Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 35

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 35
huga okkar og annaðhvort gefa okk- ur styrk og djörfung eða, ,naga okk- ur“ og draga úr okkur þrótt. Þær síðamefndu eru tilfinningar eins og öfund, afbrýðisemi, biturleiki, eft- irsjá, gremja og sektarkennd. Þegar hugur okkar fyllist þessum nei- kvæðu hleðslutilfinningum er af- leiðingin tilfinningaleg streita sem veikir vamarkerfi líkamans.4 Læknar og sálfræðingar em al- mennt sammála um að töluverður hluti þeirra sem dvelja á geðdeild- um sjúkrahúsa þjáist fyrst og fremst af slíkum hleðslutilfinningum. Þæ'r þrjár síðastnefndu, eftirsjá, gremja og sektarkennd em ef til vill þær hleðslutilfinningar sem gera okkur erfiðast fyrir og sem mest áhrif hafa á líffærastarfsemina. Persónuleiki og heilsa Persónueinkenni eru tengd heilsu einstaklingsins meira en flesta grunar. Til dæmis hefur komið í ljós að þeir sem eru kvíðnir að staðaldri hafa hærri tíðni öndunarfærasjúk- dóma en aðrir/’ Nokkuð kunnugt er orðið að skipta má fólki í tvo hópa hvað metnað, harðfylgi og óvináttu snertir. Þeir sem hafa þessa eigin- leika á háu stigi em nefndir A teg- undar persónur, en þeir sem hafa þá á lágu stigi eru nefndir B tegundar persónur. A tegundar persónur hafa frá tveimur og upp í sex sinnum hærri tíðni hjartasjúkdóma en B tegundar persónur." Viðhorf og heilbrigði En hvað með viðhorf? Hafa við- horf eins og bjartsýni og svartsýni, víðsýni og þröngsýni, von og von- leysi eitthvað með heilsu okkar að gera? Án efa. Þar sem viðhorf okkar eiga að því er virðist mikinn þátt í að móta geðblæ okkar, benda allar lík- ur til að jákvæð viðhorf leiði til betri heilsu, almennt talað. Hvað er heilbrigði? íslenska orðið heilsa er mjög ná- kvæm og skemmtileg þýðing á eng- iisaxneska orðinu health sem kemur frá orðinu hal í sama tungumáli og þýðir heill. Orðið heilsa nær vel hugtakinu að vera heill. En hvað er það að vera heill þegar rætt er um mannveruna? Innifelur það aðeins líkamlega þátt mannsins. Hugtök eins og ,,geðheilsa“, „andleg heilsa“ og „félagsleg heilsa“ benda til að svo sé ekki. Ef tekið er mið af frummerkingu orðsins heilsa, virð- ist ljóst að góð heilsa innifeli öll starfsemisvið mannverunnar. Að hafa góða heilsu er því að starfa með árangri á öllum starfsemisvið- um mannverunnar. Það felur að sjálfsögðu í sér að hafa heilbrigðan líkama með óskertan hreyfanleika Ofnasmiðja Suðurnesja hefur í mörg ár framleitt sterka og afkastamikla ofna af ýmsum gerðum s.s. runtal- og panelofna. Nú hafa ofnarnir vinsælu fengið ný nöfn sem hæfa góðum ofnum; ¥ Rúntylofnarnir eru sérlega vandaðir og endingargóðir. Þeir fást í mörgum stærðum og einnig með varmaauka sem gera afköstin enn meiri. Panylofnarnir eru stílhreinir og sérlega ódýrir. Kynnið ykkur yl-ofnana að sunnan. Vatnsnesvegi 12, Keflavík, sími 92-15577 Söluumboð í Reykjavik: Iðnverk, Hátúni 6a, simi 25945 - 25930. OFNASMIÐJA SUÐURNESJAHE FAXI 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.