Faxi - 01.12.1987, Page 45
sín, því þar sem djöfullinn væri einu
sinni búinn að ná yfirhöndum
hjálpaði ei á móti að stríða. Var það
látið niður falla að senda mann á
fund prests enda kann fremur að
hafa verið ógnun en alvara, að því
var kastað fram. Sá beygur var þó í
Gufuskálafólki að Jóni bónda þótti
vissara að láta konu sína skipa Ingi-
mundi Bjarnasyni vinnumanni
þeirra, er svaf í skála þar sem fleti
kerlingar var, að hafa gát á henni, ef
hún færi ofan um nóttina. Gekk svo
fólk brátt til náða. Ingimundur
Bjamason háttaði og lagðist út af í
rúmi sínu og síðan leitaði hver af
öðmm síns svefnstaðar. Elín var þó
ekki svefnleg. Hún sat enn uppi í
fleti sínu er húsfreyja fór úr skálan-
um, stundi og tuldraði og hafði ekki
dregist úr spjörunum. Síðan lést
enginn vita hvað fyrir hana hefði
borið.
Hjáleigumaður sá er hét Þorkell
Gunnlaugsson bjó í kofa skammt
frá garði á Gufuskálum. Næsta
morgun vaknaði hann við það um
sólarupprás, að komið var á glugga
og kallaði til hans maður, er bað
hann að koma á fætur og sjá hvað til
tíðinda var orðið. Þetta var annar
vinnumaðurinn á Gufuskálum,
Ingjaldur Jónsson. Þorkell spurði
hví hann léti svo óðslega en hann
svaraði að orsök væri til alls. Elín
kerling Stefánsdóttir hefði hengt
sig.
Elín Stefúnsdóttir hangandi í snöru.
Ingjaldi sagðist svo frá, að Ingi-
mundur Bjamason hefði sofnað í
rúmi sínu en vaknaði til þess að
rækja embætti sitt og orðið þess
áskynja að Elín var horfm úr fleti
sínu. Þegar hún fannst eigi í bænum
hefðu þeir Ingimundur farið að leita
hennar utan bæjar. Sagðist Ingi-
mundur hafa fundið hana dauða,
þegar að morgni leið, með snöm um
háls, í einum af sjóhjöllum Gufu-
skálamanna. Ekki hafði Ingjaldur
fyrr vakið Þorkel en Jón Sæmunds-
son sendi vinnumanninn út að Út-
skálum til þess að segja séra Agli
tíðindin. Rækti hann erindi sitt
fljótt og vel og brá Útskálaklerkur
þegar við og skrifaði hreppstjómm
sveitarinnar svofellt bréf.
„Hingað að Útskálum kom í
morgun Ingjaldur Jónsson frá
Gufuskálum sem fortaldi svo fljót
en sem ljótan og óttalegan atburð
um afgang Elínar Stefánsdóttur nið-
ursetnings, þar sem skyldi hafa
skeð í nótt um miðnæturskeið,
hvers vegna þér hreppstjórar og
pólítiþénarar aðvarist og upphvetj-
ist hér með að besikta þetta téða lík
hið fýrsta ské kann nú yfirvaldið er
fjarverandi."
Með þetta bréf sendi hann Ingjald
síðan á þá bæi sem hreppstjórar
bjuggu. Bæjarleiðir vom ekki lang-
ar og tókst Ingjaldi í skyndi að ná til
hreppstjóra fjögurra, Áma Jóns-
sonar lögréttumanns á Kirkjubóli,
Bæjarstjóm
Njarðvíkur
óskar starfsmönnum
sínum svo og öllum
Njarðvíkingum
gleðilegra jóla og
farsceldar á komandi
ári og þakkar liðið ár
Bæjarstjóm Njarðvíkur
FAXI 313