Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 66

Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 66
HEILS URÆKT I VIÐMYND FRAMHALD AF BLS. 305. trúarskoðanir, trúarviðhorf og til- beiðsla. Þegar þessir þættir eru virkir og færa okkur viðunandi svör, höfum við tilverutilgang sem veitir lífi okkar akkerisfestu og öryggi. Þriðja tilverusviðið (og síðasta starfsemisviðið) er siðgœðissviðið sem fjallar um notkun starfsemi- tækjanna í málefnum sem varða hugmyndir um jafnrétti og réttlæti og leit að reglum og formúlum íyrir almennu siðgæði (Siðfræðin sem fræðigrein tengist þessu sviði.) Hér koma til starfsemiþættir eins og sið- gæðisþrek, siðgæðisskynjun, sið- gæðisdómgreind, samviska, sið- gæðismat og siðgæðisleg hegðun. Þegar þessir þættir eru virkir og leiða hegðun okkar til uppbygging- ar samfélaginu höfum við hreina samvisku sem allir vita af eigin reynslu að er mikilvægur hluti al- hliða heilsu. Þessi lýsing á starfsemisviðum mannsins leiðir í ljós að persónu- heilsa okkar byggist á mörgum þátt- um. Dregnir saman í betri heildar- mynd eru þeir þessir: líkamsheilsa, geðheilsa, vitheilsa, vilheilsa, starfsheilsa, lærdómsheilsa, félags- heilsa, sjálfsvirðing, persónuleg lífsskoðun, tilverutilgangur og hrein samviska. Persónurækt Með þessa víðu mynd af alhliða heilsu mannsins er fýrst hægt að fá raunhæfa mynd af árangursríkri heilsurækt. Sú mynd sem fram kemur er töluvert marbrotnari en sú mynd sem almenningur og að meira eða minna leyti, þeir sem starfa við heilbrigðisstörf hafa haft til þessa. Ein af tilhneigingum mannsins er að gera hlutina eins einfalda og mögu- legt er, en sú óskhyggja breytir að sjálfsögðu engu um eðli og gerð raunveruleikans. Maðurinn er margbrotið fyrirbæri og varðveisla heilsunnar tekur til fleiri þátta en við höfum fram að þessu gert okkur grein fyrir. Ymsir hópar hafa á und- anfömum áram leitast við að beina athygli lærðra sem leikra að þeirri hugmynd að ýmislegt fleira en lík- amsrækt og næring ráði alhliða heilsu mannsins. Þar má telja fremsta í flokki þá sem hafa staðið fyrir viðhorfi sem á enskri tungu kallast „olistic health“ (heildar- heilsuviðhorf). Fyrsta boðorð heildarheilsuvið- horfsins er að í heilsuvemd og heilsurækt verði að taka inn í mynd- ina alla þá þætti sem rannsóknir sýna að snerti heilbrigði mannsins. Byrjun þessarar greinar benti á rannsóknir sem hafa dregið fram suma af þessum þáttum. Þessir þættir, og aðrir ónefndir hér, falla inn í hin ýmsu starfsemisvið per- sónukerfisins (sem er samantekt og kerfisbundin niðurröðun af öllum þ.eim starfsemiþáttum sem raunvís- ar og fræðilegar rannsóknir hafa til- einkað mannveranni og sem starf- semisviðin sem lýst var að ofan koma frá eins og nefnt var). Þegar sérhvert starfsemisvið mannsins er tekið með inn í myndina, kemur í ljós að alhliða heilsurækt (persónu- rækt) samanstendur af þessum þáttum í líkamsrækt (líkams- heilsa), tilfinningarækt (geðheilsa), vitsmunarækt (vitheilsa), viljarækt (vilheilsa), starfsrækt (starfsheilsa), lærdómsrækt (?) (lærdómsheilsa), félagsrækt (félagsheilsa), sjálfsrækt (sjálfsvirðing), skoðanarækt (per- sónuleg lífsskoðun), trúarrækt (til- veratilgangur), og siðgæðisrækt (hrein samviska). Þessi skilgreining á persónurækt, sem tekur inn í myndina öll starf- semisvið persónunnar, er ekki ein- ungis víðtæk heldur einnig raunhæf því hún nær yfir