Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 77

Faxi - 01.12.1987, Qupperneq 77
færri. Fyrstur var Hákon Tómasson í Nýlendu og gegndi hann því starfi þar til hann fluttist brott árið 1919. Hafði hann þá verið meðhjálpari við báðar kirkjur Ketils í samtals 40 ár. Við starfinu tók Guðmundur Guð- mundsson í Nesjum og gegndi því til ársins 1940. Þá tók faðir minn, Gísli G. Guðmundsson á Hvalsnesi, við starfinu og gegndi því þar til hann lést 1979 eða í 39 ár. Á eftir honum kom Guðmundur Guð- mundsson í Bala til ársins 1986 og núverandi meðhjálpari er Sigurður Bjamason í Sandgerði. Organistar við Hvalsneskirkju em orðnir 12 og em í þessari röð: Jón Laxdal tónskáld, þá verslunar- maður í Keflavík. Jón Einarsson í Endagerði, sem mun hafa lært á hljóðfæri til að taka að sér þetta starf. Erlendur Hákonarson á Staf- nesi. Þorgeir Pálsson verzlunar- maður í Keflavík, síðar fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Sigur- björg Einarsdóttir í Endagerði, syst- ir áðumefnds Jóns Einarssonar. Þorlákur Benediktsson í Akurhús- um í Garði. Allir þessir störfuðu fram til ársins 1918 er móðurbróðir minn Magnús Pálsson á Hvalsnesi tók við starfinu og gegndi því til ársins 1962 eða í 44 ár. Á eftir hon- um kom Vilhelm Ellefsen, Keflavík, Bjarni Gíslason, Keflavík, Þor- valdur Bjömsson, Garðabæ, Þor- steinn Gunnarsson, Reykjavík og tólfti í röðinni er núverandi organ- isti, Frank Herlufsen. Þó organistamir hafi alltaf haft með sér ágætt söngfólk var kirkju- kór Hvalsneskirkju ekki formlega stofnaður fyrr en 1946. Hringjarar við kirkjuna eru fæstir. Hákon Tómasson í Nýlendu var fyrsti hringjarinn og gegndi því jafn- lengi og meðhjálparastarfinu eða til 1919. Var til þess tekið hvað hring- ing Hákonar var taktfögur. Næsti hringjari var Jón Norðfjörð Tómas- son bróðir Hákonar þar til hann flutti burtu í árslok 1929. Þá tók við starfinu Júlíus Helgason í Burts- húsum og gegndi því svo til óslitið til æviloka 1948. Síðan hefur ekki ver- ið fastur maður í starfi hringjara en eftirtaldir hafa unnið verkið: Gísli Guðmundsson, Hvalsnesi. Sveinn Sveinsson, verkið: Gísli Guð- mundsson, Hvalsnesi. Sveinn Sveinsson, Hvalsnesi. Hákon Magnússon, Nýlendu og fleiri hafa gripið inn í. Og þama stendur Guðsmusterið enn með sömu reisn og fyrr eftir 100 ár, eina öld. Það skal þakkað fólk- inu, sem ræktar það af alúð og ein- lægni í orði og verki. Eg hef nú minnst nokkurra þátta í sögu kirkjunnar á þeim tíma, en margt mætti fleira segja. Ég á marg- ar góðar minningar um þetta bless- aða hús frá uppvaxtarárum mínum á Hvalsnesi og ber þar hæst sam- starf þeirra þriggja, pabba, Gísla G. Guðmundssonar, frænda, Magnús- ar Pálssonar og sr. Guðmundar Guðmundssonar. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa þjónað kirkj- unni lengur öðrum, hver í sínu starfi. Ég er þakklát fýrir að kirkjan var svo stór þáttur í lífi mínu og ég er þakklát foreldrum mínum fyrir að kenna mér að bera virðingu fyrir henni og hennar starfi. Ég óska söfnuðinum til hamingju með afmælisbamið og bið þess að meðan klukkur Hvalsneskirkju kalla okk- ur til tíða fáum við þar enn að njóta þess friðar sem ávallt hefur ein- kennt þetta Guðshús. Ég leyfi mér að gera eitt vers sr. Hallgríms að lokaorðum mínum, en hann segir: Þd þú gengiir í Guðshús inn gœt þess vel, sál mín fróma, hceð þú þar ekki Herrann þinn með hegðun líkamans tóma. Beygðu holdsins og hjartans kné, heit bœn þín ástarkveðja sé, hrœsnin mun sízt þér sóma. Iðunn Gróa Gísladóttir frá Hvalsnesi Grein þessi er erindi flutt á afmæl- ishátíð kirkjunnar 1. nóvember síð- astliðinn. En þar sem það kemur fyrir augu þín, lesandi góður, í jóla- blaði Faxa sendi ég þér innilegar jólakveðjur með eftirfarandi hug- leiðingum. Nokkru eftir að það var flutt heyrði ég bam segja: „Jóla- sveinninn er kominn í gluggann á Rammagerðinni." Þetta er fyrsti jólaboðberi borgarbamanna, datt mér í hug. Mér varð hugsað til æskuáranna heima á Hvalsnesi. Með aðventunni byrjaði frændi að æfa jólasálmana heima í stofu. Það var okkar jólaboðberi. Jólin færð- ust nær. Konumar í kvenfélaginu komu til sinnar árlegu hreingem- ingaríkirkjunni. Mérer minnistætt hve ákafar þær vom. Heitar og rjóð- ar sátu þær við kertaljós og olíu- lampa í herberginu inn af eldhúsinu heima við að fægja ljósahálmana og stjakana úr kirkjunni. Allt átti að vera hreint og fágað um jólin. Svo var það við aftansöng á aðfanga- dagskvöld 1958. Kirkjan var ný- uppgerð, raflýst og máluð svo fagur- lega að það var eins og kristmynd altaristöflunnar á gaflinum væri ljóslifandi. Kristalsljósiníkórkirkj- unnar glitmðu svo minnti á stjömur himingeimsins. Þar hugsa ég að mörg okkar viðstaddra höfum kom- ist næst Betlehem þegar við hlýdd- um á jólaguðspjallið og sungum saman ,,í Betlehem er bam oss fætt“ og „Heims um ból, helg em jól“. Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð. I.G.G. Suðumesjamenn (Síebiíeg \6l Verzlunarmannafélag Suðumesja GLEÐILEG JÓL! Gott og farsælt ár! Þökkum viðskiptin áliðna árinu. Samvinnubankinn -útibú Samvinnutryggingar - útibú Keflavík FAXI 345
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.