Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 30

Faxi - 01.12.1987, Page 30
Skúli Magnússon: Sjóslysaannáll Keílavíkur hluti 1963 V.b. Arni Þorkelsson hætt kominn Um kl. hálf sex síðdegis, miðviku- daginn 18. des. 1963, hélt v.b. Árni Þorkelsson KE 46 úr Keflavíkur- höfn, til síldveiða með hringnót. Siglt var i NV af V frá Garðskaga, u.þ.b. tuttugu sjómílur til hafs. Vegna veðurs var látiö reka um kvöldið og nóttina. En um kl. sex að morgni fimmtudagsins 19. des., var kastað. Fengust 1500 til 2000 tunnur. Þegar nokkrum sinnum hafði verið háfað úr nótinni, sprakk gúmslanga í kraftblökkinni. Varð af því hálftíma töf vegna lagfæringa. Þar sem búið var að herga nótina saman, var ekki hægt að hleypa síldinni niður úr nótinni. Festu skip- verjar nótina síðan út á stjórnborða og tóku að háfa inn stjórnborðs- megin. Er inn voru komnar um 400 til 450 tunnur, tók báturinn að hall- ast mjög. Meðan á viðgerö stóð, drapst mikið af síldinni f nótinni, og lagöist hún nú í nótina af fullum þunga. Dró hún því bátinn með sér. Gaf nú skipstjóri, Sæmundur Páls- son, fyrirmæli um að skera á síðu- bönd nótarinnar. Var það gert. Sjálf- ur reyndi skipstjóri, að skera nótina frá kraftblökkinni. Var einn skip- verja honum til aðstoðar. Lagöist skipverjinn fram á blökkina, en féll í sjóinn, vegna hins mikla halla á bátnum. Náðist hann strax. Var hall- inn orðinn svo mikill á bátnum, að sjór flaut I lestina. Lúkarnum var þá lokað, svo sjór rynni þar ekki inn. Einnig var öllu lokað aftur f. Skip- stjóri gerði nú tilraun til að rétta bát- inn, með þvf að bakka honum upp, sem kallað er. Um leið kallaði hann á aðstoö annarra skipa sem ekki voru mjög langt undan. Ekki báru til- raunir skipstjóra árangur. Halli báts- ins var þá orðinn 60—70 gráður. Skömmu sfðar fór áhöfnin f gúmbát. Dreif nú að báta, sem heyrðu kall- ið frá Árna Þorkelssyni. Fyrstur kom Mummi II. Fór áhöfn Árna Þor- kelssonar yfir f hann. Um svipað leyti bar að Hafstein Jóhannsson, froskmann á Eldingunni. Var kl. þá V.b. Árni Þorkelsson KE 46. um níu að morgni og enn aldimmt. Með Hafsteini var unglingspiltur um borð! Eldingunni. Lónuðu þeir fyrst umhverfis hinn sökkvandi bát og héldu síðan að Mumma II. Spurði Hafsteinn hvort hann ætti að bjarga bátnum. Að nokkrum tíma liðnum kom jáyrði við því. Hélt Hafsteinn síðan að Árna Þorkelssyni, og var halli bátsins þá orðinn enn meiri, en N/s Magnhild strandaði í Keflavíkurhöfn 1954. Skipið núðist strax út óskemmt. er Eldinguna bar fyrst að. Var lunn- ingin í kafi og sjór kominn í lúkar. Lestarkarmurinn á kafi og lestin full af sjó. Hafsteinn klæddist nú frosk- mannabúningi sínum og stakk sér til sunds. Nærstaddir bátar lýstu upp svæðið umhverfis bátinn og vél Árna Þorkelssonar var f gangi. Hóf Hafsteinn að skera nótina frá bátnum með stórri sveðju. Byrjaði hann á að skera nótina f rá að innan- verðu við kraftblökkina. Varð þó frá að hverfa, þar eð kraftblökkin lagð- ist í sjó í kvikum, en um leið gat Haf- steinn flækst í nótinni. Skar Haf- steinn síðan nótina f sundur að ut- anverðu við blökkina. Sfðast synti hann fram með bátnum og skar f sundur nótarteininn frá pokabóm- unni. Um leið losnaði nótin frá bátn- um og hann réttist við. Því næst fór Hafsteinn um borð í Árna Þorkelsson og lokaði hurðinni að hvalbaknum frammi á bátnum. Skömmu sfðar renndi Mummi II upp að Árna Þorkelssyni, og Sæmundur Pálsson, skipstjóri, stökk um borð. Lest bátsins var þá f ull af síld og sjó. Nokkur sjór var undir gólfi í vélar- húsi. Komst sjórinn í rafmagnstöflu og rafmótor er hallinn varð mestur á bátnum. Aðalvélin var þó alltaf í gangi. Sjórinn hafði runnið úr lest um leiðslur inn í vélarrúm. Sjór komst einnig ( káetu og stýrishús. Mummi II, var alveg viö hliðina á Árna Þorkelssyni. Var nú línu kastað úr Mumma yfir í Árna og náði Haf- steinn henni. Dró hann síðan stýri- mann og vélstjóra í gúmbátnum yfir í Árna Þorkelsson. Tógi var nú komið á milli bátanna og togaði Mummi í það. Við það réttist Árni Þorkelsson. Síðan 298 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.