Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 40

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 40
einnig ferðafatnað sem hentaði í sól- skini og yfir 30 stiga hita og eins að vera viðbúinn að mæta úrhelli monsúnregnsins. 'Ihugar félaganna voru spenntar til hins ýtrasta. Hafði nú nokkuð gleymst, sem hafa þurfti með? Var búið að gera allar þær ráðstafanir sem gera þurfti áður en farið var að heiman? En dæmið gekk upp. Flug- leiðaþotan lyfti sér upp úr suddan- um og miðsvetrarskímunni og gamla góða Frón var fljótt að hverfa og eins var um tímann við vorum óðar lent á London Heathrow, en í London var tveggja daga viðdvöl. - TVeir ánægjulegir dagar sem fóru í búðarráp, leikhúsferð og aðeins lyktað af suðrænni næturstemmn- ingu til þess svona að vera betur undirbúinn því óvænta sem beið okkar austurfrá. Eldsnemma á föstudagsmorgun yfirgáfum við hótel okkar í London, en þar fengum við að geyma , .vetrar- gallana" okkar þar til — og ef — við kæmum til baka. Fyrst flugum við smá aukalegg til Amsterdam í veg fyrir vél indónes- íska flugfélagsins Garuca og þar beið okkar farkosturinn ,,City of Jakarta", bumba sem tekur um fjögur hundruð farþega án þess að þrengi að neinum. Eftir smástopp í París var stefnan tekin í suðaustur og ekki lækkað flug fyrr en komið var til Abu Dabi. Borgin er í samein- uðu arabísku furstadæmunum og stendur rétt norðan nyrðri hvarf- baugs við Persaflóann. Flugstöðin þama er heilt listaverk. Hún er í formi gosbrunns að innan og öll lögð litfögrum marmara. Andrúmsloftið þama var eins og komið væri inn í sögusvið Þúsund og einnar nætur. Maður stóð sig að því að gaumgæfa hvort þessir arabísku kaupahéðnar, sem falbuðu góss sitt, ættu ekki a.m.k. einn lampa með sömu nátt- úm og Aladdíns forðum. En ekki var lengur til setunnar boðið. í loftið skyldi halda á ný. Nú var haldið eins og leið lá yfir Arabíu- flóann og Bombay og Hyderabad í Indlandi, síðan yfir Bengalflóann í átt til ákvörðunarstaðarins Bangkok í Thilandi. í svona löngu flugi er hægt að gera sér ýmislegt til dund- urs. A milli þess að elskulegar aust- rænar stúlkur bringja í okkur gnægð matar og dmkks, er hægt að leggja ,,vél undir fót“ ogheimsækja kunningjana, eða móka í sætinu hlustandi á hljómlist eða þá horfa á bíómynd dagsins. Á svona löngu flugi fer allt tíma- skyn úr jafnvægi. Það er flogið yfir eina átta tímabauga auk tímans sem þú ert á flugi og útkoman verður sú að þú veist ekkert í þinn haus, hvað tímanum líður. En hvað um það, um hádegi (hvaða dags) lendum við á Don Miang flugvellinum í borg englanna, Hmng Thep, sem er nafn Thifólksins á Bangkok. Þegar dyr vélarinnar opnast og gægst er út er eins og hitaveggur blandaður jasmínilmi hrynji yfir mann. „Laa waa di“ kveður við úr öllum áttum og brosandi fólk hvar sem auga er litið. Fyrr en varir er jasmínblómakeðja komin um háls þér og fulltrúar englaborgarinnar bjóða þig velkominn. Áðumefnt ávarp þýðir í raun og vem allt sem þú þarft að segja við fyrstu kynni, s.s. takk fyrir, góðan daginn, bless eða Guð veri með þér. Og hver er svo þessi þjóð sem tek- ur svona elskulega á móti þér. Kannski er hún í huga okkar eins og hún var túlkuð í kvikmyndinni um bresku kennslukonuna Anne og kónginn í Síam, sem Yul Brynner lék svo eftirminnilega. Kóngurinn