Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 64

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 64
Ragnar Orn Pétursson opnar veitingastaðinn Laufskálann í Leifsstöð Starfsfólk í Laufskála ásamt Ragnari Erni. I-'rá vinstri eru Sif Ilauksdóttir og Berglind S. Guðmundsdóttir framreiðslustúlkur, kokkarnirMaría Bergvinsdóttir ogGuðmundur ValurSœvarsson ogsíðan RagnarÖrn Pétursson. Þann 17. október 1987 opnaði dyr sínar nýr veitingastaður í Leifsstöð. Þetta var kannski ekki í frásögur færandi, ef ekki væri það fyrir þá sök, að þessi staður - LAUFSKÁLINN — er staður sem mun geta þjónað öllum þeim sem eiga erindi í flugstöðina, ekki að- eins þá sem eru að leggja af stað í flugferð til annarra landa. I gömlu flugstöðinni var sú aðstaða vægast sagt í lakara lagi, en nú er því ekki lengur til að dreifa. Það er hinn kunni veitingamað- ur í Keflavík, Ragnar Öm Péturs- son, sem rekur þennan stað. Er hann jafnframt með alla aðra veit- ingasölu í flugstöðinni, aðra en mötuneyti þeirra sem þar starfa. Veitingastaðurinn Laufskálinn er staðsettur á jarðhæð í flugstöðinni í e.k. útbyggingu sem eingöngu er gerð úr gleri. Gestir staðarins sitja umlyktir blómahafi og er það af því sem nafn staðarins er dregið. Umhverfið er hlýlegt, sæti em fyr- ir um 80 manns og húsgögn em mjög notaleg. Við hjá Faxa heimsóttum Ragn- ar einn daginn í Laufskálann og áttum við hann örstutt spjall. Hvaða þjónustu hyggst þú veita hér, og á hvaða tímum er staður- inn opinn? Við munum reka staðinn sem al- hliða matsölustað. í hádeginu verður léttur matseðill, kaffi og kökur síðdegis og viðhafnarmeiri matseðill á kvöldin. Hér er opið frá því kl. 11.00 á morgnana og til kl. 22.00 á kvöldin. Hvemig hafa undirtektar verið það sem af er? Mjög góðar tel ég, aðsókn vex með hverjum degi. Hverjir em það helst sem koma til ykkar? Það er nokkur greinilegt, að mikið kemur af fólki sem er að fylgja eða að taka á móti farþeg- um. Til þess hefur fólk bestan tíma um helgar, enda er aðsókn mest þá. Einnig emm við tilbúnir með mat handa farþegum, þegar um seinkanir á flugi er að ræða. Þannig verðum við að verða við- búin því, að gefa á annaðhundrað manns mat með skömmum fyrir- vara. Aðrir gestir em starfsmenn í flugstöðinni og fólk neðan úr bæ, þú ert nú ekki nema nokkrar mín- útur að renna hingað uppeftir. Hvað er það margt starfsfólk sem hér starfar? í dag er það um 20, en verður tvöfalt fleira, þegar mest verður í sumar. Við þökkum Ragnari spjallið og óskum honum og starfsfólki hans góðs gengis með þennan nýja stað - Laufskálann í Leifsstöð. HH Málverkasýning í Grindavík Laugardaginn 31. október s.l. opnaði Ragnar Lár málverkasýningu í Grindavík. Sýndi hann 22 vatnslitamyndir, allar frá Grindavík og nágrenni sem hann hefur málað á þessu ári. Þetta mun vera hans fyrsta sýning á Suðumesjum. Undir- ritaður hefur lítið séð af myndum hans áður og getur því ekki talað um þróun myndlistar hans. Það sem vakti hinsvegar athygli, var hve nett handbragð var á teikningu sumra mynda hans - hann lét grasið spretta fyrir framan augum manns - kannski er það ekki kölluð list — aðeins tækni. En það vekur athygli og gleður augað. Oftast em vatnslitamyndir með nokkuð stóra litafleti og styrk- ur myndarinnar byggist á samhæfingu þeirra og birtutúlkun. Leikmanni er sagt að svo erfiðir séu vatnslitir í meðferð, að þar dugi ekkert föndur eða fínpúsning — þar verði litir að vera þar sem þeir eru komnir og komu því fíngerð pensilför Ragnars nokkuð á óvart. Myndbygging Ragnars er yfirleitt góð og vom Grindavíkurmyndimar margar ágætar, enda seldi hann meira en helming myndanna, þó sýningin stæði aðeins í tvo daga og aðsókn var einnig mjög góð. Ragnar Lár útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1933. Þá voru fremstir í kennaraliði þar Sigurður Sigurðsson, listamálari, Ásmundur Sveins- son, myndhöggvari, Sverrir Haraldsson, listamálari, Tbve Ólafsson, listmálari og Bjöm Th. Björnsson, listfræðingur. Ragnar var lengi undir handleiðslu Gunnars Gunnarssonar, listmálara og teiknara. Undirstaða að færni Ragnars hefur því komið eftir mörgum leiðum. Ragnar hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið nokkrar einka- sýningar í Reykjavík og víða um landið ásamt einni sýningu í Árósum 1975. Fyrstu sýninguna hélt hann í Ásmundarsal 1956. Myndir Ragnars Lárs prýða því veggi í húsum listunnenda víða um land. J.T. 332 FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.