt undan-
farið, en það er aðeins farið að ffysta
af og til.
Foreldrar hér em rosaleg mikið
með í öllu sem gert er, krakkamir
mega t.d. helst ekki fara í bíó eða út
með öðmm krökkum, nema for-
eldramir hafi hist, eða að foreldr-
amir þekki viðkomandi krakka. Ef
það em haldin partý, þá em foreldr-
amir alltaf heima og taka oftast þátt
í öllu sem er að gerast!
Ég ætla að láta staðar numið að
þessu sinni, sendi línu seinna.
Bið svo að heilsa öllum kunningj-
um heima í Keflavík.
Ragga.
FAXI