Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 47

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 47
Gufuskálstekkur, þar sem Elín Stefánsdótlir var dysjud. Myndirnar teiknadi Bragi Einarsson. og mér sýndist ég sjá konu hang- andi í snöru í hjallinum. Hún lá á hnjánum og snaran lá útá kjálka- börðunum, hún var með mikið svart hár sem náði niður á hjallgólf- ið. Már brá við þessa sýn og fór út úr hjallinum. Þá heyrði ég mannamál niður við skúrana tvo og þar hitti ég Þorstein og fékk honum bréfið og sagði um leið. Það hangir kona í hjallinum. En Þorsteinn segir og klappar á kollinn á mér. „Hann er víst að fara í norður“, og um leið tekur hann í hönd mína og segir. Komdu heim væni minn og f4ðu mjólkursopa að drekka.“ Við fórum heim að Vesturkoti og inn í eldhús, hann setti fullt merkur mál af mjólk fyrir mig og sagði mér að drekka. Hann fór sjálfur inn í stofu að lesa bréfið og skrifa svarbréf til Soffíu. Eftir stuttan tíma kemur Þorsteinn með bréf og fær mér. Segir mér að fara áður en myrkur komi, enda var farið að dimma. Ég flýtti mér heim að Holti enda fannst mér einhver elta mig. Ég fékk Soffíu bréfið og sagði henni ekkert af ferð minni. Ég fór snemma að sofa enda kvöld- svæfur. Um nóttina dreymdi mig draum sem ég hef aldrei gleymt. Ég var staddur við túngarðana á Gufuskál- um í Leiru. Þá kemur til mín kona, hún var í svörtu pilsi, grárri peysu með klút um hálsinn og mikið svart hár. Hún réttir mér höndina og vill fá mig með sér. Við förum í áttina út í Garð. Hún fer með mig inn í Gufu- skálastekk, sem síðar var kallaður Ellustekkur. Hún bendir mér á steina sem stóðu þar upp úr grasrót- inni. Svo fer hún með mig áfram út að Utskálum og inn í kirkjugarð og í norðvestur hornið á garðinum og bendir þar niður. Þá lít ég upp til hennar. Mér fannst hún svo ljót að ég æpti upp og við það vaknaði ég. Ég var of ungur til að skilja þennan draum en oft hef ég hugsað til þessarar konu. Daginn eftir set ég í mig kjark og segi Soffíu fóstru minni frá sýninni í Hjallinum á Gufuskálum og drauminn sem mig dreymdi og spurði hana hvort hún gæti gefið mér skýringu á þessu. Hún sagðist hafa heyrt um voveiflegan atburð sem skeði á Gufuskálum í Leiru löngu áður en hún hafði komið í Garðinn. Hún sagði mér hluta af því sem áður hef- ur komið fram. Ég hef verið að leita eftir staðreyndum af þessari konu, sem vildi fá lítinn dreng sér til að- stoðar. Suöurnesjamenn Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM FAXI 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.