var Rama IV, sem breytti ímynd þjóðar- innar í nútímalegt horf. Þessi þjóð sem ein þjóða í Suðaust- ur-Asíu hafa ekki lotið evrópskum nýlenduhemum, er talin vera rúm- lega 52 milljónir, þar af búa í Bang- kok rúmar 6 milljónir. Að mestu leyti er þetta Thifólk, en auk þess búa þar Kúmerar, Burmabúar, Malayar, Ir- anir og Kínverjar. Eins og sjórinn er okkur íslendingum gullkista er landið þeirra Thilendinga, því yfir 80% þjóðarinnar stundar landbún- að. Ef hægt er að segja að lífið sé saltfiskur hér á Fróni er lífið hrís- grjón í Thilandi. Thilendingar em mjög umburðar- lyndir í trúmálum og em yfir 90% þeirra búddhatrúar. Leiðsögumað- urinn okkar í Thilandi heitir 'Iho Wee og reyndi hann að útskýra fyrir okkur að búddhismi þeirra væri frábmgðinn þeim japanska og meira um andatrú. Auk þess að vera bæði glaðlegir og laglegir (sérstak- lega veikara kynið) eru 'Ihilendingar mjög trúaðir. Mátti víða sjá fómir þeirra, bæði á opinbemm stöðum, í musterum og hjá litlum skrínum við heimahús. Eins og Tho Wee sagði: Thilendingar leika sér að lifa, þ.e. njóta lífsins. Ef Thilendingur lofar að koma á einhvern ákveðinn stað á ákveðnum tíma, skaltu ekki leggja alltof mikið upp úr tímasetning- unni, en hann kemur fyrr eða síðar. í Thilandi ríkir nú einhvers konar lýðræði. Árið 1932 gerði herinn byltingu og þvingaði fram nýja stjómarskrá. Síðan er konungurinn nánast valdalaus og er þjóðin nú á mörkum lýðræðis og alræðis hers- ins. Jæja, hvað um það góðir hálsar, áfram skal haldiö. Eftir þessar inni- legur móttökur var haldið frá Don Muang-flugvellinum í yfir 30 stiga hita áleiðis til Heraton hótelsins, sem átti eftir að vera heimili okkar næstu daga. Eftir aö menn höfðu komið sér fyrir var farið að skoða lífið. Á með- an sumir biðu eftir öðmm var öl- krús pöntuð og læðist að mér sá gmnur að mörgum karlkynsland- anum hafi bmgðið við þegar þessar fallegu tailensku þjónustustúlkur kmpu á kné eða bókstaflega féllu að fótum þeirra og réttu þeim bjórinn með höfuðhneigingu. Og alltaf skyldi herra afgreiddur fyrst. Sum karlrembusvínin hvísluðu meira að segja hver að öðrum: „Þetta þyrfti að komast á heima.“ Hótelið er við Luriwongsestræti og því inni í hringiðu næturlífsins. Patphong-stræti með öllum næt- urbúllum þar sem líkami konunnar er notaður til hins ítrasta við að lokka til sín viðskiptavini. Matsöl- Greiöslur almennings fyrir lœknishjálp og lyf 1. Greiðslur hjá heimilislœkni og heilsugœslulœkni 110 kr. — Fyrir viötal á stofu lœknis. Innifalin er ritun lyfseöils. 200 kr. — Fyrir vitjun lœknis til sjúklings. Ofangreindar greiöslur eru hámarksfjárhœöir, og má lœknir ekki krefja sjúkling um viöbótargjald, nema vegna lyfja eöa umbúöa, sem sjúklingur kynni aö þurfa aö fara meö burt meö sér. 2. Greiðslur fyrir sérfrœðilœknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 360 kr. — Fyrir hverja komu til sérfrœöings. 140 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sér- frœöingi á hverju almanaksári, síöan ekkert. (Sjá nánar hér aö neöan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiöslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Sjúkrasamlag Gullbringusýslu Vatnsnesvegí 33, Keflavík, sími 14411 (Geymiö auglýsinguna) 308 FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.