Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 63

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 63
sskapur, fundirnir alltaf skemmti- legir og allir félagamir urdu að gera eitthvað. Ritnefnd var skipuð og gefið út blaðið NJÁLL sem var handskrifað og einn úr nefndinni þurfti að lesa upp úr blaðinu á fund- um en allt efni var frumsamið og gat enginn skorast undan því að skrifa í Njál. Enginn var skóli á þessum árum, en farandkennarar komu til skiptis á heimilin í sveitinni hálfan mánuð í senn. Kenndu þeir okkur íslands- sögu, reikning og Biblíusögu. Skólaganga mín var lengst 8 vikur áður en ég var fermd, en ég var fermd í Hrunakirkju 1909 hjá síra Kjartani Helgasyni prófasti í Hruna. Fermingin er mér mjög minnisstæð, við vorum 15 börn, 8 piltar og 7 stúlkur. Frá páskum gengum við til spuminga einu sinni í viku og voru þá spumingar tvisvar á dag. Síra Kjartan ræddi mikið við okkur um Biblíuna og lét okkur öll segja eitthvað frá eigin brjósti. Það var stór stund í lííl mínu, fermingin. Þó var engin fermingarveisla, engar fermingargjafir. Haustið 1914-15 fer ég svo til Reykjavíkur til að læra fatasaum bæði á kvenfólk og karlmenn, ég hélt til hjá frænku minni, Jónas föð- urbróðir minn var þá háskólavörður og Ólafía systir var á heimili Jónas- ar á veturna svo það var gaman að vera saman í Reykjavík þennan vetur. Ég var svo heima í Hörgsholti og saumaði fyrir heimilið þar til ég gift- ist Einari æskuvini mínum Ólafs- syni frá Eyrarbakka, bjuggum við þar eitt ár en fluttum þá til Keflavík- ur 1929. Við byrjuðum búskap hjá systur minni, Guðrúnu og hennar manni Skúla Skúlasyni, í einu her- bergi. Seinna fluttum við á Vallar- götu 13 en þar bjuggum við í sam- býli við Ólafi'u og Guðmann bróður. Við höfðum sitt hvort svefnherberg- ið en sameiginlega stofu og eldhús. Katrín, elsta dóttir mín er fædd 1929 í Hörgsholti, næst er Elín Óla, fædd 1932 á Vallargötunni og Ólafía Sigríður fædd 1934 á sama stað. 1935 kaupum við húsið Suðurgötu 3 og þar fæddist sonurinn Guð- mundur 1941, síðan höfum við búið á Suðurgötu 3 en Einar lést 3. júní 1985. Kristín hefur nú dvalið mest við gamla tímann sem hún þekkir svo vel en við höfum kannski gaman að kynnast og gera okkur grein fyrir hvað við lifum góðu og auðveldu lífi. Ég tel það eitthvert mesta lán lífs míns að hafa komist í kynni við fjöl- skylduna á Suðurgötu 3, en við Kata, dóttir Kristínar, höfum verið vinkonur síðan þau fluttu á Suður- götuna og ég hálfgerður heimaln- ingur á því góða heimili. Kristín og Einar eins og foreldrar mínir númer tvö. Það er hreint ótrúlegt hvað Kristín er em. Hún varð 92 ára 7. október sl., fylgist vel með og les dagblöðin gleraugnalaust. Hún er sátt við lífið og tilveruna, þakklát fyrir að vera gömul, þakklát fyrir hve mikið er gert fyrir gamla fólkið hér í bæ. Fyrir tveimur árum auðn- aðist henni að fara til Kötu dóttur sinnar sem býr í Bandarikjunum og hafði mikið gaman af, þótti bara verst að geta ekki talað ensku, þó varla kæmi það að sök þar sem Kata túlkaði allt fyrir hana. Eftir að Einar dó hefur Kristín ver- ið í skjóli dætra sinna Elínar og Ólafíu sem sóttu hana á hverju kvöldi í mat til skiptis en núna síðan í janúar hefur hún verið hjá Elínu til heimilis, þó hún fari á Suðurgötuna á daginn. Hún hefur beðið mig að skila hjartans þakklæti til allra þeirra mörgu vina sem hún hefur eignast bæði fyrr og nú og ekki síst til þeirra em öldrunarmálum stjórna, sérstaklega í Leimum, en þær hafa hjálpað henni svo vel. Hún biður guð að blessa ykkur öll. Jóhauna Krisdnsdóttir Guðmundur P. Ágústsson HAUSTLJÓÐ Haustið er komið með hrímkaldar dimmar nœtur, hafaldan stynur þungan við lágan tangann. Blómið mitt fagra í garðinum úti grœtur, gott var í sumar að finna þess Ijúfa angan. Og fuglarnir mzriír flugu til fjarlœgra stranda, frostið nístir blómin sem öll eru dáin. Og bjarkirnar ungu berar í garðinum standa; blöðin horfin og fokin langt út í bláinn. Óskum öllum Garðbúum og öðrum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári HREPPSNEFND GERÐAHREPPS STAPAFELL VARAHLUTADEILD Tilvaldar jólagjafir Barnabílstólar — Hleðslutæki Sætaáklæði Bílaryksugur Rafhlöðuryksugur Hjólatjakkar í bílskúrinn Veiðistangir og hjól STAPAFELL VARAHLUTADEILD SÍMAR 11730 OG 12300 FAXI 331
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.