Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 49

Faxi - 01.12.1987, Page 49
Skáldsaga efíir Jón Dan 1919 ÁRIÐ EFTIR SPÖNSKU VEIKINA er komin út á vegum ,, Bókaútgáfunnar Keilis sf“. Eftir að spánska veikin geisaði hér á landi í nóvember og desember 1918 átti margur um sárt að binda. Enn er uppi fólk sem man hana og enn eru menn á lífi sem þá misstu ættmenni eða foreldri, annað eða bæði. Tálið er að í Reykjavík einni hafi tíu þúsund manns fengið veikina en þrjú hundruð látist. Segja má að sagan ,,1919 - Árið eftir spönsku veikina“ byrji um þær mundir sem pestin íjarar út. Miðaldra kona ræður sig á heimili suður með sjó þar sem plágan hefur tekið sinn toll. Heimilisfólkið er ekkill og sex strákar, móðirin fallin frá. Ráðskonan bindur sig aðeins til eins árs, sem að vísu teygist dálítið úr, en hún hefur ekki lengi dvalist á bænum þegar hún skynjar að ekki er allt sem sýnist. ,,1919 - Árið eftir spönsku veikina“ er skáldsaga sem byggð er á raunverulegum atburðum. Almenna bókafélagið sér um dreifmgu bókarinnar.B Óskum starfsmönnum okkar svo og öllum Suðurnesjamönnum gleðiíegra jóla ogfarsældar á komandi ári þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Rammi h.f. Bæjarstjórn Keflavíkur óskar starfsmönnum sínum svo og öllum Keflvíkingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, og þakkar liðið ár. Bæjarstjórn Keflavíkur FAXI 317

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.