Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 57

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 57
Þessi spurning var lögö fyrir mig nýverið, ekki vegna þess að ég væri sérfræðingur í ástamálum, eða vissi meira en aðrir um þau geðhrif sem framkalla þetta hugtak, heldur að- eins til að hugleiða svolítið um ástina, sem af flestum er eftirsótt í einhverri mynd. Skoði maður orðið ást í orðabókum kemst maður að raun um, að þar er hugtakið útfært á marga vegu og vegur þar mjög mismunandi eftir samhengi ann- arra orða — en er alltaf skemmtilegt íhugunarefni. Ef ég hefði þurft að svara þessari spumingu fyrir 40-50 árum, hefði svarið sjálfsagt verið eitthvað á þá leið, að ást væri eðlishvöt milli kynja og ætti rót sína í viðhaldi lífsins. Kannski hafði ég aldrei hugsað al- varlega um ástina — aðeins notið hennar eins og hverju öðru lífs- brauði, sem maður neytir án íhug- unar, t.d. í æsku og uppvexti. Fá- tækleg lausn á stórmáli! Örfáum dögum áður en þessi spurning var lögð fyrir mig, var ég - og spyrjandinn - við útför í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Verið var að jarða elskulega, gamla konu, sem örfað hafði bros og blíðu sérhvers manns er hana leit. í kistu hennar var lagt bam, er aðeins hafði séð dagsins ljós, en fortjald dauðans síðan fallið fyrirvaralaust. Ræða prestsins var hugnæm og sönn, snart strengi í margri syrgj- andi sál. Sama gerði frábær söngur Unu Ellefsen, er hún söng Panes Angelecus og kirkjukórinn er hann söng Faðirvorið. í öðm sæti innan við mig í kirkju- bekknum sat falleg, komung stúlka. Sitt til hvorrar handa henni sátu ýfið eldri piltur og stúlka. Ein- hver tengsl vom þeirra á milli. Þessi alvömstund hafði greinilega mikil áhrif á stúlkuna - einkum er sagt var frá þessu litla lífi, sem hafði næstum kviknað og dáið í senn. Ég ályktaði því að sennilega væri stúlk- an móðir barnsins sem nú hvfldi í örmum gömlu konunnar í hvítri kistunni inni við altarið. Og ég fór að hugsa um ástina - móðurástina. Hvers eðlis er sú ást, sem framkall- ar þessa miklu geðraun stúlkunnar, sem í marga mánuði hafði fundið hreyfingu nýs lífs, sem hún sjálf hafði vakið - fundið það fæðast og séð það liðið lík - án þess að hafa haft önnur samskipti við það. Jú — þama var móðurást í eðli- legri mynd. Annars bregður móður- ást fyrir í mörgum myndum og á svo fjölbreytilegan hátt að henni verður seint gerð full skil. En er ég hug- leiddi ástina þama á kirkjublettin- um við sefjandi söng og í kristilegri lotningu fyrir stjómarháttum skap- arans, fannst mér ég nálgast skiln- ing á ástinni a.m.k. móðurástinni. Ást er snerting og tilfinningaleið- sögn í einhverri mynd. í samræmi við þessa skoðun er það staðreynd, að móðurást er í hástigi ástar, miklu meiri og algengari en föðurást. Fyrsti áfangi tilveru er í fljótu bragði hliðstæður hjá kynjunum, en jafnvel þá hefur kvenkynið hlýtt leiðsögn ærði máttar sem notað hef- ur himintungl sem vegvísir. A með- göngutíma er svo látlaust samspil móður og fósturs sem ávaxtar móð- urástina ríkulega. Eftir fæðingu verða tengslin augljós og auðvelda mat á eðlismun ástar föður og móð- ur. Ýmsar ástæður og eðliskostir foreldra geta síðar breytt þessari mynd nokkuð og allskonar afbrigði geta einnig orðið til, en alstaðar sem leitað er í náttúrunni mun þessi skilgreining eiga við í meginatriðum um ástir foreldra til afkvæmis. Ast foreldra á afkvæmi er einhver göf- ugasta ást sem þekkist. Astir hjóna eru vissulega auðugar af tilfinn- ingalegum tjáningum og myndir af slíkum ástum gimilegt skoðunrefni í fjölmiðlum, kvikmyndum og list- um. Þar er komið að kastala sem erfitt er að rata um með öryggi. Mörgum tekst það þó hönduglega, jafnvel þó valið sé eftir verðlista, eins og nú er farið að tíðka. Þó að mörgum finnist það hæpin og áhættusamur gmnnur að farsælu og ástríku hjónabandi, er það í ætt við þá viðskiptahætti er enn tíðkast víða, að stúlkur eru látnar í skiptum fyrir búpening eða önnur verðmæti — af fjárhags- eða stjómmálaástæð- um. Þar er ekkert lagt upp úr frjáls- um kynnum og andlegri aðlögun, þar sem kostur gæti verið á eðlilegu og ákjósanlegu jafnræði. Mörg dæmi era þó um að svo hroðvirknis- legur undirbúningur að stofnun bú- skapar hafi nægt til að byggja undir- stöður að farsælli sambúð. Eins og að framan er getið, er ást til í ótal myndum, bæði hjá mönn- um og dýmm. Sagnir um ættjarðar- ást, átthagaást, ást á Jesú, ást á tryggu heimilisdýri, jafnvel ást á bfl eða báti, hafi eða háfjöllum. Frá- sagnir af slíkum ástum væm Faxa kærkomnar. J.T. FAXI 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.