Faxi - 01.12.1987, Page 80
Sólarsýn í skammdeginu
Þegar þessar línur eru skrifaðar
hefur Vetur konungur boðað komu
sína á drifhvítum fjallatindum. Þó
er hitastig hér á suðvesturlandi oft-
ast ótrúlega hátt miðað við árstíma.
Það fer varla hjá því, að menn
renni huganum til liðins sumars
sem var bæði gjöfult og nær einstakt
að tíðarfari, að gamlir og fróðir
menn telja. Flestir dagar voru bjart-
ir og sólríkir og dugðu vel til far-
sælla starfa hjá annríkisfólki. Og
sumamætumar vom oftast hlýjar
og bjartar sem dagur væri. Þær em
meðal þess sem við íbúar norðurs-
ins dáumst að, en suðrænar þjóðir
undrast og öfúnda okkur af.
Þrátt fyrir langan sólargang þurf-
um við sjaldan að leita afdreps í
svalandi skugga. Við þolum vel
blessaða sólargeislana, sem færa
okkur orku og hreysti - þrek til að
mæta löngum skuggum skamm-
degisins. Við þessa hugrenningu
má ekki gleyma golfstraumnum
sem umlykur landið og virkar sem
hitajafnari (rekulator) — vermir að
vetri en veitir svalar að sumri.
Þessi umfangsmiklu skil milli
sumars og vetrar em áhugaverð og
stórbrotin. Áður en tækni kom til
sögu og enn var lifað fmmstæðu lífi
við sjávarsíðuna og í sveitum lands-
ins, var kunnátta búenda á að hag-
nýta sér þessi sérkenni nauðsynleg
og skipti oft sköpum um búskap og
afkomu. Það var til dæmis sagt um
Hrafna-Flóka, þann er gaf landinu
nafn, er hann kom fyrst til landsins
um 870 og sat veturlangt í Vatns-
firði, að hann „Uggði ekki að sér;“
fiskur var svo mikill í vötnum,
ám og fjörðum og veiðináttúra svo
rík í fari Flóka og manna hans, að
þeim sást yfir að afla búfénaði, er
Húsakynni að Krumshólum.
©3ka öííum uibékiptauinum
gíebiíegra ióía
og farðœíbar á komanbi ári F
m _ • * mmmm \ TRÉSMIÐJA
ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR
Iðavöllum 6 — Keflavík - Sími 3320 |
þeir fluttu með sér frá Noregi, hey-
forða til vetrarins. Féll því allur bú-
peningur er fram á vetur kom og
varð vistin í Vatnsfirði þungbær og
einhæf að matföngum. Er voraði
gekk Hrafna-Flóki upp á hátt fjall
og sá til norðurs hafís mikinn inn í
fjörðum. Þar af kom nafngiftin ísa-
Qörður og svo Island.
Nú sakna menn fiskjar í fjörðum
og ám. Allmikil fiskirækt hefur þó
bætt nokkuð úr ofveiðivandanum.
Skráð laxveiði hefur farið vaxandi á
seinustu árum. Laxveiðiár okkar
eru mjög eftirsóttar af erlendum
veiðimönniun og eru £, $ og Mörk
harðir keppinautar litlu krónunnar
okkar um veiðileyfin. Koma sport-
veiðimenn jafnvel fljúgandi í einka-
þotum um langa vegu í gósenveiðiár
okkar og borga leyfin dýrum dóm-
um. Við þá keppa íslenski sport-
veiðimenn, sumir svo fengsælir á
, ,þann stóra,“ að þjóðsögustíl nálg-
ast. Hinsvegar eru svo netaveiði-
bændur sem eru svo hugfangnir af
laxveiðiskapnum, að þeirra hey-
hlöður eru jafn tómar að hausti svo
sem þær voru að vori, og færi þeim
eins og Flóka forðum, ef ekki væru
nú aðrir bændur sem öfluðu heyja
og framleiddu kjöt og mjólkurvörur.
Á Reykjanesskaga fellur hvergi
lækjarspræna til sjávar. Hinsvegar
eru margir drjúgir laxveiðimenn á
Suðumesjum. Það kann að hafa
verið kveikjan að því, að 30 Rótarý-
félagar mynduðu hlutafélag um
kaup á landnámsjörðinni Kmms-
hólar, sem er í landnámi Skalla-
gríms Kvöld-Úlfssonar. Skallagrím-
ur kom til landsins á tveimur skip-
um. Öðru stýrði hann sjálfur, en
faðir hans Kvöld-Úlfur hinu, þar til
hann lést, sennilega er þeir voru
komnir inn í Faxaflóa, þá tók Grím-
ur Þórisson þar við stjóm. Er þeir
komu fyrir Reykjanes urðu skipin
viðskila. Skallagrímur tók land við
Knarrames á Mýmm en Grímur
hélt inn Borgarfjörð, upp Hvítá sem
féll fram með vaxandi straumþunga
er ofar dró. Til vesturs blasti við víð-
lendi, grösugt og fagurt. Lítil lygn
og djúp á liðaðist vestur mýrlendið
frá stórfljótinu. Fjær sá í dulúðugar
klettaborgir sem gáfu fyrirheit um
vissa vemd. Þangað hélt Grímur
skipi sínu. Hann lét draga það á
land að fyrsta klettavegg er stendur
fáa metra frá ánni og heitir síðan
Skiphóll.
Á þessi heitir Gufuá og er nafngift-
in líklega tilkomin vegna vetrarsetu
Ketils Gufu við ána, en hann fór
víða um suðvesturland og festist
Gufunafnið við nokkra dvalarstaði
hans, m.a. Gufuskálar í Leim.
Skallagrímur fól leysingja sínum,
er nefndur var Kmmur, vörslu
skipsins við Skiphól og gaf honum
þar land undir bú. Þar vom slægjur
góðar að fomum hætti og búpening-
ur átti sældardaga í skjóli ijölbreyti-
legra klettaborga (álfhóla) sem enn
hafa mikið aðdráttarafl. Hinsvegar
hentar jörðin ekki vel til nútíma bú-
skapar.
Umhverfisfegurð, nokkur veiði-
von í Gufuá og góð staðsetning réði
úrslitum, er Rótarý Keflvíkingar
völdu Kmmshóla sem sveitasetur
sitt. Því verður varla mótmælt, að
348 FAXI