Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 50

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 50
Björgvin Jónsson: Alþjóðlega skákmótið í Njarðvík 1987 Árið 1984 skipulagði Jóhann Þór- ir Jónsson ritstjóri tímaritsins Skák alþjóðlegt skákmót í Grindavík í samvinnu við Suðumesjamenn og nú þremur ámm síðar var aftur haldið alþjóðlegt skákmót á Suður- nesjum sem telst vera áttunda al- þjóðlega skákmótið sem ritstjórinn stórhuga hrindir í framkvæmd. Mótið var teflt í félagsheimilinu Stapa dagana 8.-20. nóvember. Reyndar vora tvær síðustu umferð- imar og svo biðskákir tefldar á Hótel Kristínu þar sem keppendur bjuggu á meðan á mótinu stóð við framúrskarandi aðbúnað. Markmiðið með mótinu var að gefa þeim keppendum sem enn em titillausir möguleika á að afla sér áfanga að alþjóðlegum skákmeist- aratitli, en níu af keppendum vom í þeirri stöðu að hafa not fyrir slíkan áfanga. Til þess að ná titlinum alþjóðlegur skákmeistari þarf árangur sem gmnnreikna má til a.m.k. 2450 elo skákstig í 24 skákum það minnsta. Hægt er því að ná alþjóðlegan meist- aratitlinum í tveimur mótum sé annað þeirra 11 umferðir en hitt t.d. 13 umferðir en þar sem flest mót í dag em 11 umferðir er tíðast að til þurfi 3 mót. Til þess að ná slíkum áfanga þurfti í mótinu í Njarðvík 7 vinninga í 11 skákum. Björgvin Jónsson. Undirbúningur Sé vikið að undirbúningi kepp- enda fyrir slík mót þá sýnist höf- undi best að fjalla um sinn eigin þar sem hann fór að mestu fram í ein- rúmi frá öðram keppendum. ís- lenski keppendahópurinn þekkist að sjálfsögðu dável innbyrðis og við alla þeirra hafði ég teflt einhvem tíma áður. Á erlendu keppendun- um vissi ég hins vegar lítil deili, að vðsu nokkuð um Finnann, eina skák hafði ég undir höndum að Norwood og nokkrar með Jakobs úr árbók Alþjóða skáksambands- ins. Einn keppenda var huldumað- ur í mótinu, Bandaríkjamaðurinn Weldon. Það eitt var um hann vitað hér á landi fyrir mótið að hann hefði 1973 orðið meistari á Bandarísku áhugamannaleikunum, en engar skákir hafði ég undir höndum sem sýndu taflmennsku hans, sem síðar reyndist afar sérstök. Þegar ég tefldi við hann strax í 2. umferð mótsins tókst mér nánast aldrei að geta mér til um hver næsti leikur hans mundi verða og er leið á skákina gaf því ég nánast alla útreikninga upp á bátinn og lét hyggjuvitið eitt ráða ferðinni. Við 3 af erlendu keppendunum tefldi ég svo í 4 fyrstu umferðum mótins. Ég var í óvenju þokkalegri æfingu fyrir mótið aðeins tæpar þrjár vikur frá því að ég tók þátt í hliðstæðu móti undir krafti Snæ- fellsjökuls. Á undan því móti hafði ég hins vegar ekki teflt á skákmóti í heilt ár. Þetta var mikil breyting til batnaðar og taflmennskan öll heil- steyptari og ömggari og minna um slysalega afleiki en þegar æfinga- leysi háir. Norwood sigurvegari Úrslit mótsins urðu þau að sigur- vegari varð Englendingurinn David Norwood. Hann ber þegar fyrir titilinn al- þjóðlegur skákmeistari. Hann er 19 ára gamall og á að baki glæsilega taflæsku m.a. unglingameistari breska heimsveldisins 1985 og al- þjóðlegur meistari 16 ára. Norwood er snaggaralegur náungi. Hann virt- ist ekki taka mótið neitt sérstaklega alvarlega og lá ekki yfir skákfræð- unum á milli umferða heldur las enskar bókmenntir og drakk létt- vín. Hann virtist framan af ekki gera sér miklar vonir um sigur í mótinu og það var ekki fyrr en í síðustu skákinni sem einhver merki um taugaspennu var að sjá á honum. I klæðaburði hafði hann enn meiri yfirburði en í skákinni og þegar fara þurfti á öldurhús gengu jafnaldrar hans úr hópi keppenda í klæðaskáp hans. Mótið var þriðja mót Nor- woods á hálfum öðmm mánuði. í hinum tveimur hafnaði hann í 2. sæti og taldi hann að frammistaða hans í þessum þremur mótum mundi hækka elo-stig hans í nær 2500. Norwood má hins vegar finna það til lasts að hann er illa að sér í skákbyrjunum og teflir því afar sjaldséðar uppbyggingar og ég hef trú á því að byrjanataflmennska hans standi og falli með því að and- stæðingurinn hafi ekki of langan frest til undirbúnings, en getur hins vegar oft hentað vel á móti sem tefit er jafn þétt og þetta. í öðru til þriðja sæti komu þeir Helgi Qlafsson stórmeistari og Hannes Hlífar Stefánsson heims- meistari 16 ára og yngri. Helgi ætl- aði sér greinilega sigur á mótinu og lengst af leit einnig út fyrir að svo yrði. Hann var í góðri forustu eftir 6 umferðir með 514 vinning en í 5 síð- ustu skákunum vom andstæðing- amir fastari fyrir og útkoman var 4 jafntefli og eitt tap. Meira að segja gerðust andstæðingar hans þa svo bíræfnir að neita jafnteflisboðum stórmeistarans svo Helga þótti jaðra Jóhannes og Guðmundur. Antti Pyhala og Sigurður Daði. 318 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.