Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 47

Faxi - 01.12.1987, Page 47
Gufuskálstekkur, þar sem Elín Stefánsdótlir var dysjud. Myndirnar teiknadi Bragi Einarsson. og mér sýndist ég sjá konu hang- andi í snöru í hjallinum. Hún lá á hnjánum og snaran lá útá kjálka- börðunum, hún var með mikið svart hár sem náði niður á hjallgólf- ið. Már brá við þessa sýn og fór út úr hjallinum. Þá heyrði ég mannamál niður við skúrana tvo og þar hitti ég Þorstein og fékk honum bréfið og sagði um leið. Það hangir kona í hjallinum. En Þorsteinn segir og klappar á kollinn á mér. „Hann er víst að fara í norður“, og um leið tekur hann í hönd mína og segir. Komdu heim væni minn og f4ðu mjólkursopa að drekka.“ Við fórum heim að Vesturkoti og inn í eldhús, hann setti fullt merkur mál af mjólk fyrir mig og sagði mér að drekka. Hann fór sjálfur inn í stofu að lesa bréfið og skrifa svarbréf til Soffíu. Eftir stuttan tíma kemur Þorsteinn með bréf og fær mér. Segir mér að fara áður en myrkur komi, enda var farið að dimma. Ég flýtti mér heim að Holti enda fannst mér einhver elta mig. Ég fékk Soffíu bréfið og sagði henni ekkert af ferð minni. Ég fór snemma að sofa enda kvöld- svæfur. Um nóttina dreymdi mig draum sem ég hef aldrei gleymt. Ég var staddur við túngarðana á Gufuskál- um í Leiru. Þá kemur til mín kona, hún var í svörtu pilsi, grárri peysu með klút um hálsinn og mikið svart hár. Hún réttir mér höndina og vill fá mig með sér. Við förum í áttina út í Garð. Hún fer með mig inn í Gufu- skálastekk, sem síðar var kallaður Ellustekkur. Hún bendir mér á steina sem stóðu þar upp úr grasrót- inni. Svo fer hún með mig áfram út að Utskálum og inn í kirkjugarð og í norðvestur hornið á garðinum og bendir þar niður. Þá lít ég upp til hennar. Mér fannst hún svo ljót að ég æpti upp og við það vaknaði ég. Ég var of ungur til að skilja þennan draum en oft hef ég hugsað til þessarar konu. Daginn eftir set ég í mig kjark og segi Soffíu fóstru minni frá sýninni í Hjallinum á Gufuskálum og drauminn sem mig dreymdi og spurði hana hvort hún gæti gefið mér skýringu á þessu. Hún sagðist hafa heyrt um voveiflegan atburð sem skeði á Gufuskálum í Leiru löngu áður en hún hafði komið í Garðinn. Hún sagði mér hluta af því sem áður hef- ur komið fram. Ég hef verið að leita eftir staðreyndum af þessari konu, sem vildi fá lítinn dreng sér til að- stoðar. Suöurnesjamenn Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM FAXI 315

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.