Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 59
Guðni Magnússon:
Á unglingsárum mínum var oft lít-
ið um atvinnu hér um slóðir yfir
sumartímann og fóru þá margir í
aðra landshluta að leita sér atvinnu.
Faðir minn fór yfir 20 sumur austur
á Borgarljörð. Þangað fór ég líka í
mína fyrstu ferð að heiman 1923. Á
Vattarnes 1924 og að Karlsskála
1925.
Ég hafði kynnst því að óhætt var
að fara óráðinn austur. Þegar Esja
lagðist að bryggju á Austijörðum á
vorin, komu jafnan útvegsbændur
um borð og tóku þá farþega tali,
sem líklegir þóttu sem sjómenn.
„Ertu ráðinn? Viltu koma til mín?“
kvað við úr öllum áttum.
Á Korlsskóla 1925
Að þessu sinni var það Guðni
Eiríksson, bóndi á Karlsskála, sem
hafði klófest Jón G. Pálsson úr
Keflavík, (föður Páls sparisjóðs-
stjóra). Með honum var frændi
hans, Kristinn Helgason, síðar fisk-
sali og Ólafúr J. Pedersen, sem síð-
ar flutti til Hafnarfjarðar. Jón hafði
þá á vertíðinni verið formaður á
m.b. Sigurfara í Innri-Njarðvík en
þar var ég landmaður. Það varð að
ráði að ég bættist í hópinn.
Karlsskáli var stórbýli á norður-
strönd Reyðarfjarðar og munu yfir
30 manns hafa verið þar þetta sum-
ar. Þar höfðu búið tveir bræður,
Guðni og Bjöm Eiríkssynir. Björn
hafði hætt búskap þetta vor, en var
þar enn með sitt fólk og bjó í sjóbúð
á svonefndum Stekkartanga, sem
var nokkuð utar á ströndinni. Flutti
til Reykjavíkur um haustið.
Böm Guðna voru: Eiríkur, Stefán,
Helgi, Anna Marta, Guðríður, (köll-
uð Dúdda), Sigurður og Bjöm.
Böm Bjöms voru: Sigurbjörg,
Eiríkur, Jón, Sigríður, Þorsteinn og
Helga.
Eiríkur Bjömsson var orðinn
læknir, (síðar í Hafnarfirði) og kom
austur vegna Helgu systur sinnar,
en hún hafði legið í gibsi í heilt ár
vegna meins í baki. Komst hún
brátt til fullrar heilsu. Sonur Eiríks
var Bjöm, sem var um tíma útibús-
stjóri við Verslunarbankann í
Keflavík.
Sigríur Bjömsdóttir starfaði lengi í
verslun Benedikts S. Þórarinssonar
á Laugavegi í Reykjavík, en kona
Benedikts var Hansína, systir
þeirra Karlsskálabænda Guðna og
Bjöms. Önnur systir þeirra Guðný
hafði fluttst til Færeyja og giftst
kóngsbóndanum þar. Jón Bjöms-
son fluttist suður og hafði lært hús-
gagnasmíði. Sigurbjörg Bjömsdótt-
ir var gift suður í Homafirði,
Magnúsi Stephensen frá Bjamar-
nesi. Auk fjölskyldanna vom þama
nokkur vinnuhjú. M.a. Steinþór
©íebiíeg jóíí
(Sott og far^ϒt komanbi
ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNA ÁRINU
LANDSBANKIÍSLANDS
ÚTIBÚ SANDGERÐI
ÚTIBÚ KEFLAVÍKURFLUGVELLI
ÚTIBÚ GRINDAVÍK
FAXI 327