Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 53

Faxi - 01.12.1987, Page 53
meistaratitil unglinga 20 ára og yngri nú um jólin. Undirrituðum tókst að nýta sér heimavöllinn og ná sínum fyrsta áfanga til alþjóðlegs titils. Þetta mun vera fyrsti áfanginn sem fellur íbúa utan Stór-Reykjavíkursvæðis- ins í skaut. Alþjóðlegu áfangarnir sem mótið gaf frá sér voru því þrír. í 6. sæti kom svo Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari sem jafn- framt varð jafntefliskóngur móts- ins. Segja má að keppendur í mótinu hafi skipt sér í tvo hópa, 6 keppend- ur í toppbaráttunni sem hver um sig töpuðu aðeins einni skák og jafn- margra í botnbaráttunni. Fyrir síð- ustu umferð var t.d. l'A vinningsbil á milli 6. og 7. manns. Dýrt í Glaumberg Brightonbúinn Byron Jakobs náði 7. sætinu. Byron hefur verið at- vinnuskákmaður síðastliðin tvö ár og var einn um það af erlendum keppendum. Byron átti fyrir mótið möguleika á að ná lokaáfanga til alþjóðlegs meistaratitils en að þessu sinni reyndist hann ekki hafa byr til þess. Byron er 24 ára, rólegur og háttvís maður sem býr í félagi við ekki lakari skákmenn en Speel- man, Helsden og Pein í leiguíbúð í Brighton. Hann kvartaði undan verðlaginu hérlendis og taldi sig hafa getað farið ijórum sinnum á tónleika hjá poppgoðinu David Bowie fyrir sama verð og þeir þrír aðgöngumiðar kostuðu sem hann greiddi í Glaumbergi. Finninn Pyhála sem vermdi 8. sætið er íslendingum að góðu kunn- ur. Er hann telfdi í Austíjarðarmót- inu í júní síðast liðnum gekk honum allt í haginn, endaði þar í 2. sæti og hafði með sér 6000 dollara úr landi. Nú mátti hann hins vegar láta sér lynda tap í fjórum fyrstu umferðun- um og áfangavon var því strax úr sögunni. Síðar í mótinu náði hann sér hins vegar betur á strik og klykkti út með því að vinna Helga Ólafsson í næst síðustu umferð og sá þar með um að enginn keppenda slyppi taplaus frá mótinu. Pyhála er lfkamlega fatlaður. Á skákborðinu er hins vegar engin honum kraft- meiri og hann sagði mér að hann teldi það veikleikamerki að þiggja eða bjóða jafhtefli áður en teflt hefur verið í botn og eftir þessu fór hann algerlega sjálfur, hafnaði m.a. bæði jafnteflisboðum frá Heiga og Nor- wood. Væri einhver iognmolia yfir skák- unum þá þurftu áhorfendur þó ekki að láta sér leiðast. Til þess sá ald- ursforseti mótsins bandarískur háskólakennari á efsta stigi í tölvu- fræðum, Charles Weldon, þó það hafi nú kannski ekki verið ætlunin af hans hálfu. Þegar ég tefidi við hann í 2. umferð mótsins vissi ég ekki fremur en aðrir keppendur nein deili á honum. Þegar hann svo mætti til leiks var hann með stórar þungavinnueymahlífar. Síðan blés hann og stundi þungan yfir borðinu svo af hlaust eina truflunin í salnum enda áhorfendur fáir, og voru eymahlífamar því vart til annars en að einangra hann frá hávaðanum í sjálfum sér. Skákin varð síðan æsi- spennandi. Ég tel mig hafa verið komin með vinningsstöðu en var í miklu tímahraki og þegar því lauk sá ég mig knúinn tii að þráskáka enda þá peði undir. En þá skyndi- lega óð Weldon með kóng sinn út á mitt borð, nánast bein sjálfsmorðs- tilraun. Reyndar sögðu gámngamir að hann hefði séð sig knúinn til þessa þar sem hann hafi ekki getað heyrt jafnteflistilboð frá mér í gegn- um eyrnahlífamar. Engu að síður tókst honum að sleppa fyrir horn með þetta ævintýri og skákin end- að með jafntefli. Guðmundur fellur á tíma 10. sætið skipaði Jóhannes Ágústsson. í 8. umferð vann hann það afrek að sigra Guðmund Sigur- jónsson stórmeistara. Jóhannes var að vísu með mun verri stöðu og fall- vísir hans á skákklukkunni hékk á lakkinu einu er Guðmundur alger- lega gleymdi sér, hugsaði sig um í 4 mínútur og áttaði sig ekki fyrr en honum var bent á að hann væri fall- inn á tíma og því búinn að tapa skákinni. Smalar mótsins urðu þeir Davíð Ólafsson og Sigurður Daði Sigfús- son. Davíð hefur þegar einn áfanga til alþjóðlegs titils en núna gekk honum allt í óhag í fyrstu umferðum mótsins. Það er ekki sérlega upp- örvandi að tapa fyrstu 5 skákunum og þurfa síðan að tefla mótið til enda án þess að hafa í raun að nokkru að keppa. Áhugaleysi einkenndi tafl- mennsku Davíðs er líða tók á mótið. Sigurður var fyrir mótið eini keppandinn sem enn hafði ekki komist á elo-skákstigalista Alþjóða skáksambandsins, og því er hann skráður á 2200 elo-stig í mótinu sem eru lágmarksstig á alþjóðlega elo-stigalistann. Sigurður byggði oft upp fallegar stöður og gegn jafn- aldra sínum Hannesi svo fallega að hann var heilum hrók yfir en reynsluleysið reynist dýrt í svona móti. Gegn Helga tefldi Sigurður hins vegar eins og alvanur meistari og gat Helgi fagnað er Sigurður tók jafn- teflisboði Helga í unninni stöðu. Skákstjórar á mótinu voru þeir Einar S. Guðmundsson og Haukur Þ. Bergmann og þeim til aðstoðar Tómas Marteinsson allir sterkir skákmenn úr Skákfélagi Keflavík- ur. Fórust þeim þesi störf vel úr hendi eins og vænta mátti. Lokaorð Og að lokum: Hver er þýðing þess fyrir skákmenn að verða „Alþjóð- legur skákmeistari". Með hverjum sigri sem menn ná í skákinni opnast nýir möguleikar til þátttöku í enn öflugri og eftirsóknarverðari mót- um. Alþjóðlegur meistari fær nær alltaf mun betri fyrirgreiðslu á mót en titillaus skákmaður. Oft er t.d. greiddur fýrir hann ferðakostnaður, frítt uppihald þ.á.m. hótelkostnað- ur og í sumum tilfellum laun meðan á mótinu stendur. Þá hefur Brunabótafélag íslands sýnt hér mjög lofsvert framtak og veitt styrki úr afreksmannasjóði fé- lagsins í formi 3 mánaða launa- greiðslna til að styðja alþjóðlega meistara til að stíga lokaskrefið til stórmeistaratitils, en stórmeistarar í skák á íslandi í dag eiga rétt á föst- um launum úr ríkissjóði. Óskum nemendum okkar og foreldrum þeirra gleöilegra jóía og farsœldar á komandi ári. Þökkum ánœgjulegt samstarf. Kennarar og starfslið Holtaskóla Keflavík. AEG-UMBOÐIÐ Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af heimilistækjum og handverkfærum frá hinu þekkta AEG fyrirtæki. Einnig rafvörur, ljós og lampa í miklu úrvali. Einnig bjóðum við uppá ráðgjafa- og rafverktakaþjónustu. RAFBÆR HAFNARGÖTU 18 — SÍMI 14221 FAXI 321

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.