fyrirbæri sem bæði lækna- og sálfræðivísindin hafa átt í erfiðleikum með að fella inn í hefð- bundnar skilgreiningar á hugtakinu heilsa. TVö dæmi um slík fyrirbæri era þegar neikvæð sjálfsmynd níu ára bams leiðir til lélegrar frammi- stöðu í námi þó greindarmælingar sýni að ekkert sé að vitsmunum, eða þegar sektarkennd fullorðinnar persónu leiðir til lystarleysis, ein- vera og geðvefrænna sjúkdóma. Heilsurækt hefur alltaf verið og mun áfram verða eðlis síns vegna á ábyrgð einstaklingsins. Enginn aðili í þjóðfélaginu hefur eins mikið að segja um heilsu einstaklingsins eins og einstaklingurinn sjálfur. Þessi staðreynd er trúlega mörgum ekki nægilega ljós. Með tilkomu full- kominnar tækni og tækja í allri heil- brigðisþjónustu hneigjumst við til að setja traust okkar, og jafnvel ábyrgð, á mátt og megin heilbrigðis- stéttarinnar í stað þess að leggja áherslu á að temja okkur hollar og fyrirbyggjandi lífsvenjur. Framkvæðið að lífsvenjum sem leiða til betri persónuheilsu verður að koma frá okkur sjálfum. Þetta hefur í reynd verið annað boðorð heildarheilsuviðhorfsins sem vitn- að var til að ofan og sem nýtur nú vaxandi vinsælda meðal heilbrigð- isstéttarinnar. En hvað er það þá sem einstaklingurinn getur gert til að stuðla að sinni eigin persónu- heilsu? í hverju er persónurækt fólgin? Auk þess að leggja stöðuga áherslu á að líkaminn fái þá nær- ingu og þjálfun sem nauðsynleg er til að viðhalda starfsemi hinna ýmsu líffærakerfa, eru eftirtalin atriði mikilvæg til að viðhalda per- sónuheilsu í þeirri víðu merkingu sem hér hefur verið til umræðu. Aður en rætt er um tilfinninga- rækt, vitsmunarækt og viljarækt, er rétt aö geta þess, að skortur á viss- um næringarefnum getur valdið líf- efnafræðilegum truflunum í hinum þremur ferlaháttum hugans (geði, skilviti og vilja). Til dæmis er vitað að skortur á B1 vítamíni getur leitt til skilningstraflunar og hugleysis, skortur á B6 vítamíni getu; leitt til önunglyndis, skortur á B12 vítamíni getur leitt til geðlægðar og truflunar á starfsemi taugakerfisins yfirleitt, skortur á biotin (annað B vítamín, áður nefnt H vítamín) getur valdið geðlægö og skortur á kalín getur valdið önuglyndi.7 Tilfinningarækt felst m.a. í að beina geðundinni inn á jákvæðari brautir. Það er gert í gegnum geð- hugsun sem er hæfileiki mannsins til að stjórna, að vissu marki, inni- haldi og stefnu geðundarinnar. Margir láta eftir hinni seiðandi freistingu að sökkva sér niður í sorgir sfnar og gefa sig á vald sjálfs- meðaumkunarinnar. Sumir hafa kallað þetta krabbamein hugans. Með því að forðast þessa tilhneig- ingu sem allra mest, mun hugurinn virka betur og markvissar að við- fangsefnum stundarinnar og geð- heilsan aukast. Vitsmunarækt felst m.a. í að þjálfa hraða og nákvæmni skynjun- ar á því sem fyrir ber, þjálfa rökfestu ognákvæmni íhugsun, raunhæfni í viðhorfum og skýrleika í máli. Fljót- fæmi og kæraleysi í vithugsun eru e.t.v. skæðustu óvinir skilvitsins og reynast okkur oft dýrkeypt. Viljarækt felst í að þjálfa hugann í að beina orku sinni að knýjandi verkefnum og að taka ákvarðanir. Ákvörðunartaka er að líkindum eitt af erfiðustu hugarverkefnum "Vellíóan hvernig sem viórar! Sendum Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð gott og farsælt nýtt ár. Þökkum gott samstarf á liðnum árum GRÁGÁS HF. 334 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.