Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 37
að neðan þarf margt að koma ofan á
þá undirstöðu til þess að við njótum
velgengni og ánægju í lífinu.
Næst kemur tilfinningasvidið sem
innifelur hina ýmsu starfsemiþætti
geðsins, svo sem skyntilfmningar
(hræðsla, ánægja, skömm o.fl.),
geðhugsun (áhyggjur o.fl.), hleðslu-
tilfinningar (ræddar að ofan), geð-
blæ og tilfinningaviðbrögð. Þegar
dagleg reynsla okkar er þess eðlis
að allir þessir tilfinningaþættir eru
viðráðanlegir og geðund okkar er
ekki ofboðið, höfum við góða geð-
heilsu.
Þriðja frumstarfsemisviðið er vits-
munasviðið sem innifeiur hina
ýmsu starfsemiþætti skilvitsins,
svo sem skynjun, vithugsun (hug-
iæg skoðun og meðhöndiun á því
sem skynjað er og því sem geymt er
í minninu til að öðiast betri skilning
á einhverju), vitneskju, viðhorf og
mál. Þegar þessir þættir starfa eðli-
lega og skilningur okkar á atburð-
um og viðfangsefnum daglegs lífs er
nægilegur, höfum við vitheilsu (ný-
yrði, til að aðskilja tilfinningasviðið
og vitsmunasviðið).
Síðasta frumstarfsemisviðið er
vildarsvidið sem innifelur hina
ýmsu starfemiþætti viijans, svo sem
löngun, viihugsun (hugsun sem
snýst um val og ákvarðanir), hugar-
form, ásetning og framkvæmdaað-
gerðir. Eðlileg starfsemi þessara
þátta leiðir til góðrar vilheilsu
(nýyrði, til að aðskilja vitsmuna-
sviðið og vildarsviðið).
Þessi fjögur svið frumstarfsem-
innar fjalla um starfsemitæki
mannsins, þ.e. hvaða tækjum mað-
urinn sem líffræðilegt fyrirbæri er
búinn til að fást við umhverfi sitt.
V iðskiptas viðin
Undir viðskiptastarfsemina falla
sjö svið og fjalla þau um hvernig við
notum starfsemitækin til að fást við
hið þríþætta umhverfi okkar.
Fyrst er starfssviðið sem fjallar
um notkun starfsemitækjanna í lik-
amlegum viðskiptum við líkamlega
umhverfið (áþreifanlega hluti í
umhverfinu, náttúrulega eða til-
búna af manna völdum). Hér er um
að ræða starfsemiþætti eins og
hagnýtni, beitingu, hagleikni,
áhuga og framtak. (Tæknikunnátta
mannsins, hagnýt vísindi og íþróttir
tengjast starfssviðinu.) Þegar við
höfum vald á þessum þáttum, höf-
um við starfsheilsu og getum sjálf
meðhöndlað viðskipti okkar við hið
líkamlega umhverfi til að mæta
þörfum okkar og óskum.
Næst er fundarsviðið sem fjallar
um notkun starfsemitækjanna í
huglægum viðskiptum við allt um-
hverfið. Hér koma til starfsemiþætt-
ir eins og frumleiki, ímyndun, inn-
sýn, kappsmál og könnun. (Hrein
vísindi, listir og framfarir tengjast
fundarsviðinu.) Með þessa þætti í
lagi höfum við lærdómsheilsu (hér
vantar betra orð) og erum fær um að
skilja innri gerð og starfsemi hluta
og fyrirbæra í okkar eigin umhverfi
og fást við hvort tveggja með betri
árangri.
Félagssviðið er þriðja viðskipta-
sviðið og fjallar um notkun starf-
semitækjanna í viðskiptum okkar
hvert við annað. Þau viðskipti inni-
fela þætti eins og félagsleikni, fé-
lagsskynjun, hugdeild, persónu-
tengsl, félagsviðhorf og félagslegt
atferli. (Hugdeild er heiti yfir nýtt
hugtak að deila huga sínum með
öðrum.) Þegar þessir starfsemi-
þættir eru á valdi okkar og starfa
eðlilega höfum við góða félags-
heilsu.
Næsta starfsemisviðið er sjálfs-
sviðið sem fjallar um notkun starf-
semitækjanna í sjálfsviðskiptum.
Þar er um að ræða þætti eins og
sjálfstjórn, sjálfsskynjun, sjálfs-
rannsókn, sjálfsmynd og sjálfsum-
sjón. Með þessa þætti í lagi höfum
við sjálfsvirðingu, sem virðist vera
einn af mikilvægustu þáttunum (
starfsemiheilsu okkar. Á undan-
förnum nokkrum árum hefur sjálf-
sviðið komið meira og meira fram í
sviðsljósið í sálfræðiumræðum og
skrifum.
Þrjú síðustu sviðin eru tilveru-
sviðin svokölluðu sem snúast um þá
þætti tilverunnar sem ekki verða
mældir eða fastráðnir með vísinda-
legum tækjum eða aðferðum. Fyrst
af þessum sviðum er heimspeki-
sviðið sem fjallar um notkun starf-
semitækjanna í málefnum sem
varða eðli og tilgang mannlegrar
þekkingar og reynslu, eðli endan-
legs veruleika, eðli og leit að per-
sónulegum, félagslegum og þjóðfé-
lagslegum verðmætum. (Heim-
spekin sem fræðigrein og stjórn-
málafræði eru tengd heimspeki-
sviðinu.) Þar er um að ræða starf-
semiþætti eins og móttækileika,
heimsskynjun, hugleiðingu, skoð-
anir, gildismat og lífsleit. Þegar
þessir þættir eru virkir í lífi okkar
og færa okkur einhver viðunandi
svör, höfum við persónulega lífs-
skoðun sem veitir lífi okkar stefnu-
mótun og mörkun.
Næsta tilverusviðið er trúarsviðið
sem fjallar um notkun starfsemi-
tækjanna í málefnum sem varða
eðli, tilgang og markmið mannlegr-
ar tilveru, eðli og merkingu dauð-
ans og tilveru og tilbeiðslu yfir-
nátturulegra vera og hlutverk þeirra
í mannlegu lífi. (Guðfræðin sem
fræðigrein tengist trúarsviðinu.)
Þar koma til starfsemiþættir eins og
trúleitni, altilveruskynjun, íhugun,
FRAMHALD Á BLS. 334.
(SIet>tíeg jóí
utí) íeStur góbra bóka
Daglega í leiðinni
Bókabúð
Keflavíkur
(Síehiíeg jóí
Vistmenn þakka öllum þeim, er
létt hafa þeim stundir á liðnu
ári. Guð blessi ykkur öll.
Vistmenn á Garðvangi
og Hlévangi
FAXI 305